Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 31
Er rigning í kortunum? Þá er um að gera að henda regnhlíf og fjölskyldunni í bílinn, taka rúnt og skoða söfn borgarinnar. Er ekki mál að sýna börnunum ómet- anleg listaverk eftir Kjarval, Ásgrím og Einar? Hvað á að gera í rigningu? 26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 * Að ljúga að öðrum er ljótur vani, aðljúga að sjálfum sér hvers manns bani. Höfundur ókunnur. meðgöngu og þurfa þær að þrauka þar til kemur að gleðistundinni. All- ir verkir og kvillar gleymast fljótt þegar móðurhlutverkið tekur við en fyrst þarf að klára meðgönguna. Níu mánuðir geta virst endalausir fyrir konu sem þjáist. Þá er gott að fá að kvarta og nöldra í sínum nán- ustu. Makinn, vinkonan, systkini eða foreldrar þurfa þá að sýna kon- unni samkennd og létta undir með henni eins og hægt er. Kona sem er þjáð af ógleði, bjúg, kláða og grind- argliðnun er ekki endilega mjög hamingjusöm, þótt hún sé þakklát fyrir að fá að eigast barn. Svo þyngjast flestar konur óhjákvæmi- lega um nokkur kíló og upplifa sig klunnalegar og stórar. Hver hefur ekki heyrt konu segja á níunda mánuði: „Mér líður eins og hval!“? Ekki gert lítið úr vanda- málum annarra Að vilja eignast barn og geta það ekki veldur mörgum pörum hugar- angist og djúpri sorg. Sú kona sem þráir ekkert heitara en barn myndi fúslega vilja leggja á sig alla kvill- ana talda hér upp til að fá að upp- lifa það að eignast sitt eigið barn. Það er að sjálfsögðu mikil sorg sem fylgir því að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að geta ekki eign- ast barn. Er það efni í aðra grein og alvarlegri. En sú kona sem nú situr sveitt í sófanum heima hjá sér að drepast úr grindargliðnun og kemst ekki í skóna sína vegna bjúgs og af því hún nær ekki niður á tær, hefur samt sem áður leyfi til að kvarta. Hún er föst í eigin lík- ama og sál og með því að pústa er hún engan veginn að gera lítið úr vandamálum annarra kvenna sem ekki geta átt börn. Stundum er best að gera grín að sjálfri sér og reyna að sjá skoplegu hliðarnar á ólétt- unni. Það reyndi Steinunn Edda Steingrímsdóttir sem nýlega skrif- aði grein þar sem hún gerir grín að sjálfri sér og sinni meðgöngu og kvartar meðal annars yfir því að komast ekki í Converse-skóna sína. Skemmst er frá því að segja að yfir hana reið holskefla af athuga- semdum frá konum sem vönduðu henni ekki kveðjurnar. Aðrar skildu hana vel. Edda Lúvísa Blöndal, sjúkraþjálfari, eig- andi Salsa Iceland, móðir og fyrrverandi Íslandsmeistari í karate, situr fyrir svör- um þessa vikuna um eftirlæti fjölskyld- unnar. Fjölskyldumeðlimirnir eru: Nikulás þriggja ára, Klara Líf sex ára, Jóna Guðný 15 ára, Palli 38 ára og Edda 39 ára. Þátturinn sem allir geta horft á: The Voice. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum: Bleikja með smjöri. Skemmtilegast að gera saman: Fara í sund. Borðið þið morgunmat saman? Já, um helgar, á virkum dögum borða krakkarnir morgunmat á leikskólanum. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Erum nýflutt og njótum þess að vera úti í stóra garð- inum okkar saman þar sem við leikum okkur, búum til tjöld úr teppum og gerum úr því lautarferð. Förum líka í gönguferðir á Ægisíðuna þar sem við leikum okkur í fjörunni. