Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 33

Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 33
gætu tekið við ábyrgðinni á hópnum. Hann tók fram að hann myndi að sjálfsögðu ekki yfirgefa félaga sína og yrði allt- af til taks þegar hópurinn þyrfti á honum að halda. Við Einar Örn vorum ekki lengi að finna lausn á vand- anum og varð raunar fljótt vel til vina. Hann hafði þægilega nær- veru, var einstaklega vel gef- inn, hjartahlýr og örlátur á tíma sinn og vinnu. Með Einari Erni gat spjallið teygst og tím- inn lengst enda var honum fátt óviðkomandi þótt hann talaði mest um ömmu sína í sveitinni og Vilhjálm bróður sinn. Þau voru hans fólk. Eftir að Geðhjálp flutti sig um set réðst Einar Örn í hluta- starf til félagsins í um hálfs árs skeið árið 2014. Hann aðstoðaði við almenn skrifstofustörf, tók á móti gestum og vann að ýms- um breytingum á tölvukerfi fé- lagsins. Skemmst er frá því að segja að hann féll vel inn í starfsmannahópinn, vann öll sín verk af stakri kostgæfni og var ákaflega hjálpsamur við aðra starfsmenn og gesti. Einari Örn lagði stund á rússnesku við HÍ og hlakkaði til að láta þann draum sinn rætast að leggja stund á tungu- málið í Rússlandi síðastliðið haust. Því miður varð dvölin í Rúss- landi Einari Erni um megn. Hann sneri til baka og lagðist inn á sjúkrahús með alvarleg líkamleg og andleg mein í lok síðasta árs. Því miður náði hann sér aldrei aftur á strik eftir Rússlandsdvölina. Lífið fór ekki mjúkum hönd- um um Einar Örn. Hann gekk í gegnum erfiðleika í æsku og missti báða foreldra sína úr ill- vígum sjúkdómi. Hann hafði strítt við geðröskun frá unga aldri og náði ekki tökum á henni þrátt fyrir eindreginn vilja allt til dauðadags. Að lok- um dró sjúkdómurinn hann til dauða. Missirinn er sár og áleitnar spurningar um hvort hefði ver- ið hægt að hjálpa Einari Erni leita á hugann. Þeim spurning- um verður aldrei svarað. Eina huggunin felst í hlýrri minn- ingu um góðan dreng, fallegt bros og innilegt faðmlag. Hvíldu í friði, elsku vinur. Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Góðir vinir eru gulls ígildi,“ skrifaði Einar Örn Eiðsson ný- lega á vegg facebook-síðu sinn- ar en Einar Örn hafði einmitt þann mannkost, einn af mörg- um, að láta vini sína vita hve mikils hann mat þá og átti ein- staklega auðvelt með að byggja fólk upp með orðum og gjörð- um. Hann þráði að vera til staðar fyrir aðra og fékk mikið út úr því að geta létt undir með ömmu í sveitinni eða hverjum sem þurfti á að halda hverju sinni. Einar Örn var góðum gáfum gæddur og mjög lífsreyndur en þó hann sé að kveðja okkur núna, alltof ungur, hafði hann því miður sjálfur þurft að kveðja báða foreldra sína sem létust langt fyrir aldur fram og sorgin og söknuðurinn var mik- ill. Leiðir okkar Einars Arnar lágu saman í barnæsku því mömmur okkar voru góðar vin- konur. Ég man eftir að hafa gist hjá þeim mæðginum þegar Ásdís, mamma Einars, kenndi í sveitaskóla út á landi. Þar lék- um við bróðir minn okkur allan daginn við Einar Örn og lynti vel saman. Svo á námsárunum þegar ég bjó í London og kom í fríum til Íslands fékk ég stundum að fljóta með í matarboð til Ásdís- ar og Einars og þá áttum við góðar stundir og spjölluðum um heima og geima. Á síðustu árum eftir að Ásdís lést hafa samverustundirnar verið of fá- ar en ég hitti Einar Örn nú síð- ast um jólin og heyrði í honum í símann af og til síðan þá. Hann átti sér fallega drauma sem áttu margir hverjir enn eftir að rætast og var í leit að jafnvægi í lífinu. Það er því með sorg í hjarta sem ég þarf að horfast í augu við hann hefur kvatt okk- ur í bili. Ég óska þess að Einar hafi nú fundið fagran og góðan veg sem hentar kærleiksríku hjartalagi hans. Einar Örn lét sig varða mannréttindi og hafði áhuga á að ferðast og nema ný tungumál en mér er einnig of- arlega í huga hve ríkan og fal- legan orðaforða hann hafði og hve hann átti auðvelt með að koma hugsun vel í orð og orð- um vel frá sér. Takk fyrir góðu kynnin og farðu vel vinur sæll. Þín verður sárt saknað og minnst. Heim- urinn er fátækari án þín. Þín vinkona, Þóra Karítas Árnadóttir. Kæri Einar, Það eru varla tvær vikur síð- an ég sá þig síðast. Því er það alveg fáránlega súrrealískt að vera að kveðja þig í dag. Þú sast við eina af tölvunum í Þjóðarbókhlöðu, ég heilsaði upp á þig og við töluðum um að hittast í kaffi. Ég gerði ráð fyr- ir að rekast aftur á þig þann daginn, svo ég kvaddi þig aldrei almennilega. