Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 34
Tíska Morgunblaðið/Heiddi *Sniðugt ráð til þess að mýkja varirnar ogfjarlægja dauðar húðfrumur er að hreinsavarirnar með barnatannbursta. Þá ereinnig hægt að útbúa heimatilbúinnskrúbb úr sykri og kókosolíu og nudda þvímeð mjúkum hárum barnatannburstans ávarirnar og gera þær þannig silkimjúkar og náttúrulega gljáandi. Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Já, ætli besta ráðið sé ekki að kíkja á hvar flíkurnar eru framleiddar áður en að ég kaupi þær. Mér finnst líka betra að eiga fá- ar, endingargóðar flíkur heldur en mikið af fötum sem endast stutt. Átt þú þér einhverja tískufyrirmynd? Ef ég ætti að nefna eina tískufyrirmynd þá væri það hún amma mín, Sigurlaug Jónsdóttir. Hún er stórglæsileg og alltaf í flottum fötum. Maður tekur sérstaklega eftir því þegar amma manns er nettari en maður sjálfur í fjölskylduboðum. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Ég held mjög mikið upp á hermanna- græna kjólinn minn frá Isabel Marant, ég er búin að nota hann mjög mikið og ekki ennþá orðin leið á honum. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Ætli það sé ekki gráa WoodWood-kápan mín. Ég keypti hana fyrir ca. 3 árum á útsölu í WoodWood-búðinni í Kaup- mannahöfn. Hún er klárlega mest notaða flíkin í fataskápnum. Hverju er mest af í fataskápnum? Jökkum … Ég er svolítið jakkasjúk. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Mér finnst í rauninni hvert tískutímabil hafa sinn sjarma – en ég ætla að segja 1920 út af öllum fallegu „flapper“- kjólunum sem voru þá í tísku. Hvað heillar þig við tísku? Mér finnst þetta svolítið erfið spurning, einu sinni „meikaði tískan miklu meira sense“ heldur en hún gerir í dag. Breytingarnar í sam- félaginu voru miklu hægari og tískan var algjörlega í takt við tíðarandann. Núna gerist allt svo hratt, stóru tískuhúsin hanna um þrjár mismunandi línur á ári hverju og breyting- arnar þurfa að vera greinilegar svo að kúnninn sé alltaf tilbú- inn að fjárfesta í nýjum flík- um. Svo að mér finnst tískan skemmti- leg að því leyti að hún endur- speglar tíðarandann frá fyrri tím- um svo vel, maður getur horft á bíómyndir og fengið miklu betur á tilfinninguna hvernig allt var á þeim tíma sem myndin á að ger- ast á út af tískunni. Ég heillast samt alltaf af fall- egum og vönduðum flíkum og þegar fólk er með sinn eigin stíl og þorir að vera það sjálft. Hvert sækir þú innblástur? Ég sæki mestan innblástur í æskuminningar eða umhverfið í kringum mig. Eitthvað sem stendur nálægt mér á þeim tímapunkti þegar ég er í hönnunarferlinu. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Haha já, alveg fullt af þeim, ég hef oft verið að skoða myndir og sprungið úr hlátri yfir fötunum sem að ég var í. En það er bara fyndið, maður má ekkert vera að taka lífið neitt of alvarlega. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Já þeir eru alveg nokkrir, Chitose Abe sem er stofnandi og eigandi Sacai, Paul Smith, Isabel Marant og svo er ég líka mjög hrifin af Acne. AMMA ER ALLTAF STÓRGLÆSILEG Sóley Jóhannsdóttir fjárfesti í þessari fallegu kápu frá WoodWood í Kaupmanna- höfn fyrir þremur árum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvert tísku- tímabil hefur sinn sjarma SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU OG STEFNIR Í STARFSNÁM HJÁ BRESKA TÍSKU- HÚSINU PAUL SMITH Í HAUST. SÓLEY SEGIST VERA JAKKASJÚK OG HEILLAST AF FALLEGUM OG VÖNDUÐUM FLÍKUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Uppáhaldsflík Sóleyjar er hermanna- græni kjóllinn hennar frá Isa- bel Marant. Einn af eftir- lætishönnuðum Sóleyjar er Paul Smith. Tískan um 1920 var ein- staklega skemmtileg. Hreinsa varirnar með barnatannbursta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.