Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Hágæða kristalglös frá Þýskalandi
Við bjóðum Spiegelau í fallegum
gjafaöskjum sem er tilvalin
brúðkaupsgjöf.
• Rauðvínsglös
• Hvítvínsglös
• Kampavínsglös
• Bjórglös
• Karöflur
• Fylgihlutir
• Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn
velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra
• Platinumlínan okkar er mjög sterk og
þolir þvott í uppþvottavél
Spiegelau er ekki bara glas
heldur upplifun
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18
Í erlendum tónlistarmiðlum hafa að
undanförnu birst lofsamlegir dómar
um einleiksdisk Hlífar Sigurjóns-
dóttur fiðluleikara, Dialogus. Á
disknum leikur Hlíf verk eftir Jónas
Tómasson, Rúnu Ingimundar, Kar-
ólínu Eiríksdóttur, Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson, Alfred Fielder og
Merrill Clark.
Gagnrýnandi nýjasta heftis Fan-
fare segir disk Hlífar fullan af
ánægjulegri tónlist sem verðskuldi
að heyrast. Hann fjallar um öll verk-
in og bætir við að Hlíf móti tónana
afar vel og að hann njóti þess sér-
staklega að upplifa samruna tónlist-
ar og hinnar norrænu náttúru í upp-
tökunum, sem hann mælir með við
alla unnendur fiðluleiks og náttúru.
Gagnrýnandi Voix des arts segir
einhverja mestu ánægjuna við að
fjalla um tónlist vera að heyra óvænt
ókunnuglega efnisskrá sem eftir ein-
ungis eina hlustun hefur ekki bara
kynnt áður óþekkta listamenn held-
ur einnig auðgað skilninginn á
möguleikum þegar dáðs hljóðfæris.
„Hlíf Sigurjónsdottir er ekki að-
eins heimsklassa fiðluleikari heldur
birtist hún einnig í þessum hljóðrit-
unum sem einstaklega hæfi-
leikaríkur uppfræðari,“ skrifar rýn-
irinn og bætir við að Hlíf leiki með
öryggi ferðalangs sem hefur áfanga-
staðinn alltaf fyrir augum.
Á vefnum Infodad.com fær disk-
urinn þrjár stjörnur af fjórum. Rýn-
irinn segir verkin flutt „af umtals-
verðum hæfileikum af einleikara
sem kann að draga fram hina áhuga-
verðu þætti verkanna“. Hann mælir
með því að hlýtt sé á eitt verk af
diskinum í einu, svo áheyrendur geti
betur tekið inn ólík verkin.
Rýnir Gapplegate Music Review
segir Hlíf bjóða upp á heillandi efn-
isskrá sex samtímaverka. Hvert
verk búi yfir túlkunarþrautum sem
Hlíf leysi með „ljóðrænum þokka og,
þar sem þörf er á, umtalsverðri
tæknigetu“.
Hlíf leysir þrautir
af ljóðrænum þokka
Fiðluleikarinn Leik Hlífar
Sigurjónsdóttur er hrósað.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Þetta er í raun svolítið skrítin
blanda af músík. Þarna er pönkslag-
ari og rólegri ballaða. Svo má líka
finna elektrónískt demólag,“ segir
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson,
einn meðlima hljómsveitarinnar
Fufanu, um EP-plötuna Adjust to
the Light sem kom út á dögunum.
Platan er fyrsta heildstæða verk
sveitarinnar eftir að hún tók tals-
verðum stakkaskiptum og breytti
meðal annars um nafn, úr Captain
Fufanu yfir í Fufanu.
Nýir meðlimir bæst í hópinn
„Þegar við vorum Captain Fufanu
gerðum við elektróník. Það gerðist
síðan eitthvað árið 2013 og við fórum
að gera svolítið öðruvísi tónlist.
Eletróníkin var orðin svolítið rokk-
uð. Það gerðist í raun bara óvart. Við
þurftum þá í raun bara að aðskilja
okkur skýrt og skorinort frá Captain
Fufanu-verkefninu,“ segir Hrafnkell
en hann og Guðlaugur Halldór Ein-
arsson stofnuðu kafteininn árið 2008.
Sveitin hefur síðan þá tekið gríð-
arlegum stakkaskiptum, nýir með-
limir bæst í hópinn og aðrir farið, og
í dag skipa fimm meðlimir Fufanu.
