Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Matur og drykkir H rífunes stendur á milli Mýrdals- og Vatnajökuls og er útsýni þar til beggja jökla. Þar í nágrenninu má finna fjölbreytta af- þreyingu. Margir ferðamenn kjósa að skoða sig um á þessu svæði og þá er gott að fá gistingu hjá Elínu í Glacierview Gu- esthouse sem hún og maður hennar Borgar hafa rekið frá 2007. Það sem kemur flestum á óvart er dásamlegi maturinn sem reiddur er þar fram. Gestir sem rita í dagbókina nefna margir að þar hafi þeir fengið sína bestu máltíð í allri Íslandsferðinni. „Við erum svo afskekkt að við verðum að bjóða upp á mat og við höfum fengið frábæra dóma fyrir matinn og unnum til dæmis Traveller’s Choice Award hjá Tripadvisor núna 2015 fyr- ir mat og gestrisni,“ segir Elín. Íslenskt hráefni og framandi krydd Elín notar ferskt íslenskt hráefni í matargerðina en kryddar oft með framandi kryddum. „Þar sem við hjónin höfum rekið ferðaskrifstofu í Kenía um langt skeið höf- um við kynnst ýmsum ex- ótískum kryddum og finnst okkur gaman að leika okk- ur með þau,“ segir hún. El- ín og Rakel Sverrisdóttir, vinkona hennar, bjóða ferðamönnum dagsins upp á fiskisúpu í forrétt, lamba- læri úr sveitinni ásamt meðlæti í aðalrétt og blá- berjaskyrtertu í eftirrétt. Allt brauð er bakað á staðnum og tínir Elín gjarnan blóðberg og ber í sveitinni og nýtir í matargerðina. „Hér fara all- ir saddir og sælir að sofa,“ segir hún. Fiskisúpa með kjöti Margt skemmtilegt hefur drifið á dagana í eldhúsinu á Hrífunesi. Eitt sinn var Elín að elda risastóran pott af fiskisúpu ofan í 30 manna hóp sem var á leiðinni. Hana vantaði svo tómatsósudós og fann eina stóra sem hún hélt innihalda slíkt, en miðinn hafði dottið af. Þegar hún hellti úr þessari risadós ofan í pottinn tók hún eftir að í dósinni var nautahakk í bland við sósuna. Nú voru góð ráð dýr. Fiskisúpan var nú full af niður- soðnu nautahakki og Elín fölnaði. Rútan rann í hlað með sársvanga ferða- menn. Elín tók fararstjórann afsíðis og játaði mistökin og ræddu þær hvað væri til ráða. Ekki var tími eða hráefni í nýja súpu. „Nú var bara tvennt í boði, annaðhvort að ljúga að kúnnanum eða að segja ekki allan sannleikann. Við ákváðum að taka þann pól í hæðina að kalla þetta bara kántrísúpu með fiski. Og þá lugum við engu og súpan var borðuð upp til agna,“ segir Elín og hlær. Rakel Sverrisdóttir og Elín Þorgeirsdóttir krydda frjálslegu fiskisúpuna í eld- húsinu á Hrífunesi og slá á létta strengi með piparkvörnina á lofti. HRÍFANDI HRÍFUNES Veisla í skjóli jökla MILLI TVEGGJA JÖKLA KÚRIR GAMLI BÆRINN HRÍFUNES SEM NÚ HEFUR FENGIÐ NAFNIÐ GLACIERVIEW GUESTHOUSE. ÞAR TÖFRAR ELÍN ÞORGEIRSDÓTTIR FRAM MEISTARARÉTTI FYRIR SVANGA FERÐALANGA. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Nú var bara tvenntí boði, annaðhvortað ljúga að kúnnanum eða að segja ekki allan sannleikann. Við ákváðum að taka þann pól í hæð- ina að kalla þetta bara kántrísúpu með fiski. 1 stór rauðrófa eða 2 litlar hvítlauksolía (hristið saman í krukku smá olíu og 1-2 hvítlauksrif) 2-3 msk. fetaostur í bitum 1-2 cm rifin engiferrót salt pipar ½ sítróna sesamfræ tamari-sósa Afhýðið og skerið rauðrófur í ræmur og setjið hráar í skál. Hellið yfir hvítlauksolíu, engifer og safa úr sítrónu. Setjið fetaost út á. Saltið og piprið eftir smekk. Þurrristið sesamfræ á pönnu þar til þau fara að poppa, takið af og skvettið smávegis af tamari-sósu yfir og stráið yfir rófurnar. Fyrir 4. Mýrdalsrauðrófusalat Afrískt rótargr 1 sæt kartafla ½ rófa ¼ sellerírót 2-3 gulrætur má setja eina stóra kartöflu 1 tsk. fennelfræ 1 tsk. cummin-fræ olía ½ til 1 peli rjómi 1 tsk. karrí 1 tsk. garam masala 1 lífrænn grænmetisteningur smá vatn Gró St cum hen met H þar karr met kryd sme smá man 4 stórar bökunar- kartöflur skornar í báta 1 rauðlaukur saxaður í búta 2-3 hvítlauksrif söxuð 3 msk. olía ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. sinnep 1 dl appelsínudjús 3 msk. sesamfræ smá blóðberg Setjið kartöflur, rauðlauk og blóðberg í eldfast mót. Hristið saman í krukku sinnep, hvítlauk, olíu, salt, pipar og appelsínudjús og hellið yfir kartöflurnar. Stráið sesamfræjum yfir og bakið í ofni við 200° C í klukkutíma eða þar til mjúkt og gullinbrúnt. Smakkið og kryddið meira ef þarf. Fyrir 4-6 manns. Lúxuskartöflubátar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.