Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Ferðalög og flakk Tímaritið Travel+Leisure valdi á dögunum höfuðborg Colorado, Denver, eina bestu borg Bandaríkjanna til að ferðast til á haustin. Denver þykir einkar falleg í haustlitunum og jafnvel hvað fallegust í byrjun október. Haustdýrðarinnar er til að mynda gott að njóta frá Cherry Creek-hjólastígnum eða á göngu meðfram High Line Canal eða skreppa enn lengra út í náttúruna í fræga nærliggjandi þjóðgarða og þá má ekki gleyma að borgin er við rætur Klettafjalla. Þeir sem vilja halda sig innan borgarmarka ættu að skoða gullfallegan grasa- garð þeirra; Denver Botanic Gardens. Þá er Denver fræg fyrir nokkrar bjórhátíðir á haustin ef fólki finnst ómissandi að taka þátt í októberfest og þykja þær stórskemmtilegar. Þær eru Denver Októberfest, Denver bjórhátíðin og The Great Am- erican Beer Festival þar sem boðið er upp á 2.000 bjórtegundir frá meira en 400 bruggurum. Þá er gaman að skoða brugghús innfæddra sem eru þónokkur. LITADÝRÐ OG BJÓR Í DENVER EKKI HITABYLGJA OG FÆRRI FERÐAMENN Útlenskt haust ÞEGAR HITABYLGJUR ERU YFIRSTAÐN- AR OG FERÐAMÖNNUM FÆKKAR GETUR VERIÐ DÁSAMLEGT AÐ FERÐAST ERLENDIS. EKKI BARA ER LOFTSLAGIÐ BÆRILEGRA OG MEIRA PLÁSS TIL ATHAFNA HELDUR ERU MÖRG SVÆÐI ENN FALLEGRI Í HAUSTLITUNUM EN Í SKÆRUM SUM- ARTÓNUM. NOKKRIR STAÐIR ERU FRAMÚRSKARANDI SKEMMTILEGIR TIL AÐ EYÐA NOKKRUM DÖGUM Á Á HAUSTMÁNUÐUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Toskana-héraðið á Ítalíu kemur gjarnan upp í helstu ferðatímaritum heims þegar fjallað er um bestu áfangastaði að hausti. Aðalferðamannatíminn er þá liðinn, það er enn heitt og í loftinu er dásamlegur ilmur af rauðvíni og berjum. Víða má rekast á hátíðir tileinkaðar vínberjauppskeru og bændastemningu og það er stórkostlegt að vera á ferðinni í september þegar bændur eru í óðaönn að framleiða vín sín úr vínberjauppskeru sumarsins. Af slíkum hátíðum má þar til dæmis mæla með Chianti-hátíðinni sem fer fram í litla þorpinu Impruneta, litlu þorpi milli Flórens og Chianti-svæðisins en hátíðin fer fram síðasta sunnudaginn í septembermánuði. Á hátíðinni býðst gestum að smakka yfir 800 víntegundir og er dans, tónlist og gleði ríkjandi en innfæddir klæðast sérstökum hátíðarbúningum í miðaldastíl. Sama gildir um ólífuolíugerðina en til að verða vitni að henni er betra að vera á ferð í nóvember en á sumum stöðum er boðið upp á að fólk geti tekið þátt í olíugerðinni. Þrátt fyrir að flestir tengi Toskana-héraðið fyrst og fremst við ólífuolíu og vín má ekki gleyma kastaníuhnetunum. Þó þær sé flestar að finna á einkalóðum eru þær svo fallegar að það nægir mörgum að njóta þess. Ef fólk vill komast nær þeim er tilvalið að fara í ferð til Monte Amiata þar sem hægt er að finna til dæmis bændabýli sem leyfa fólki að tína hnetur til að eiga. Á haustin er huggulegt að gista í nokkrar nætur í hinum ævaforna smábæ Fie- sole og Siena. Vitaskuld á enginn sem heimsækir Toskana-héraðið að láta sjálfa Flórens framhjá sér fara. KASTANÍUHNETUR Í TOSKANA Eitt fallegasta svæði Englands er gjarnan talið vera Cotswolds, með sínum fallegu, litlu bæjum og þorp- um. Á sumrin getur ferðamanna- fjöldinn virst yfirþyrmandi en á haustin hefur værð aftur færst yfir gömlu þorpin, engin hitabylgja sem slævir og haustlitirnir guðdómlegir. Það er auðvelt að keyra frá Lond- on út í Cotswolds-náttúruna, sem er í um 90 mínútna fjarlægð í vestur með bíl eða lest. Rough Guides ferðatímaritið valdi Cotswolds besta stað Bretlands til að heimsækja á haustin. Staðurinn er einkar rómantískur og býður upp á kyrrð og ró. Þannig má rölta á milli sveitakráa og lítilla kaffihúsa, gæða sér á heitu tei og kexi dvelja nætur hér og þar á litlum gistiheimilum. Bændamarkaði má finna víða með fallegum vörum og svo er haustið í Cotswolds í öllum regnbogans mögulegum litum. Meðal skemmtilegra þorpa á svæðinu má nefna Stanton, Stanway og Snowhill. Þá er Robinswood Hill Country Park í Gloucester dásam- legt útivistarsvæði sem býður oft upp á ýmsa afþreyingu fyrir börn. ENSK SVEITARÓMANTÍK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.