„Við erum með Erling Bang á
trommum, Einar Helgason í elektró-
níkinni og Karl Torsten Ställborn úr
Muck er síðan á gítar ásamt Guð-
laugi. Það eru í raun þessir nýju
meðlimir sem gera verkefnið mögu-
legt. Demóið „City Lights“, sem
finna má á þessari EP-plötu, sýnir í
rauninni svolítið hvað við getum gert
án hljóðfæraleiksins. Svo þarf bara
ákveðinn aukakraft til þess að lyfta
þessu upp í hinum lögunum,“ segir
hann.
Spila á Pohoda í Slóvakíu
Hljómsveitin hélt í gær af stað til
Slóvakíu þar sem hún mun koma
fram á tónlistarhátíðinni Pohoda.
Hrafnkell kveðst einkar spenntur
fyrir tónleikunum en segir hópinn
því miður verða vængbrotinn á svið-
inu.
„Pohoda er stórmerkileg hátíð.
Kalli fer því miður ekki með okkur
þar sem hann verður með Muck á
Eistnaflugi. Við erum þó búnir að
undirbúa það eitthvað. Annars
leggst þessi ferð mjög vel í okkur og
við erum mjög spenntir. Við spil-
uðum einnig á Rock Werchter í
Belgíu um síðustu helgi, fórum
óvænt þangað inn með viku fyr-
irvara. Það var alveg geggjað. Við
áttum eiginlega engan veginn von á
því hversu magnaðir þeir tónleikar
voru. Ég vona að þetta verði eins í
Slóvakíu. Fjölmiðlarnir úti hafa alla-
vega tekið vel í þetta, þeir mæla með
okkur. Það verður því vonandi bara
gaman,“ segir hann og bætir við að
sveitin muni flytja lög af EP-
plötunni sem og breiðskífunni Few
More Days To Go sem von er á með
vetrinum.
„Við munum flytja tvö hressari
lögin af EP-plötunni á tónleikunum,
svo verða tekin lög af stóru plötunni,
þau fylla upp í lagasettið. Sú plata
kemur út í október,“ segir Hrafnkell
en Fufanu gefur út undir formerkj-
um útgáfufyrirtækisins One Little
Indian.
„Það gengur mjög vel hjá One
Little Indian. Það væri örugglega
ekki hægt að gera þessa músík ann-
ars staðar. Það er fullt frelsi þarna,
þetta er ekki eitthvert „major label“
sem stjórnar því hvað fer á plötuna
og hvað ekki,“ segir hann.
Stefna á tónleika í ágúst
„Við stefnum síðan að því að reyna
að gera eitthvað hérna heima á Ís-
landi í ágúst, það er reyndar ekkert
slegið með það. Airwaves-hátíðin er í
raun það eina sem er bókað hjá okk-
ur. Við vorum reyndar með óhefð-
bunda tónleika í síðustu viku á Bost-
on. Þegar við spilum hérna heima á
þá virðist það einhvern veginn alltaf
koma upp óvænt. Við erum þó eins
og áður segir að reyna að skipu-
leggja eitthvað í ágúst,“ segir Hrafn-
kell.
„Við stefnum síðan að því að fylgja
stóru plötunni eftir þegar hún kem-
ur út. Það er ekkert ljóst hvert við
förum, við vitum ekkert þessa dag-
ana. Við bíðum bara spenntir eftir
því að fá að gefa hana út, það liggur
við að maður telji niður dagana,“
segir hann en þess má geta að fyrsta
singulinn af þeirri plötu, „Circus
Life“, auk fleiri tóndæma, má nálg-
ast á vefsíðunni youtube sem og vef-
síðu sveitarinnar fufanu.net.
Fufanu drap kafteininn fyrir rokkið
Hljómsveitin Fufanu gaf nýlega út EP-plötuna Adjust to the Light og von er á breiðskífu í oktbóber
Sveitin lék nýverið á hátíðinni Rock Werchter og hélt til Slóvakíu í gær til að koma fram á Pohoda
Kvintett Hljómsveitin Fufanu varð til úr elektrótvíeykinu Captain Fufanu sem Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson stofnuðu
árið 2008. Einar Helgason, Erling Bang og Karl Torsten Ställborn hafa síðan bæst í hópinn sem spilaði meðal annars á Rock Werchter um síðustu helgi.
Ljósmynd/Lewis Allman