Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Side 39
Sovétríkin og lepplönd þess. Eftir fall múrsins hafa flest þau lönd gengið til liðs við NATO. Hvaða frið í álf- unni sem NATO hafði tryggt frá stofnun sinni tryggði ESB? Hverjir höfðu farið að fljúgast á án þess? Fljótlega eftir að Tito marskálkur lést leystist Júgó- slavía upp og allt fór í bál og brand á þeim hluta Balk- anskagans. Sjálfsagt má orða það svo, að Titó hafi tryggt frið á því svæði um sína daga. Og það er vitað hvernig það var gert. En nú splundraðist Júgóslavía og blóðið rann í stríð- um straumum í þessum bakgarði Evrópusambandsins. Leiðtogar þess héldu margan fundinn, en hreyfðu sig lítt að öðru leyti, þrátt fyrir áskoranir Bandaríkja- manna. Loks gátu þeir ekki lengur horft upp á aum- ingjadóminn og höfðu forystu um að NATO skakkaði þennan ljóta leik. Norska nóbelsverðlaunanefndin gerði sig nýverið að kjána í annað sinn á skömmu skeiði, þegar hún veitti ESB og kommiserum þess friðarverðlaun sín! Ótrúleg framganga Meðferð Evrópusambandsins á Grikkjum hefur opnað augu flestra sem áður höfðu glýju fyrir þeim. Tuttugasta erindi Völuspár (í útleggingu Þ.E.) virð- ist lýsa samskiptum leiðtoga ESB og Grikkja er Völv- an segir: Rofnuðu eiðar, orð og sættir, öll helstu mál er um var samið. Óheilindi, hótanir, þvinganir, misneyting og offors einkenndu framgönguna. Grikkir eru ekki saklausir, fjarri því. Og þeir eru, eins og aldrei var þreyst á að benda þeim á, aðeins smáríki. En hvernig leiðtogar mörghundruð milljóna manna gátu komið svona fram við einn sinn minnsta bróður var með ólíkindum. Aðeins sálarlausum mönn- um ofbýður það ekki. Staðföst er trú þín, krati Breski Verkamannaflokkurinn, sem áður var á móti því að samþykkja þjóðaratkvæði um veru Breta í ESB, hefur snúið við sínu blaði og styður nú þá atkvæða- greiðslu. En það sem meira er, þá hefur nú verið stofn- að til hreyfinga innan flokksins til þess að berjast fyrir því, að Bretar ákveði að ganga úr ESB. Þessi þróun gæti flækt stöðuna í klækjastjórnmálum breska for- sætisráðherrans. En það er fróðlegt að sjá hvað þeir sem tóku snemma ESB-veiruna hér á landi lesa út úr sam- skiptum Grikklands og ESB. Þorbjörn Þórðarson hjá 365, sem lengi hefur virst mjög hallur undir aðild að ESB, tók viðtal við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingar, vegna atburðanna í Grikklandi. Árni hóf svar sitt með því að benda á „að evrópusamvinnan öll er byggð á því að tryggja rétt smáríkja gegn ofurvaldi stórríkja“. Hefði Árni Páll fylgst með atburðarásinni í ESB síðustu 15 árin hefði honum verið ómögulegt að mjatla þessum fróðleik út úr munninum á sér. Svo ekki sé minnst á, hefði hann haft, þótt ekki væri nema slitróttar fréttir af með- höndluninni á Grikkjum. En þegar fréttamaðurinn hváði bætti Árni því við, að auðvitað yrði að skoða málið á næstu mánuðum, eftir að rykið hefði sest. Í lokin greip formaðurinn í það hálmstráið að halda því fram, að hægrimenn í evru- samstarfinu hefðu viljað fara illa með Grikki, en jafn- aðarmenn streist á móti! Máttu vinstristjórnirnar í Frakklandi og Ítalíu sín einskis? Voru það ekki Sósíal- demókratar, hinn stjórnarflokkurinn í Þýskalandi, með formann sinn í broddi fylkingar, sem létu þyngst orð falla í garð Grikkja og þrengdu þar með svigrúm kansl- arans? Það væri kannski betra, að þetta eina atkvæði sem munaði á landsfundi Samfylkingar síðast, hefði ekki verið að horfa á fréttirnar þetta kvöld. Og Viðskiptablaðið hafði það eftir helsta forystu- manni samtaka sem kalla sig Viðreisn að síðustu at- burðir í ESB breyttu engu um afstöðu samtakanna: „Við erum nú heldur staðfastari en það. Við höfum lýst því yfir að aðalmarkmið okkar er að koma á stöðug- leika og frelsi í viðskiptum og markaðslausnum.“ Stöðugleikinn á evrusvæðinu lýsir sér ekki aðeins í því sem er að gerast í Grikklandi. Hagvöxtur á svæð- inu í heild hefur ekki verið neinn síðustu árin og at- vinnuleysi fólks í sumum löndum evrunnar er yfir 25% og á milli 40 og 50% hjá ungu fólki. Á Íslandi, þar sem Viðreisn býðst til að sjá um stöð- ugleikann, er atvinnuleysið nú rúm 2% og hagvöxtur myndarlegur. En rétt er að þakka fyrir „staðfestuna“ hjá þessum samtökum, því að mjög æskilegt er að fá í kosningum mælingu á stuðningi við þeirra framtíðarsýn. En auðvitað er ástæða til að óttast að „staðfestan“ sé einungis í nösunum og þessi fámenni hópur heykist á því að bjóða fram. Það væri skaði. Morgunblaðið/RAX 19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.