Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 35
Hermann æfði og keppti í knatt- spyrnu og körfubolta með Keflavík á unglingsárunum. Áhugamál hans snúast ekki síst um golf, hlaup og skíðamennsku: „Ég hef stundað hlaup í u.þ.b. áratug og hljóp mara- þon í Kaupmannahöfn árið 2010. Annað maraþon er nú ekkert á dag- skránni á næstunni en ég hef þó verið að taka þátt í ýmsum styttri hlaupum. Þetta hefur aldrei verið nein yfirgengileg árátta hjá mér og ég hef nú bara hlaupið einn eða í góðra vina hópi til að halda mér í formi en aldrei verið í neinum skipu- lögðum hlaupahópum sem mæla tíma og vegalengdir af miklum áhuga. Auk þess hef ég spilað golf sl. 15 ár án þess að vera nokkur dellukarl á því sviði. Keppnisandinn þar snýst einna helst um það að hitta og vera með góðum félögum. En skíðaferðir, hlaup og golf eiga ágætlega við mig og þetta eru þær íþróttagreinar sem ég ætla að rækta meira á næstu árum enda henta þær vel allri fjölskyldunni. Ég hef auk þess lengi haft áhuga á flestum íþróttum, einkum þó körfubolta og knattspyrnu, og er mikill Liverpool- aðdáandi.“ Fjölskylda Eiginkona Hermanns er Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir, f. 6.11. 1973, hársnyrtir. Foreldrar hennar eru Þorsteinn Bergmann Sigurðsson, f. 7.6. 1951, rafvirki að Húsafelli, og Anna María Eyjólfsdóttir, f. 11.8. 1952, framkvæmdastjóri í Hvera- gerði. Stjúpfaðir Steinunnar er Ólafur Reynisson, f. 26.1. 1952, mat- reiðslumaður í Hveragerði, en stjúpmóðir Steinunnar er Sigríður Snorradóttir, f. 28.12. 1962, fram- kvæmdasjóri á Húsafelli. Börn Hermanns og Steinunnar eru Thelma Hrund Helgadóttir, f. 4.12. 1997, nemi í Reykjanesbæ; Helgi Bermann Hermannsson, f. 16.3. 2002, og Anna María Her- mannsdóttir, f. 24.1. 2008. Albræður Hermanns eru Jóhann Þór Helgason, f. 1.3. 1979, flugvirki, búsettur í Garði; og Pétur Örn Helgason, f. 7.10. 1982, tollgæslu- maður í Keflavík Hálfbróðir Hermanns, samfeðra, er Jón Halldór Sigurðsson, f. 26.9. 1972, lögreglumaður í Keflavík Foreldrar Hermanns: Helgi Her- mannsson, f. 24.1. 1953, d. 4.5. 2005, stýrimaður í Keflavík, og Valdís Þórarinsdóttir, f. 20.4. 1953, sjúkra- liði í Keflavík. Í sumarfríi Hermann og Steinunn með þ́inghúsið í Búdapest í baksýn. Úr frændgarði Hermanns Helgasonar Hermann Helgason Ásta Guðjónsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Valtýr Brandsson sjóm. í Vestmannaeyjum Jóhanna Valtýsdóttir húsfr. í Keflavík Þórarinn Brynjar Þórðarson rennism. og vélvirki í Keflavík Valdís Þórarinsdóttir sjúkral. í Keflavík Kristjana Magnúsdóttir húsfr. í Keflavík Þórður Sigurðsson vélstj. í Keflavík Þuríður Guðmundsdóttir húsfr. á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Ólafur Pétursson útvegsb. á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Áslaug Ólafsdóttir húsfr. í Keflavík Hermann Helgason verkstj. í Keflavík Helgi Hermannsson stýrim. í Keflavík Ingibjörg Ísleif Halldórsd. húsfr. í Keflavík Helgi Eyjólfsson útgerðarm. í Keflavík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Jón Mýrdal, rithöfundur, fædd-ist 10.7. 1825 að Hvammi íMýrdal. Foreldrar hans voru Steinunn Ólafsdóttir og Jón Helga- son. Jón hugðist ganga til mennta en varð frá að hverfa vegna fátæktar. Hann fór til Reykjavíkur og nam trésmíði. Fljótlega fluttist hann norður í land og kynntist þar Guð- rúnu Rannveigu Jónsdóttur. Þau slitu samvistum eftir eitt ár en eign- uðust dótturina Kristínu Salóme. Guðrún Jóhannsdóttir, barnabarn Jóns, segir í minningarorðum um afa sinn er birtust í Morgunblaðinu 27.9. 1953 að þau hafi ekki átt skap sam- an, jafnframt hafi Jón „verið tilfinn- ingaríkur, draumlyndur og nokkuð ölkær. Guðrún amma var stórbrotin kona, sem áleit staðreyndir tryggari fótfestu en hugmyndaflug.