Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 20
E ftir að flugfarþegi í flugi WOW Air til Washington DC skildi eftir blað, sem hann hafði teiknað á alla helstu ferðamannastaði borgarinnar handa flugfreyjunum Hildi Hilmarsdóttur og Stein- unni Eyju Gauksdóttur, sem höfðu einn dag til að njóta í veðurblíðunni, var ferðaáætlun flugfreyjanna ákveðin. „Við slógum til. Við ákváðum að blaðið sem farþeginn skildi eftir handa okkur yrði okkar helsti leiðarvísir í ferðinni,“ segir Hildur. Þær höfðu sagt farþeganum að þær vildu leigja reiðhjól í borginni og skoða hana með augum hjólreiðamannsins. Hann tók mið af því en Steinunn segir að hann hafi verið heimamaður og því kunnugur svæðinu. Washington DC þarf vart að kynna. Höfuðborg Bandaríkjanna, þekktust fyrir Hvíta húsið og Lincoln-minnismerkið, en þar er einnig að finna líflegt mannlíf, mikið úr- val af verslunum og góða veitingastaði. Hildur segir það lítið mál að leigja sér hjól í borginni. „Það eina sem þú þarft er kreditkort og hjólið verður þitt næstu 30 mínúturnar,“ segir Hildur. Hún mælir með að fara inn á síðuna www.capitalbikeshare- .com. Þar má finna hvar hægt er að taka hjól á leigu en hjólaleiga kostar átta dali dagurinn. Ferðalagið hófst við lestarstöðina Union Station þar sem þær leigðu hjólin. „Fyrsta stoppið var United States Capitol eða þing- húsið. Miklar framkvæmdir voru á annars glæsilegu húsinu svo við stoppuðum ekki lengi þar,“ segir Steinunn en þaðan héldu þær í átt að Hvíta húsinu. „Við hjóluðum Pennslyvania Avenue, sem liggur þvert í gegnum borgina og að Hvíta húsinu og Forsetagarðinum. Mikil spenna greip um sig hjá okkur hjólreiðagörpunum þegar sást glitta í fagurgrænt grasið í garð- inum og staðnæmdumst við hinum megin við götuna til að virða fyrir okkur dýrðina þegar um það bil átta lögreglubílar og álíka margir lögreglumerktir hjólakollegar okkar skröns- uðu í veg fyrir okkur og stöðvuðu alla um- ferð,“ segir Steinunn. Hún segir að dágóðum tíu mínútum síðar hafi tignarleg halarófa svartra jeppa keyrt fram hjá sem hleypt var inn í garðinn. Þegar þeirri athöfn var lokið hafi íslensku flugfreyjunum verið hleypt áfram. „Við erum handvissar um að þarna hafi Obama sjálfur verið á ferð því þegar fyrir utan húsið var komið mættum við engu öðru en harðlæstum hliðum og lögreglumönnum sem tilkynntu að garðurinn væri lokaður tímabundið,“ segir Hildur. Því hafi ekkert annað verið í stöðunni en að smella af einni sjálfu ásamt öllum hinum túristunum. Áfram geystust þær á fákunum og lá leið þeirra að hinum víðfræga minnisvarða um Washington (e. Washington Monument) sem reistur var til heiðurs fyrsta ameríska for- setanum, George Washington. „Minnisvarð- inn stendur í þjóðgarðinum National Park og þótti okkur svæðið þar í kring ein- staklega fallegt og skemmtilegt að skoða. Þar eru minnisvarðar um Víetnamstríðið, Kóreustríðið og seinni heimsstyrjöldina,“ segir Steinunn en í enda garðsins er tign- arlegt hús í grískum stíl sem hefur að geyma minnisvarða um Abraham Lincoln (e. Lincoln Memorial), 16. forseta Bandaríkj- anna. „Þá fór að líða á seinni hluta þessa frá- bæra hjóladags og við renndum okkur yfir í Georgetown með aðeins eitt markmið í huga: að komast í hina vinsælu bollakökuverslun Georgetown Cupcakes,“ segir Steinunn en þær ætluðu að ná sér í Red Velvet- bollaköku sem er vinsælasta kakan að henn- ar sögn. „Við ætluðum að athuga hvort um væri að ræða mýtu eða hvort þetta væri heimsins besta bollakaka,“ segir Steinunn á léttu nótunum en þær þurftu að bíða í langri röð eftir kökunum. „Að sögn heimamanna er röðin alltaf svona löng en við komumst að lokum í bolla- kökuhimnaríki,“ segir Hildur. Red Velvet- kaka og súkkulaðikaka með saltri karamellu urðu fyrir valinu hjá þeim sem þær sporð- renndu með ylvolgum kaffibolla. „74 prósent kaka og 26 prósent krem er kombó sem getur ekki klikkað. Við gengum út, sáttar og sælar, fullvissar um að hafa smakkað bestu bollakökur í heimi,“ segir Steinunn og hlær. EINN DAGUR Í WASHINGTON Ódýr hjólaferð ÞAÐ KOSTAR EKKI NEMA ÁTTA DALI Á DAG AÐ LEIGJA HJÓL Í WASHINGTON DC Í BANDARÍKJUNUM. FLUGFREYJURNAR HILDUR HILMARSDÓTTIR OG STEINUNN EYJA GAUKSDÓTTIR LEIGÐU SÉR HJÓL OG SMÖKKUÐU BESTU BOLLAKÖKU Í HEIMI. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is * 74 prósent kaka og26 prósent krem erkombó sem getur ekki klikkað. Við gengum út, sáttar og sælar, fullvissar um að hafa smakkað bestu bollakökur í heimi. Forsetinn var á svæðinu, segja þær. Georgetown Cupcakes er að mati margra með bestu bollakökur í heimi. Flugfreyjurnar segja að það hafi sannarlega verið þess virði að bíða eftir hinum margrómuðu bollakökum. Kjánaprikið, eða sjálfsmyndaprikið, er staðalbúnaður í ferðalögum margra, líka hjá flug- freyjum en á myndinni má sjá Hildi stilla prikið til að geta náð sem bestri sjálfsmynd. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Ferðalög og flakk 836 notendur hafa gefið Georgetown Cupcakes umsögn á Tripadvisor, þar sem staðurinn er fjórði í röðinni yfir bestu bakaríin í Washington DC. Umsagnirnar eru flestar mjög jákvæðar; „Bestu bollakökur í bænum“, „Þess virði að bíða“, „Bolla- kökur… WOW,“ þó svo að örfáir notendur segi að kökurnar séu ofmetnar, bara vegna þess að staðurinn hafi komið fram í sjónvarpsþætti. Einn notandi segir að kökurnar séu góðar en þær kosti sitt en samkvæmt verðskrá á heimasíðu Georgetown Cupcakes kostar hver bollakaka þrjá dali, ekkert rán miðað við það sem við eigum að venjast hér á Íslandi. Staðurinn er opinn frá morgni til kvölds. Hann er opnaður klukkan 10 fyrir hádegi og honum er lokað klukkan 21 um kvöld. Misjafnt er hversu löng röðin er, en til öryggis er ráðlagt að gera ráð fyrir að minnsta kosti klukkutíma bið í röðinni, þó svo að hún verði að öllum líkindum töluvert styttri, nær því að vera hálftími eða svo. Ef þú trúir ekki orðum blaðamannsins um það, kíktu þá á Tripadvisor og sjáðu hvað notendur eru ánægðir. Flugfreyjurnar tvær komust að því á ferða- laginu að bestu bollakökur í heimi er að finna hjá Georgetown Cupkakes. Skylda að koma við í Georgetown Cupcakes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.