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Lautarferð úti í garði Mikið úrval vélorfa - bensínmótor, rafmótor eða rafhlöðudrifin - Vélorf ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is þekkja mig og minn húmor vita alveg að ég er ekki vanþakklát, þetta var skrifað í gríni. Ég var í algjöru sjokki yfir þessum við- brögðum,“ segir hún. Jákvæðu athugasemdirnar fleiri en hinar Síðar birtist holskefla af at- hugasemdum þar sem fólk studdi hana og sagði að hún hefði fullan rétt á að tjá sig um sína óléttu án þess að eiga skil- ið þessi hörðu viðbrögð. Stein- unn segir að hún hefði aldrei sett pistilinn á netið ef hana hefði grunað þessi viðbrögð. „Ég er nú viðkvæm fyrir og enn meir núna og ég bara grét yfir þessu í marga klukkutíma,“ seg- ir Steinunn. Hún segir jafnframt að öll þau góðu bréf sem skrif- uð voru í kjölfarið hafi verið mun fleiri en þessi neikvæðu og fann hún fyrir miklum stuðningi. Hún hyggst jafnvel birta fleiri pistla á næstunni um upplifun sína af óléttunni. Að mörgu er að hyggja þegar komið er heim af fæðingardeildinni með nýja fjölskyldumeðliminn. Tryggja þarf barninu öryggi því alls staðar gerast slysin, ekki síst á heimilinu. Á heimasíðu Landsbjargar eru gefin ýmis góð ráð fyrir foreldra ung- barna, sem gott er að lesa. Huga þarf að svefnstað barns Rúm barnsins verður að vera stöðugt og botninn traustur og ekki má vera meira en 6 cm á milli rimla. Vöggur geta verið óstöðugar og skal hætta að nota þær þegar barnið byrjar að snúa sér. Einnig þarf að passa að eldri systkini velti ekki vöggunni yfir sig. Ekki er ráðlegt að barnið sofi í rúmi foreldranna þar sem það er oft hátt og getur barnið dottið úr því. Öryggi þegar barnið er baðað Skiptiborð geta einnig verið há og þarf að passa að barnið sé aldrei skilið eftir þar eftirlitslaust því fallið getur verið hátt. Best er að taka fyrst til allt sem á að nota og hafa það við höndina þegar skipt er á barninu. Baðvatn fyrir ungbörn má ekki vera heitara en 37-38°C því húð ungbarna er viðkvæm. Baðstóll get- ur verið sniðugur en ekki skal líta af barninu. Stóllinn er aðeins til þæg- inda í baði en ekki öryggistæki. Litlir hlutir geta valdið köfnun Smáir hlutir leynast víða á heimili en hlutir minni en 4 cm geta valdið köfnun. Skoða þarf vel leikföng og athuga til að mynda hvort augu á böngsum séu nógu vel fest. Einnig geta leikföng systkina innihaldið smáa hluti og þarf að passa það vel að ungbörn setji þau ekki í munn- inn. Þegar börnin fara af stað þarf enn frekar að fara yfir heimilið og skoða mögulegar hættur. Ávallt skal geyma lyf og þvottaefni þar sem börn ná ekki til. Hægt er að kaupa ýmsa hluti til að auka örygg- ið á heimilinu. Flest slys þegar börnin eru þreytt Í bæklingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, „Er öryggi barna tryggt á þínum heimili?“, má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyr- ir foreldra ungra barna. Flest slys á börnum 0-4 ára gerast inni á heimilinu og flest á milli klukkan 4 og 9 þegar barnið er orðið þreytt. Mikilvægt er að foreldrar skoði heimilið með augum barnsins og reyni að koma í veg fyrir slysin með auknu öryggi. Aldrei má líta af ungbarni en oft þarf ekki mikið til að breyta heimilinu í öruggari stað og gera heimilið barnvænna. Öruggt heimili fyrir ungabarnið Morgunblaðið/Ásdís Huga þarf að rúmi ungbarnsins. Bil milli rimla má ekki vera meira en 6 cm. Börn eiga síður að sofa í rúmi foreldra því þau geta dottið fram úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.