Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Qupperneq 45
Gömlu húsin Ísfirðingar hafa staðið vel að því að vernda falleg, gömul hús sem nú teljast mikil bæjarprýði. Byggðasafn er í húsinu lengst til vinstri og til hægri má sjá hið fagurrauða Tjöruhús. Eyðibýli Á Arnarnesi í Dýrafirði bjó áður kona sem sagt er að hafi farið í heimsókn til Reykjavíkur en aldrei snúið heim aftur. Þegar gengið er inn í eyði- býlið er líkt og íbúinn hafi skroppið út og sé væntanlegur á hverri stundu. Flogið inn í fortíðina SUNNUDAG EINN Í JÚLÍ HÉLDU FEÐGININ ÁRNI SÆBERG, LJÓSMYNDARI MORGUNBLAÐSINS, OG MARTA MARÍA SÆBERG Í ÆVINTÝRALEGA DAGSFERÐ Á VIT VESTFIRSKRAR FORTÍÐAR. ÞAU FLUGU MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS FRÁ REYKJAVÍK TIL ÍSAFJARÐAR AÐ MORGNI OG LEITUÐU UPPI ÞÁ STAÐI SEM NÚTÍMINN HEFUR ENN EKKI NÁÐ AÐ HRÓFLA VIÐ. FERÐIN HÓFST Í ÓSVÖR, ÞAR SEM ER GÖMUL VERBÚÐ. ÞAÐAN VAR HALDIÐ Í RÚM- LEGA ALDARGAMLAN LYSTIGARÐ, SKYGGNST INN Í NÆR ÓSNERT EYÐI- BÝLI Á ARNARNESI, KAFFI DRUKKIÐ Á ÞINGEYRI OG HRINGNUM SÍÐAN LOKAÐ Á ÍSAFIRÐI, ÞAR SEM KVÖLD- VERÐUR VAR SNÆDDUR Í TJÖRUHÚSINU. AÐ KVÖLDI VAR SVO FLOGIÐ HEIM. LJÓSMYNDARINN HAFÐI MYNDAVÉLINA AÐ SJÁLFSÖGÐU MEÐFERÐIS OG OPNAR NÚ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐSINS GLUGGA TIL FORTÍÐAR. Texti: Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Ísafjörður Morgunvél Flugfélags Ís- lands í aðflugi að Ísafjarðarflugvelli undir öruggri stjórn Jóhanns Skírnissonar, flug- stjóra, og Gunnars Freys Gunnarssonar, flugmanns. Ísafjörður kúrir hér milli fjalla og fortíðin er innan seilingar. Tjöruhúsið Kokkar Tjöruhússins lögðu sál sína í matinn sem bragðaðist eftir því og var kærkominn að loknum löngum degi í vest- firskum sveitum. Simbahöllin Á Þingeyri í Dýrafirði er kaffihús starfrækt í húsi þar sem kaup- maður rak áður verslun sína og hafa innréttingar kaup- mannsins fengið að halda sér. Til hægri á myndinni er Marta María Sæberg, ljós- myndaradóttir. 19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.