Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 40

Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Hljómsveitin GusGus og Reykjavík Dance Productions flytja verkið Á vit … þrisvar sinnum í júlí í Norð- urljósasal og opnum rýmum Hörpu og er fyrsti flutningur á morgun kl. 20 og svo 14. og 22. júlí á sama tíma. Verkinu er lýst sem framandi ferðalagi skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma. Á vit … var frum- flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrir þremur árum og hefur verið flutt víða erlendis. Verkið flytja Ásgeir Magnússon, Aðalheiður Halldórs- dóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hannes Egilsson, Cameron Corbett, Þyrí Huld Árnadóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Högni Egilsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Urður Hákonardóttir og Sigríður Guð- laugsdóttir. Morgunblaðið/Eggert GusGus Daníel Ágúst og Högni á tónleikum GusGus á Secret Solstice í júní sl. Á vit … flutt þrisvar í Hörpu í júlí Tónlistarkonan Kría Brekkan, réttu nafni Kristín Anna Valtýs- dóttir, heldur tónleika í menningar- húsinu Mengi í kvöld kl. 21, flytur frumsamin lög á píanó og mögu- lega sitthvað fleira í minningu um kanínuna Myrkur sem lést fyrr í sumar, eins og segir í tilkynningu. Kristín flytur verk af plötu sem hún hefur verið að vinna að og kemur út í árslok á vegum Bel Air Glamour og Vinyl Factory. Kristín heldur svo til Bandaríkj- anna þar sem hún mun syngja og leika í sviðsverki eftir myndlist- armanninn Ragnar Kjartansson, í samstarfi við Gyðu tvíburasystur sína og tvíburabræðurna í hljóm- sveitinni The National. Verkið er opnunarverk tónlistarhátíðarinnar Eaux Claires sem Bon Iver og fé- lagar standa fyrir í Wisconsin, að því er fram kemur í tilkynningu. Heldur tónleika í Mengi og syngur og leikur í nýju sviðsverki Ragnars Kría Brekkan Heldur tónleika í Mengi í kvöld í minningu kanínu. Bandaríski rapparinn Snoop Dogg heldur mikla teiti í Laugardalshöll 16. júlí nk., sk. Snoopadelic partí, og mun rapparinn Blaz Roca, réttu nafni Erpur Eyvindarson, gefa miða í teitina í kvöld á skemmtistöðunum Prikið og Aust- ur. Plötusnúðar staðanna munu leika lag með Snoop og eftir að laginu lýkur mun Blaz gefa þeim gestum miða í teitina sem fyrstir nálgast hann. Fjöldi ís- lenskra tónlist- armanna hitar upp fyrir Snoop í Laugardalshöll, m.a. Blaz Roca og Herra Hnetu- smjör, Úlfur Úlf- ur ásamt Agent Fresco, DJ Gísli Galdur og einnig koma fram leynigestir, íslenskir og erlendir. Blaz gefur miða á teiti Snoop Dogg Snoop Dogg Menningarvefsíðan Hyperallergic birti í fyrradag grein um leit myndlistarmannsins Snorra Ás- mundssonar að líki fyrir mynd- bandsverk sem hann hyggst gera. Verkið á rætur að rekja aftur til ársins 2008 og vakti leit Snorra þá að líki bæði bæði athygli og hneykslan í íslensku samfélagi og var fjallað um það í fjölmiðlum. Í kjölfar efnahagshrunsins ákvað Snorri að setja verkið á ís en auglýsti mánudaginn sl. á ný eftir líki á Facebook-síðu sinni. „Ef þú ert að deyja væri ég til í að fá líkamlegar leifar þínar lánaðar eftir að þú deyrð. Líkinu verður skilað til útfararstjóra í „sama“ ástandi,“ skrifaði Snorri. Í samtali við mbl.is sama dag sagðist Snorri vilja gera verkið í samstarfi við hinn látna og ekki síst vegna virðingar fyrir honum og fjölskyldu hans. „Þetta er dansverk, ég ætla að dansa við líkið,“ sagði Snorri, spurður að því hvernig líkið yrði notað í verkinu. Viðtalið við Snorra má finna á mbl.is undir fyrirsögninni „Ég ætla að dansa við líkið.“ Fjallað um leit Snorra að líki Snorri Ásmundsson Ted 2 12 Kjaftfori og hressi bangsinn Ted er snúinn aftur. Metacritic 48/100 IMDB 7,1/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.15, 20.00, 22.30 Háskólabíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Terminator: Genisys 12 Árið er 2009 og John Con- nor, leiðtogi uppreisnar- manna, er enn í stríði við vél- mennin. Hann óttast framtíðina þar sem von er á árásum bæði úr fortíð og framtíð. Metacritic 39/100 IMDB 7,1/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Albatross 10 Tómas er ungur maður sem ákveður að elta ástina sína vestur á firði. Hann leggur framtíðarplön sín á hilluna og ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Morgunblaðið bbbmn Háskólabíó 20.00, 22.30 Inside Out Ung stúlka flytur á nýtt heimili og tilfinningar hennar fara í óreiðu. Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.30, 15.10, 15.40, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.50 Entourage 12 Metacritic 38/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.10 Jurassic World 12 Á eyjunni Isla Nublar er nýr garður, Jurassic World. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 59/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.35 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.20, 23.00 Smárabíó 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Spy 12 Susan Cooper er hógvær starfsmaður CIA og hug- myndasmiðurinn á bak við hættulegustu verkefni stofn- unarinnar. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Smárabíó 20.00, 22.40 Mad Max: Fury Road 16 Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyði- leggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fá- máll og fáskiptinn bardaga- maður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 San Andreas 12 Jarðskjálfti ríður yfir Kali- forníuríki og þarf þyrlu- flugmaðurinn Ray að leggja á sig erfitt ferðalag til að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Hrútar 12 Bræðurnir Gummi og Kiddi hafa ekki talast við áratug- um saman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land til styrktar langveikum börnum. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 17.30 Leviathan Bíó Paradís 17.00 Fúsi Bíó Paradís 18.00 Girlhood Bíó Paradís 20.00 The Arctic Fox- Still Surviving Bíó Paradís 20.00, 21.00 Gett: The Trial of Viviane Amsalem Bíó Paradís 22.00 París norðursins Bíó Paradís 22.00 Blind Bíó Paradís 22.15 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Þrjú ár eru liðin síðan Mike hætti í nekt- ardansinum á hátindi ferilsins. Hann og félagar hans í Kings of Tampa halda nú í ferðalag til Myrtle Beach til að setja á svið eina flotta sýningu í viðbót. Metacritic 60/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 15.00, 17.30, 17.30, 20.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Magic Mike XXL 12 Dina hefur fengið yfirskilvitlega hæfileika móður sinnar í vöggu- gjöf og þegar móðir hennar lendir í fangelsi verður hún sjálf að koma erfingja krúnunnar til bjargar. Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Skammerens Datter 12 Skósveinarnir eru hér mættir í eigin bíómynd. Í gegnum tíðina hafa þeir gegnt mikilvægu hlutverki, að þjóna metnaðarfyllstu skúrkum allra tíma, en eru nú orðnir þreyttir á nýja stjóra sínum. Metacritic 63/100 IMDB 7,0/10 Laugarásbíó 16.00, 16.00, 18.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 13.30, 13.30, 15.40, 15.40, 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 15.30, 17.45, 17.45, 17.45, 20.00 Háskólabíó 17.30, 17.30 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Minions

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.