Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Heilsa og hreyfing E iga börn og unglingar að lyfta lóðum? Hvenær og hvernig? Lengst af var við- horf manna á þá leið að slíkt væri varasamt og að lyftingar gætu skert vöxt barna. Nýlegar rannsóknir virðast þó benda til hins gagnstæða, þ.e. að lyftingar séu bæði öruggar fyrir börn og unglinga og hafi jákvæð áhrif á beinþéttni þeirra og hreyfiþroska. Barnalæknirinn Avery Faigen- baum, prófessor við College of New Jersey, komst að þeirri niðurstöðu árið 2000 að reglulegar styrktaræf- ingar gætu aukið beinþéttni, hreyfi- þroska, hæfni í íþróttum og undir- búið unga íþróttamenn fyrir æfingar og keppnir. Sú niðurstaða kollvarp- aði í raun yfirlýsingu bandarísku barnalæknasamtakanna frá árinu 1983 þar sem sagt var að lyftingar gætu heft vöxt barna og valdið óeðlilegu álagi á liði. Rannsóknir fleiri vísindamanna leiddu af sér sambærilegar nið- urstöður og árið 2008 breyttu barnalæknasamtökin afstöðu sinni. Í stefnu samtakanna um styrktar- þjálfun barna segir: ,,Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að styrktarþjálfun, með réttri tækni og undir ströngu eftirliti, geti auk- ið styrk eldri barna og unglinga.“ Þó þurfi að gæta fyllsta öryggis og forðast skuli kraftlyftingar, vaxt- arrækt og lyftingar þar sem stefnt sé að hámarksþyngdum þar til börn ná fullum líkamsþroska. Rannsókn vísindamanna í The Institute of Training Science and Sports Informatics í Köln í Þýska- landi leiddi í ljós árið 2010 að nær allir þátttakendur, stelpur og strákar á aldrinum 6-18 ára, urðu sterkari af lyftingum. Gögnin spönnuðu 60 ára tímabil. Þó svo að eldri börnin öðluðust meiri styrk en þau yngri, var munurinn ekki sérlega mikill. Niðurstaða vísinda- mannanna var sú, að tíðni æfinga hefði mest að segja um aukinn styrk og að börn hefðu getu til að auka vöðvastyrk, óháð aldri. Til að kanna stöðuna hér á landi ráðfærði Sunnudagsblaðið sig við fjölda manna sem eiga það sameig- inlegt að hafa reynslu af og þekk- ingu á styrktarþjálfun barna. Sam- dóma álit þeirra er að öryggi og rétt tækni skipti öllu og að ábyrgð þjálfara sé mikil. Kapp er best með forsjá „Við barnalæknar hvetjum börn og unglinga almennt til að hreyfa sig en kapp er best með forsjá,“ segir Ásgeir Haralds- son, prófessor í barnalækningum. „Stundum getur líkamsræktin farið úr böndunum, ekki síst hjá mjög kappsfullum, duglegum og metnaðargjörnum unglingum. Það hefur gerst að kappsfullir unglingar sem æfa fyrir íþróttakeppnir, eða til dæmis Skólahreysti, hafa ofgert sér. Ef áreynsla á vöðvana verður langt umfram það sem vöðvarnir eru vanir, geta vöðvafrumurnar hrein- lega skaðast. Það leiðir til þess að úr þeim lekur tiltekið efni sem fer út í blóðið. Sé efnið í of miklum mæli getur það verið skaðlegt fyrir önnur líffæri, svo sem nýrun. Þetta er ekki beint hættulegt en þetta getur verið hvimleitt og jafnvel skaðlegt.“ Ásgeir segir þetta ástand, sem nefnt er vöðvafrumurof, einnig geta gerst hjá eldra fólki en ung- lingar eigi frekar til að fara of geyst. Auk þess sé hættan aðeins meiri hjá unglingum sem séu enn að vaxa og með nýru sem ekki séu tilbúin til að takast á við aukið álag. Hann segir nokkur börn hafa þurft að þiggja sólarhringsmeðferð vegna þessa á Barnaspítala Hringsins. Þeim hafi öllum vegnað vel, sem betur fer. Ásgeir segir fráleitt að börn stundi skipulagðar lyftingaæfingar. „Við ráðleggjum unglingum hins vegar eindregið að stunda íþróttir en allt er gott í hófi. Ef lyftingar eru undir skynsömu eftirliti og áreynslan ekki óhófleg, þá styðjum við það. Hins vegar er eftirlit ekki alltaf skynsamlegt og kappið vill stundum bera krakka og þjálfara þeirra ofurliði.“ Hættulaust sé öryggisatriða gætt Þórarinn Sveinsson, prófessor í líf- eðlisfræði við námsbraut í sjúkra- þjálfun, segir mestu máli skipta að notuð sé rétt tækni og að fyllsta öryggis sé gætt. „Án eftirlits er full ástæða til að hafa varann á enda er auðvelt að slasa sig ef börn fara í lyftingatæki á líkamsræktar- stöðum án þess að kunna á tækin.“ Hann heldur áfram: „Ef íþróttakennarar eða sjúkraþjálf- arar sem hafa þekkingu á starf- semi líkamans og réttri lyftinga- tækni eru viðstaddir er engin ástæða til að áhyggjur af því að börn vinni með lóðum Lyftingar hafa ekki áhrif á vöxt barna, ef rétt er farið að og öryggisatriða gætt. Eins verður að gæta þess að börnin lyfti ekki of þungu því að ekki gilda sömu viðmið og fyrir fullorðna.