Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 22
Heimili og hönnun *Það þarf ekki að vera dýrt að breyta tilheima. Ódýr húsgögn má mála skjannahvít ogná þannig léttu andrúmslofti í rýmið. Stórlistaverk gefa mikla stemningu en geta veriðdýr. Svipuðum áhrifum má ná fram með þvíað hengja ódýra en fallega keramikdiska ástórt veggpláss. Nota má mismunandi liti, form, stærðir og mynstur – heildaráhrifin skipta mestu. S vava Halldórsdóttir segir litagleði koma fyrst upp í hugann þegar hún er beðin um að lýsa eigin stíl. „Heima hjá mér eru allir litir not- aðir. Annars er stíllinn heima frekar bland- aður, nýtt og stílhreint í bland við eldra og klassíkt, mér finnst mjög gaman að blanda saman mismunandi hlutum og litum. Ég er alltaf að breyta hjá mér, mála rendur eða þríhyrninga á veggina. Ég get svo bara mál- að yfir ef ég fæ leiða á því,“ segir Svava sem er greinilega mjög skapandi, enda menntuð sem fatahönnuður frá Flórens á Ítalíu. Í Hrími sér hún einnig um allar gluggaútstillingar. Aðspurð hvert hún sæki innblástur, segir Svava frá því að hún fylgist mikið með skandinavískum bloggum og blöðum. „Ég heillast af einfaldleikanum en vil skapa minn eigin stíl út frá honum með „dass“ af litum. Ég finn innblástur í öllu, þegar gott lag kemur í útvarpinu, í smekklega klæddu pari sem gengur niður Laugaveginn, í dóttur minni Sögu sem er mjög litríkur karakter o.s.frv. Það eru form og fallegir litir út um allt, hvernig er annað hægt en að fá inn- blástur? Það þarf bara að opna augun og sjá hvað er í kringum sig. Pinterest er svo eitt það besta sem ég veit, ég get eytt heilu dög- unum í þeim heimi og fyllist af endalausum hugmyndum fyrir íbúðina okkar eða pallinn okkar góða,“ segir Svava en pallurinn í bak- garðinum er einn helsti samverustaður fjöl- skyldunnar á sumrin. „Við smíðuðum hann í fyrra og erum alltaf þarna úti, höfum opinn eld, sitjum með gott rauðvín eða hvítvín og ræðum málin. Á veturna erum við með þykk teppi og heitt kakó og sitjum við eldinn, helst í miklum snjó.“ Hinn uppáhaldsstaður fjölskyldunnar er eldhúsið, þar sem oft er eldað fyrir fjölskyldu og vini. „Við erum líka dugleg að föndra og mála saman við eldhús- borðið,“ segir Svava. Margir af munum heimilisins koma eðli- lega frá verslunum Hríms. „Ég er dugleg að taka vörur með mér heim. Svo hoppa ég einstaka sinnum yfir í Epal og versla þá frá hinum uppáhaldsmerkjunum mínum. Ikea klikkar ekki, þar er alltaf hægt að finna eitt- hvað fallegt. Síðan kíki ég líka í Góða hirð- inn og á nytjamarkaði. Ég elska að gramsa og finna gersemar sem einhver hefur hent.“ Áhugasömum um gluggaútstillingar Svövu og daglegt líf fjölskyldunnar er bent á Instagram-síðu hennar, @svavahalldors- dottir. Fjölskyldan tekur oft á móti fjölskyldu og vinum í mat og notar því eldhúsið mikið. Morgunblaðið/Eggert Svava lagði mikla vinnu í að mála þríhyrningavegginn, sem teygir sig skemmtilega upp í loft. ELDHÚSIÐ OG PALLURINN Í UPPÁHALDI Finnur innblást- ur alls staðar SVAVA HALLDÓRSDÓTTIR, VERSLUNARSTJÓRI Í HRÍMI Á LAUGAVEGI, BÝR ÁSAMT MANNI SÍNUM, SIGURÐI BAHAMA MAGNÚSSYNI, OG DÓTTUR ÞEIRRA, SÖGU LJÓS, Í BJARTRI ÍBÚÐ Á HREFNUGÖTU Í REYKJAVÍK. ÍBÚÐIN BER SKÖPUNARGLEÐI ÍBÚANNA LJÓS MERKI. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Svava Halldórsdóttir og dóttir hennar, Saga Ljós, láta fara vel um sig úti á palli. Diskar í stað listaverka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.