Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 13
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 urinn verði áfram. „En skipulagið gefur jafnframt til kynna að ef hann hverfur, sé gert ráð fyrir fleiri íbúðum á svæð- inu.“ Hann telur þó meiri líkur en minni á að slippurinn muni hverfa þegar fram í sæki. „Ég tel það líklegra en ekki að þessi starfsemi muni víkja, einfaldlega vegna þess að það er verið að þrengja að henni.“ Hann bendir á, að búið sé að gera rammaskipulag um allt hafnarsvæðið, ekki aðeins Vesturbugt. „Austurbakki, svæðið í kringum Hörpu og nær allur hafnarbakkinn er rammskipulagður sem framtíðar íbúða- og atvinnusvæði sem er liður í stækkun á miðborgarsvæðinu. Það segir sig sjálft að þannig er verið að þrengja að hefðbundinni hafnarstarfsemi.“ Ferðamennirnir sækja í slippinn Honum þykir áhugaverð sú staðreynd að ferðamenn sæki í að gista við hliðina á starfandi slippi og vísar þar með til Hotel Marina við Mýrargötu. „Það er frekar magnað að slippurinn trekki að marga ferðamenn, þó svo að maður hefði haldið að það væri óþægilegt að sofa við hliðina á slipp,“ segir hann og bætir við að eðlilega fylgi slippnum nokkurt rask. Nefnir hann að dæmi séu um að málning hafi slest á nálæga bíla þegar skip eru sprautumáluð í slippnum. „Þetta er ekki sérlega sniðug starfsemi í kringum íbúðir og bíla og fólk. Ef maður ætlaði að skipuleggja íbúðabyggð í dag við hliðina á slipp, væri eflaust erfitt að fá tilskilin leyfi, enda eru alls konar reglur í gildi um mengunarstuðla og há- vaðastuðla sem fara illa saman við hefð- bundna íbúðabyggð.“ Í öðrum áfanga deili- skipulagsins er gert ráð fyrir skipaskurði sem tengist út í sjó. * Það er rómantískhugmynd margra aðslippurinn verði áfram á svæðinu en slíkt getur vissulega orsakað árekstra í framtíðinni.“ Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Fáir geta neitað því, að veruleg uppbygging hefur átt sér stað úti á Granda á undan- förnum misserum og mannlíf þar blómstr- að. Það er ekki síst að þakka verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum að ógleymd- um Íslenska sjávarklasanum sem hafa flutt starfsemi sína þangað. Fyrirtækjaeigendur á svæðinu hafa flestir skoðanir á byggðaþró- un á svæðinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúð- arinnar Valdísar, fagnar tilkomu bílastæða og segir jákvætt að fá enn meira mannlíf á svæðið. Hún segist þó vilja sjá haftengda starfsemi áfram á svæðinu, enda sjarm- erandi starfsemi og gaman að fylgjast með. „Fólk sem kaupir sér íbúðir á svæðinu verður bara að vita að hverju það gengur því að höfnin er þarna og hún er ekkert að fara neitt,“ bætir hún við. Mjöll Daníelsdóttir tók við rekstri Kaffi- vagnsins árið 2013. Hún segir svæðið hafa breyst ótrúlega hratt á þeim tíma og sé mun líflegra nú en þá. Henni þykir jákvætt að til standi að byggja félagslegar íbúðir fyr- ir hina þurfandi og leikskóla fyrir börnin þeirra. „Ég tel að framkvæmdirnar hefðu jákvæð áhrif á svæðið,“ segir Mjöll og bætir við að hún myndi vilja hraðahindrun á Grandagarði og breyta götunni í ein- stefnugötu. Magnús Magnússon hjá Cafe Retro er mótfallinn fyrirhuguðum framkvæmdum og vill halda í óbreytta eða lítt breytta mynd svæðisins. Hann leggur ríka áherslu á að slippurinn fái að halda sér og bendir á að hann sé hluti aðdráttaraflsins fyrir ferða- menn. Það sama megi segja um smábáta, ferðamennirnir hreinlega elski að horfa á landanir á meðan þeir drekki kaffið sitt. ,,Ég myndi vilja sjá meira af haftengdri starfsemi á svæðinu, fleiri trillur og fiskilykt,“ segir Magnús en hann kveðst ekki treysta því að slippurinn fái að halda sér, eins og Reykja- víkurborg hefur haldið fram. „Það skemmir svæðið að vera með byggð alveg niður að sjó. Auk þess er svæðið orðið verulega að- þrengt,“ bætir hann við. „Við sem erum með rekstur á svæðinu teljum jákvætt að fá fleiri viðskiptavini og tökum því vel á móti meira fólki hingað. Aftur á móti eru plúsar og mínusar í öllu,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins. Hún óttast að mikil íbúðabyggð myndi hægt og rólega ýta slippnum í burtu og á erfitt með að sjá hvernig hann færi saman við mikla íbúðabyggð. „Ég vil ekki sjá slippinn og haftengda starfsemi fara frá höfninni. Án haftengdrar starfsemi er svæðið ekki höfn, heldur land- skiki. Ég vil sjá hafnarsvæðið sinna sínu hlutverki áfram eins og það hefur alltaf gert. Eins tel ég að ný fyrirtæki eins og okk- ar sem hafa komið sér fyrir á þessu svæði geti lifað í sátt og samlífi við haftengda starfsemi á svæðinu.“ Hún bendir á, að haf- tengd starfsemi sé helsta ástæða þess að fólk sæki Grandagarð heim. „Það er allt sprungið hjá okkur í Húsi sjávarklasans og við höfum verið að leita að möguleikum til stækkunar við höfnina,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans að Grandagarði 16. „Þau rösklega 50 fyr- irtæki sem eru hjá okkur þjóna ýmiss konar haftengdri starfsemi og þau sjá mikinn hag af nálægð við höfnina. Mörg þessara fyr- irtækja hafa „snúið aftur“ niður á höfn þeg- ar aðstaða bauðst enda er það hagkvæmt fyrir þau og svo er það klárlega umhverf- isvænt. Það er því mikið tækifæri að halda áfram þessari uppbyggingu atvinnu- starfsemi við höfnina. Ég er hlynntur bland- aðri byggð en ofan í höfninni á að vera hafnsækin starfsemi,“ segir Þór að lokum. BLÓMLEG VERSLUN Í GRANDAGARÐI Hvað segja rekstraraðilar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.