Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Græjur og tækni Einn stærsti tölvuleikjamóts-haldari heims, ELS, hefur gefið það út að leikjaspilarar verði settir í lyfjapróf eftir að upp komst um lyfjanotkun nokk- urra spilara á móti í mars. Leikjaspilarar í lyfjapróf Á tímum þar sem tölvur er að finna alls staðar eru tölvunarfræðingum eng- in mörk sett. Tækninni fleygir hratt fram og það sem við héldum að væri aðeins hugmynd í gær er orðið að raunveruleika í dag. Tölvur og vélar keyra allar á kóða. Og þegar við nettengjum tölvurnar er hægt að ná sambandi við þær þrátt fyrir að vera í óra- fjarlægð frá þeim. Þetta vissum við öll. Eins erum við meðvituð um að tækninni fylgja ákveðnar hættur. Besta dæmi þess er líklega það að við erum flest með vírusvörn til þess að verjast óvinveittum for- ritum sem reyna að komast yfir lykilorðin okkar. En tölvur eru ekki lengur bara ferhyrndar vélar sem eru tengdar við skjá. Tækniþróunin hefur verið ör þegar kemur að farsímum og bílum, og erum við komin á þann stað að tölvuþrjótar geta tengt sig við bifreiðar og stjórnað þeim. Tölvuvæðingin er þó ekki ein- skorðuð við bíla og nú er komið að því að þrjótar geti hakkað sig inn í kerfi flugvéla, lesta og báta, alla- vega eftir því sem greinarhöfundur CNN skrifar. Tengdust bíl handvirkt 2013 Það er engin nýjung að hægt sé að trufla farartæki, það er einfaldlega orðið léttara. Til að mynda var hægt að drepa á bifreiðum fyrir hálfri öld með rafbylgjum. En tímarnir breytast og tæknin með, tölvur gegna stærra hlutverki í bílum með hverju árinu sem líður. Fyrst um sinn voru agnarsmáar tölvur dreifðar um bíla og á 9. áratug seinustu aldar varð til meginfesta í bifreiðum sem tengdi allar þessar smáu tölvur saman í eina heild. Um 1990 var hægt að komast í kerfið með því að tengjast því handvirkt en það var þó ekki fyrr en árið 2013 sem tveir sérfræð- ingar í tölvuöryggi sýndu fram á að það væri hægt. Þeir Charlie Miller og Chris Valasek urðu fyrstir til að sýna hvernig hægt væri að hakka bíl á meðan setið væri inni í honum þeg- ar þeir tengdu fartölvu handvirkt við stjórnborð bílsins. „Engar áhyggjur, tölvuþrjót- urinn verður ekki í bílnum til að tengjast honum handvirkt,“ mátti heyra ýmsa segja eftir að þeir höfðu hakkað sig inn í bílinn árið 2013, en eftir að bílaframleiðendur hófu að setja búnað sem breytir stafrænum rafboðum í rafboð á hljóðtíðni, og öfugt (e. modem), í bifreiðar, sem tengir mælaborð þeirra við farsímakerfi, blasir dæmið öðruvísi við. Audi, GM og Tesla eru allt svo- kallaðir AT&T bílar, en Chrysler tengist aftur á móti við Sprint. Bílaframleiðendur segja að viðkæm stjórntæki bílanna séu ótengd af- þreyingar- og upplýsingakerfi bílanna sem eru nettengd með þessum hætti, en í vikunni sýndu tveir öryggissérfræðingar hvernig hægt er að hakka sig í upplýsinga- og afþreyingarkerfi Chrysler og hoppa þaðan yfir í stjórntæki bíls- ins. Blaðamaður Wired ákvað að ger- ast fórnarlamb þeirra hakkara í síðustu viku og var hann að keyra á hraðbraut á meðan tvímenning- arnir sátu heima í stofu með far- tölvurnar sínar fyrir framan sig. Hann keyrði um á Grand Chero- kee og skyndilega fór miðstöðin á fullt og öryggissérfræðingarnir birtu mynd af sér á skjá bílsins. Nokkuð meinlaust í sjálfu sér. En verra tók við, það