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér ef ég hefði getað. Hvað þú varst góð manneskja. Hvað þú varst fyndinn og skemmtilegur og hvað þú gerðir margt fyrir aðra. En fyrst og fremst hefði ég viljað segja þér að þú hjálpaðir mér alveg óendanlega mikið. Ég vildi bara að ég hefði getað gert það sama fyrir þig. Á þessari stundu verður mér hugsað til orða Steins Steinars: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Vertu sæll, hvar sem þú ert. Við sjáumst vonandi aftur. Anna Kristín Gunnarsdóttir. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Einar Örn, frumburð- ur góðrar vinkonu minnar Ás- dísar Einarsdóttur, hefur kvatt okkur í hinsta sinn langt fyrir aldur fram. Hann var góðum gáfum gæddur, ljúfur og elskulegur í viðmóti. Nú fyrir skemmstu áttum við góð samtöl sem eru mér mikils virði en því miður gafst okkur ekki tími til að snæða saman í sumar eins og við ætluðum okkur að gera. Vilhjálmi Ólafs- syni og Vilborgu Kristófers- dóttur og öðrum aðstandendum og syrgjendum votta ég mína dýpstu samúð. Guðbjörg Þórisdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um skipulags- mál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deili- skipulagi í Rangárþingi eystra. Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting Um er að ræða breytingu á gildandi deili- skipulagi fyrir Hvolstún, Hvolsvelli. Breytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gang- stétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10, færast á vesturhluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem sam- svarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út. Steinmóðarbær – Deiliskipulag Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 hektara úr landi Steinmóðarbæjar ln. 191987.Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bíl- skúrs sem geta verið sambyggð eða í sitt hvoru lagi. Stærð getur verið allt að 350 m². Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu allt að 20 smáhýsa sem hvert um sig getur verið allt að 60 m². Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 10. júlí 2015. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 21. ágúst 2015. Athugasemdum skal skila skriflega á skrif- stofu skipulags- og byggingarfulltrúa. F. h. Rangárþings eystra, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 9-16. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl. 9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrir vara í s. 6171503. Meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Prjónakaffi kl. 10. Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 20. Gullsmári Vefnaður og tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10 og handavinnu- stofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Heitt á könnunni kl. 8.30-10.30 og blöðin liggja frammi. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Kaffi kl. 14.30. Opið er inn í vinnustofu og þrektækin á sínum stað. Norðurbrún 1 Í dag, föstudaginn 10. júlí er engin dagskrá. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl. 13.30. Vitatorg Við spilum bingó í dag kl. 13.30, allir velkomnir. Farin verð- ur dagsferð til Vestmannaeyja 10. ágúst. Siglt til Eyja, skoðunarferð með fararstjóra um eyjuna, borðaður hádegis- og kvöldverður í Eyj- um. Allir velkomnir. Uppl. í síma 411-9450 og 822-3028. Handavinnu- stofan opin, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar. Ferðalög Smáauglýsingar Bækur Bókaveisla Hin landsfræga og margrómaða júlíútsala stendur yfir. 50% afsláttur. Við erum í Kolaportinu, hafnarmegin í húsinu. Opið um helgina kl. 11-17. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Til sölu Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi ca 45 km frá Reykjavík. Vaxta- laus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar í síma 896-1864. Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Vélar & tæki Bendpak og Everet bílalyftur - 2 og 4 pósta Nokkrar á lager 4 t og 5 t, gólffríar 2 pósta og 4 pósta bílalyftur. Gæðavara á góðu verði. Vélasala Holts. www.holt1.is sími 4356662 Hjólbarðar Matador heilsársdekk Tilboð 175/64 R 14 kr. 10.900 195/65 R 15 kr. 12.900 225/70 R 16 kr. 23.900 245/70 R 16 kr. 26.900 235/60 R 18 kr. 32.215 255/55 R 18 kr. 33.915 255/50 R 19 kr. 38.845 275/40 R 20 kr. 49.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. S. 544-4333. Útsala á dekkjum 155 R 13 165 R 13 185 R 14 195 R 15 215/70 R 15 C 225/65 R 16 C 225/75 R 16 C 245/70 R 19.5 265/70 R 19.5 285/70 R 19.5 Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. S. 544-4333. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.