Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Matur og drykkir Þ að var kátt á hjalla í Graf- arvoginum þegar saman komu læknar framtíð- arinnar sem allar sitja í stjórn Lýðheilsufélags Lækna- nema. Miðað við áhugann á faginu verða landsmenn í góðum höndum þegar þær fara út á vinnumark- aðinn því umræðurnar snerust all- ar um blóð, aðgerðir, lyfjagjafir, hægðatregðu og fleira sem kannski heyrist ekki í venjulegum sam- kvæmum ungra kvenna. Líður stundum yfir læknanema Átta af þeim tíu sem í stjórninni eru mættu í eftirréttaboðið sem ein úr hópnum, Elísabet Daðadóttir, sá um að halda en gestir voru þær Hallbera Guðmundsdóttir, Íris Kristinsdóttir, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Anna Kristín Gunn- arsdóttir, Sandra Seidenfaden, Arna Björt Bragadóttir og Jó- hanna Dröfn Stefánsdóttir. Eftir að hafa skálað í bláberja-mojito var sest til borðs. Við hliðina á kökum og kræsingum lágu bæklingar frá blóðbankanum og snerist nú um- ræðan um blóð. Þær ræddu hvort þær vildu fara í skurðlækningar eða lyflækningar. Ein sagði að sér liði hálfilla þegar hún sæi blóð eða væri viðstödd aðgerð og ætlaði pottþétt í lyflækningar. „Mér finnst blóð fallegt,“ sagði Anna Kristín þá alvarlega og þær hlógu- allar. Þá var farið yfir hluti eins og að falla í yfirlið sem gerist stund- um og þykir ekkert skammarlegt. „Ég held að læknum finnist bara fyndið ef það líður yfir læknanem- ann,“ sagði ein og hláturinn hélt áfram. Minnisreglur fyrir lyfjagjafir Stjórnin hittist einu sinni í mánuði að jafnaði til að fara yfir lýðheilsu- mál, en þær sjá um Bangsaspít- alann á haustin og um blóð- gjafamánuð í Háskóla Íslands sem er árlega í marsmánuði. Þar fyrir utan skipuleggur félagið málþing um málefni sem ofarlega eru á baugi í samfélaginu og efndu til dæmis til slíkra þinga um bólusetn- ingar í vetur, sem og kærumál í heilbrigðiskerfinu. Þær gera sér glaðan dag annað slagið með mat- arboðum og eru þá stundum með þema. Síðast komu þær í bún- ingum sem áttu annaðhvort að vera lyf eða sjúkdómar og voru þar ýmsir áhugaverðir búningar á ferð. „Það var mjög skrautlegt boð,“ segir Guðrún. „Við ræddum minn- isreglur sem gott er að nota til að rugla ekki saman lyfjum. Til dæm- is immovane og immodium. Það er algengt að rugla þessu saman en annað er svefnlyf og hitt er mjög stemmandi. Ekki gott að gefa svefnlyf þeim sem eru með nið- urgang!“ segir Guðrún. „Arna Björt benti okkur á að hún myndi þetta þannig að immovane er fyrir vansvefta,“ segir hún. Yfir þessum pælingum gæddu þær sér á eft- irréttunum sem runnu ljúflega nið- ur með bláberja-mojito og Baileys. STJÓRN LÝÐHEILSUFÉLAGS LÆKNANEMA Eftirréttahlaðborð lækna framtíðarinnar ÁTTA UNGAR KONUR Í STJÓRN LÝÐHEILSUFÉLAGS LÆKNANEMA HITTUST EINA KVÖLDSTUND OG GÆDDU SÉR Á EFTIRRÉTTUM. UMRÆÐUR SNERUST UM BLÓÐ, KRUFNINGAR OG YFIRLIÐ LÆKNANEMA. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 2⁄3 pakki af LU bastogne- kexi ½ l rjómi 500 g vanilluskyr frá KEA flórsykur eftir þörfum og andlegu ástandi 250 g frosin hindber smásykur rifið suðusúkkulaði til skrauts Takið frá helminginn af hind- berjunum og sjóðið í mauk í smávatni og sykrið eftir smekk. Myljið kexið og setjið í botninn á fatinu sem bera á kökuna fram í. Þeytið rjómann. Þeytið saman skyr og flórsykur í annarri skál. Blandið rjómanum varlega saman við skyrið og setjið kexmulninginn ofan á. Hellið berjamaukinu yfir kökuna og notið berin sem eru eftir í skreyt- ingu. Rífið að lokum suðusúkkulaðið og dreifið yfir kökuna. Skyrkaka blóðgjafans 1 Mexíkóostur 1 Paprikuostur 1 Bóndabrie 1 dós létt majones 1 rauð paprika rauð og græn vínber eftir smekk Skerið ostana í litla bita og blandið saman við majonesið. Skerið paprikuna smátt og vínberin í helminga og bætið út í. Hrærið vel í salatinu. Gott að láta standa í ísskápnum í nokkrar klst. áður en borið er fram. Salatið er líka gott með púrrulauk og/eða ananasi út í. Má skreyta með jarðarberjum og vínberjum. Ostasalat 6 eggjarauður 6 msk. sykur 500 g mascarpone-ostur ½ dl tía maría líkjör 1 msk. koníak 6 eggjahvítur 2-3 pakkar Lady fingers kökur smávegis sterkt kaffi kakó og suðusúkkulaði til skrauts Þeytið eggjarauður og sykur mjög vel. Setjið Mascarpone-ost varlega út í. Smakkið með líkjörum. Stífþeytið eggjahvítur og blandið saman við. Raðið kökunum þétt í botn á formi og bleytið með kaffi. Setjið síðan krem yfir, svo aftur kökur, kaffi og krem að lokum. Skreytið með rifnu suðusúkkulaði og sigtuðu kakói. Mömmu-tiramisu Súkkulaði- trufflur 100 g suðusúkkulaði 200 g 70% súkkulaði 3 dl rjómi 50 g ósaltað smjör 1-2 msk. butterscotch-líkjör kakóduft eftir þörfum Saxið súkkulaðið og setjið í skaftpott með rjóma og smjöri. Hitið saman við vægan hita og hrærið í. Takið pottinn af hellunni þegar blandan er orðin slétt og samfelld. Látið kólna í nokkrar mínútur, hrærið líkjörn- um út í. Hellið í skál og látið standa í ísskáp í 2-3 klst. Mótið kúlur með teskeið og veltið vandlega upp úr kakói. Raðið á smjörpappírsklædda bökunar- plötu, sem svo er geymd í kæli. 200 g smjör 200 g púðursykur 200 g hveiti 170 g haframjöl 1 tsk. lyftiduft 1 egg Í deigið má setja fræ og hnetur og sultu eftir smekk – rabarbarasulta er góð, hér var henni blandað til helminga með bláberjasultu. Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt í hrærivélarskál og hrærið saman. Skiljið hnefafylli af deigi eftir en þrýstið afganginum ofan í vel smurt mót. Smyrjið sultunni ofan á og myljið restina af deiginu ofan á. Bakið í u.þ.b. 25-30 mín. Best er að baka hana eins lítið og maður kemst upp með. Eldheitur einleikur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.