“ Þórarinn mælir með því að á milli 8 og 16 ára aldurs verði smám saman aukning í hlutfalls- legri þyngd lóða og magni æfing- anna, það er hversu oft og hve lengi er æft í hvert skipti. Eftir 16 ára aldur eigi að vera óhætt að stunda lyftingar af fullum krafti, þó með þeim fyrirvara að byrj- endur byrji hægt og læri að gera allar æfingar rétt undir leiðsögn fagaðila. Hann bendir á að aldurs- viðmiðið fari vissulega eftir þroska- stigi hvers og eins. „Miðað við eðli- legan þroska eru bæði stelpur og strákar búin að ná fullum kyn- þroska 16 ára.“ Þjálfarinn andlegur leiðtogi Sigurjón Péturs- son, formaður Kraftlyftinga- sambands Íslands, segir 14 ára ald- urstakmark í keppni á vegum sambandsins en félagsmenn eru um 1.250 talsins. Hann telur vara- samt að yngri iðkendur æfi undir fullu keppnisálagi í kraftlyftinga- greinum en ungum iðkendum sé ekki vísað af æfingum. Fáir korn- ungir iðkendur stundi kraftlyft- ingar á Íslandi. „Börn eru að sjálf- sögðu ekki að lyfta jafnþungu og fullorðnir enda líkaminn ekki orð- inn fullþroskaður. Almenna reglan er sú að ungir iðkendur fá að vera með en þeir lyfta léttari þyngdum. Þjálfarar eiga auðvitað að taka vit- ræna ákvörðun um hvaða þyngd er hæfileg. Þeir bera mikla ábyrgð á að fólk sé í góðu umhverfi og að álagið sé rétt. Þjálfarinn er líka andlegur leiðtogi íþróttamannsins,“ segir hann. Börn góð viðbót í lyftingasalinn Grétar Skúli Gunnarsson er for- maður Kraftlyft- ingafélags Akur- eyrar sem er fjölmennasta kraft- lyftingafélag lands- ins. Honum hefur tekist mjög vel upp með að byggja upp barna- og unglingastarf á Akureyri á undanförnum árum en félagið býður börnum upp að 14 ára aldri að æfa ókeypis. „Þetta byrjaði með því að ég hélt námskeið í ólympískum lyft- ingum fyrir 9-11 ára fyrir þremur árum. Núna er einn strákurinn sem var á því námskeiði orðinn 14 ára og var að keppa á sínu fyrsta móti nýlega. Þar náði hann 155 kílóum í réttstöðu,“ segir Grétar en yngstu iðkendur í félaginu eru tíu ára. Á leikjanámskeiði félagsins í sumar voru þátttakendur á aldr- inum 7-11 ára. Hann segir markmiðið með barna- og unglingaæfingunum að þau nái góðri tækni og þjálfi al- menna þætti. Rík áhersla sé lögð á leiki, upphitunaræfingar á borð við spretti og hopp sem og tækniæf- ingar. „Lóðin koma svo hægt og rólega þegar þau koma í kynþrosk- ann. Við tökum mjög smá skref í að fikra okkur upp í þjálfuninni og erum hikandi við að fara út í sér- hæfingu. Börn þurfa að ná almenn- um eiginleikum í þjálfun áður en þau fara út í flóknari hluti, rétt eins og gildir í öðrum íþróttum. Þyngd í lyftingum er sérhæfing. Því meiri þyngdir, því meiri sér- hæfing.“ Hann mælir með löngum undirbúningi fyrir lyftingar, áður en byrjað er að lyfta að einhverju ráði. Ein af stúlkunum sem Grétar er að þjálfa, Fríða Einarsdóttir, byrj- aði að stunda kraftlyftingar þegar hún var 13 ára. Hún er nú orðin 17 ára og á fjölmörg Íslandsmet í opnum flokki sem og Norð- urlandamet í hnébeygju og sam- anlögðum þyngdum. Hún aðstoðar Grétar nú við barnaæfingarnar. „Það er mjög hressandi að kenna börnum og bætir andann í félaginu að fólk sé meðvitað um að það sé fyrirmyndir fyrir börnin. Börn eru því góð viðbót í lyft- ingasalinn,“ segir Grétar. Fáir ungir bara að lyfta Ásgeir Bjarnason er formaður Lyft- ingasambands Ís- lands, sem leggur stund á ólymp- ískar lyftingar. Hann segir iðk- endur undir 15 ára aldri mjög fáa á Íslandi en lág- marksaldur til að keppa á mótum á Íslandi sé 13 ár, rétt eins og á mótum hjá Al- þjóðlega lyftingasambandinu. Á Heimsmeistaramóti unglinga sé keppt í aldursflokkunum 13-17 ára og 18-20 ára og Evrópska lyftinga- sambandið standi fyrir mótum fyrir 15 ára og yngri. Bendir hann á að á Norður- BÖRN, UNGLINGAR OG STYRKTARÞJÁLFUN Á ég að leyfa barninu mínu að lyfta? EKKI ERU ALLIR Á SAMA MÁLI UM HVER SÉ RÉTTUR ALDUR TIL AÐ BYRJA LYFTINGAR OG AÐRA STYRKT- ARÞJÁLFUN. ENN SÍÐUR UM HVERNIG STYRKTARÞJÁLF- UN BARNA OG UNGLINGA SKULI HÁTTAÐ. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Í dag, laugardag, fer fram árlegt Skerjafjarðarsund á vegum Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja- víkur. Sundið er um 2,2 km löng vegalengd í beinni línu og er ætlað fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk. Sundmenn eru ferjaðir frá Nauthólsvík og að upphafsstað en mæting er kl. 11:30 þar. Sundið er tilvalið tækifæri til að fylgjast með vönu sjósundsfólki og hvetja það. Skerjafjarðarsundið um helgina Sigurjón Pétursson Grétar Skúli Gunnarsson Ásgeir Bjarnason Þórarinn Sveinsson Ásgeir Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.