Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 13
* Fólk fer miklu heldur í leikhús enkirkju og þekkir kannski leikhúsbókmenntirnar betur en Biblíuna. hefur til dæmis enga löngun til að ferðast frá verkinu eða færa upp eigin útgáfu. Það á að frumflytja leikverk og hann vill komast eins nálægt því og hægt er. Mér er því óhætt að treysta manninum. Samt er þetta ekki spurning um gagnkvæma virðingu því virðing þýðir svo oft: Ekki segja mér satt. Það er hins vegar markmið að allir haldi reisn. Að ég fái að halda reisn og leik- ararnir líka. Að ég trúi því þegar þeir segja að það sé erfitt eða skrítið að segja eitthvað. Svo berast líka bara sum hljóð illa og verða einkennileg á sviði.“ Tyrfingur hefur orð á því að það séu fleiri farnir að skrifa leikrit en oft áður og hann haldi að það hafi eitthvað með áhorfendur að gera. Hugsanlega sé sökin sú hversu gott það er að kannast við sig og þurfa ekki endalaust að vera að setja sig í spor viktoríumanna eða persóna úr gömlum bókum. „Áhorfendur eru vel menntaðir. Íslend- ingar fara svo mikið í leikhús að maður þarf að hafa sig allan við til að halda í við þá. Íslendingar ferðast margir til út- landa og sækja leikhúsin þar, eru farnir að þekkja formið svo vel. Þá leyfist manni meira. Ég get treyst áhorfendum algerlega. Flestir hafa þeir séð fleiri leik- sýningar en ég, hugsa ég. Svona skólaðir áhorfendur eru mjög læsir og bjóða upp á meiri nýjungagirni.“ Þrjár vikur frá síðustu smá- skilaboðum Aðhyllistu einhverjar ákveðnar aðferðir við vinnuna eða sprautast þetta bara úr þér? „Æi, þetta kemur allt eins og spýja en ég var að breyta til um daginn. Ég hef alltaf átt erfitt með að vera með vinnu- bók á mér. Mér finnst það eitthvað svo tilgerðarlegt þegar fólk situr á bekk og skrifar í roki, þannig að ég hef verið að senda sjálfum mér sms. En það er svo einmanalegt, þannig að ég er nýfarinn að ganga um með bók, er bara stoltur af því og nenni ekki lengur að pikka í sím- ann. Það eru þrjár vikur síðan ég sendi mér sms. Lífið er praktískt auðveldara með þessu móti. Ég var lengi að senda sms, notaði mikið af skammstöfunum og skildi svo kannski ekki skilaboðin þegar ég kom heim.“ Tyrfingur talar um að leikhúsið standi sterkt. Fólk sé smám saman hætt að fara í kvikmyndahús en leikhúsin eru þvert á móti í sókn. Leikhúsið hefur ein- hverjar trúarlegar tengingar, að hans viti. „Fólk klæðir sig upp og það dettur til dæmis engum í hug að vera í símanum í leikhúsi. Þetta er að verða svona það næsta sem við eigum við trú. Fólk fer miklu heldur í leikhús en kirkju og þekk- ir kannski leikhúsbókmenntirnar betur en Biblíuna.“ Óskað er eftir leikstjórum Áður en Tyrfingur er kvaddur er hann spurðu hvort eitthvað hafi kannski gleymst að nefna. „Það vantar leikstjóra“, svarar hann eftir að hafa yfirvegað málið. „Ég myndi vilja að fleira ungt fólk, á mínum aldri og yngra, færi að læra leikstjórn í út- löndum. Eða bara að það tæki að sér að leikstýra. Það er skortur. Við höfum nóg af leikurum og nokkra sem eru að skrifa, eins og Kristínu Eiríks og Sölku Guð- munds, en það vantar leikstjóra á þrí- tugsaldri – meira að segja á fertugsaldri. Það á einhver að drífa sig að fara að læra að vera leikstjóri í Rússlandi eða Póllandi.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Tyrfingur er leikskáld Borgar- leikhússins. Hann vann til Grímuverðlauna í fyrra fyrir verk sitt Bláskjá og skrifar nú leikverk um starfsemi á úr sér genginni auglýsingastofu. 19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.