“ Jón Mýrdal dvaldi í Kaupmanna- höfn um skeið, fluttist heim og ferð- aðist víða um land og starfaði við smíðar, m.a kirkjubyggingar. Hann var völundur og handbragð hans bar vott um listhneigð og vandvirkni. Penninn var sjaldan langt undan og mörg verkin urðu til á hefil- bekknum. Fjöldi verka liggur eftir hann, kvæði og skáldsögur auk nokkurra leikrita. Þekktasta verk hans er Manna- munur sem kom fyrst út 1872 og hef- ur verið endurútgefið reglulega síð- an. Hann ritaði einnig tvær skáld- sögur á dönsku þegar hann bjó í Kaupmannahöfn. Í dvöl sinni þar varð hann fyrir áhrifum ævintýra- bókmennta eins og glögglega sést í Mannamuni. Aðalpersónurnar eru málaðar sterkum andstæðum litum og gegna því hlutverki að vera góðar eða vondar. Æskuvinirnir Ólafur og Vigfús keppa um hylli sömu stúlk- unnar en bréfaskriftir hafa áhrif á gang mála. Heiti bókarinnar er lýs- andi fyrir inntak verksins. Verkið tekur mið af rómönsuhefð, er form- úlukennt og ber öll helstu einkenni vinsældabókmennta. Mannamunur hefur þó enn sinn sjarma sem líkja má við galdur sjónvarpsþáttanna Leiðarljóss. Jón Mýrdal lést 1899. Merkir íslendingar Jón Mýrdal 90 ára Bjarni Einarsson Sjöfn Jónsdóttir 85 ára Jóna Kristjana Jónsdóttir Jón Ó. Kjartansson 80 ára Erna Louise Nielsen Ólafur Eyberg Guðjónsson 75 ára Guðmundur Davíðsson Guðmundur Frímannsson Ingibjörg Björnsdóttir Jóna Margeirsdóttir 70 ára Hjörtur Egilsson Hjörtur Markússon Jón Björgvin Kjartansson Kolbrún Theódórsdóttir Sigurður Jónsson Sigurður Marinósson Sigurður Þ. Jakobsson Sigurður Þorsteinsson Þórdís Soffía Kjartansdóttir Þuríður Fjóla Pálmarsdóttir 60 ára Guðmundur Sævar Árnason Kristín Gísladóttir Ragnheiður Bogadóttir Sigurgeir Smári Harðarson Sigurþór Hólm Tryggvason Stefanía Sörheller Sveinbjörn Sveinbjörnsson Þórður Guðjón Halldórsson 50 ára Grazyna María Okuniewska Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir Högni Guðmundsson Kristín Anna Kristjánsdóttir Lovísa Ólafsdóttir Tony Michael Sparkes 40 ára Andri Sveinsson Elmar Þorbergsson Gunnlaugur Hrafnkell Ágústsson Jóhannes Sveinn Sveinsson Jónas Birgisson Katrín Óskarsdóttir Kjartan Orri Ingvason Kjartan Örn Þorgeirsson Steindór Birgisson Thelma Björk Árnadóttir Þórlaug Einarsdóttir 30 ára Adomas Bradunas Atli Kristófer Pétursson Benedikta Sörensen Valtýsdóttir Edda Ósk Einarsdóttir Jóhanna Katrín Jónsdóttir Sigrún Símonardóttir Valgerður Brynja Viðarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sindri ólst upp á Dísastöðum í Flóa, hefur búið í Reykjavík frá 2004, lauk prófum BSc-prófi í lífefnafræði og starfar við Landsbankann í Reykja- vík. Maki: Sigrún Steinsdóttir, f. 1985, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Börn: Baldur Steinn, f. 2010, og stúlka, f. 2015. Ḿ́óðir: Jóna Hannes- dóttir, f. 1949, fyrrv. kenn- ari á Selfossi. Sindri Freyr Eiðsson 30 ára Jón Páll ólst upp á Hellu, býr þar og starfar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda á Hellu. Maki: Inga Lára Ragnars- dóttir, f. 1991, hótelstarfs- maður. Börn: Ísabella Margrét Pálsdóttir, f. 2003, og Hin- rik Þór Pálsson, f. 2014. Foreldrar: Viðar Þór Ást- valdsson, f. 1965, og Jó- hanna Ósk Pálsdóttir, f. 1966. Jón Páll Viðarsson 30 ára Jón Emil ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur, lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Princeton University og er að hefja störf við Stokk- hólmsháskóla og Nordita stofnunina í Stokkhólmi. Maki: Dórótea H. Sigurð- ardóttir, f. 1986, bygg- ingaverkfræðingur. Foreldrar: Valgerður Jónsdóttir, f. 1958, og Guðmundur Emilsson, f. 1951. Jón Emil Guðmundsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.