næsta sem þeir gerðu var að drepa á vélinni á miðri hraðbraut og eins settu þeir rúðuþurrkur og rúðupissið á fullt. Eru flugvélar öruggar? Í umfjöllun CNN um tölvuöryggi farartækja segir að það næsta sem einhver hafi komist því að hakka sig inn í kerfi flugvéla skeði í apríl sl. þegar FBI þurfti að fjarlægja netöryggissérfræðinginn Chris Ro- berts úr flugvél United-flugfélags- ins í New York. Í samtali við CNN sagði Roberts hvernig hann hefði, í svona 20 skipti, tengt fartölvu sína hand- virkt við box sem var fyrir neðan sætið hans í vélinni þar sem hann gat fylgst með ýmsum viðkæmum gögnum frá flugstjórnarklefanum. Hann var óviss um það hvort hann hefði getað stjórnað ein- hverju í vélinni með þessum hætti en með þessu vildi hann sýna fram á að flugvélaframleiðendur og flug- félög tækju tölvuöryggismálin ekki nógu alvarlega. Þykir það því ljóst að tölvu- þrjótur geti komist í viðkvæmar upplýsingar flugvéla og mögulega í stjórntækin. En gæti hann gert það án þess að tengja sig hand- virkt við tölvukerfi vélarinnar líkt og Roberts gerði? Að mati grein- arhöfundar CNN er það mögulegt. Tölvuþrjóturinn þyrfti þó að skilja raftæki eftir um borð í vél- inni sem væri handvirkt tengt tölvukerfinu eða þráðlausu neti þess. „Með þessa tvo hluti getur maður tæknilega séð framkvæmt árás,“ sagði Roberts við CNN. Tölvur fullar af farþegum TÖLVUVÆÐINGU FARARTÆKJA 21. ALDARINNAR FYLGJA ÝMIS ÖRYGGISVANDAMÁL. Í SÍÐUSTU VIKU HÖKKUÐU TVEIR ÖRYGGISSÉRFRÆÐINGAR SIG INN Í STJÓRNKERFI BIFREIÐAR. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Tækninni fer hratt fram og nú er svo komið að tölvuþrjótar geta hakkað sig inn í stjórnkerfi tæknilegra bíla. Þar geta þeir hækkað og lækkað í tónlist, breytt skjámynd, stjórnað rúðuþurrkum, bremsum og meira að segja drepið á vélinni. Flugvélaframleiðendur og flugfélög taka tölvuöryggi ekki nógu alvarlega að mati öryggissérfræðings sem braust inn í tölvukerfi bandarískrar flugvélar. AFP Lögleiðing kannabis í læknisfræðilegum til- gangi í um helmingi ríkja Bandaríkjanna kallar á endurskoðun umferðarlaga þar í landi og samhliða því á tækniframfarir en þær aðferðir sem nú standa lögreglu til boða við eftirlit ökumanna þykja tímafrekar og kostnaðarsamar. Nokkur fyrirtæki vinna nú að gerð svo- kallaðra kannabis-blástursmæla en kan- adíska fyrirtækið Cannabix Technologies Inc. og bandaríska fyrirtækið Lifeloc Technologies leiða kapphlaupið. Markhópur fyrirtækjanna tveggja er þau ríki sem taka harðast á akstri undir áhrifum efnisins, en misjafnt er á milli ríkja hversu mikið magn THC megi mælast í blóði eða þvagi ökumanna. Cannabix Technologies Inc. hefur unnið að gerð mælisins og í samtali við Reuters sagði Kali Malhi, stofnandi Cannabix, að kannabis- blástursmælirinn væri fyrst og fremst hugs- aður fyrir lögreglu til að nota við eftirlit en eins væru atvinnurekendur og menntastofn- anir hugsanlegir viðskiptavinir. Frumgerð mælisins er tilbúin og er nú í prófunum hjá fyrirtækinu og hafa fjárfestar trú á kannabismælinum því hlutabréf Canna- bix hafa hækkað um 21 prósent það sem af er ári, rétt eins og hlutabréf Lifeloc Tec- hnologies. Lifeloc hefur lengi framleitt áfengismæla sem kosta um 50 þúsund krón- ur stykkið en gert er ráð fyrir því að kanna- bismælarnir komi til með að kosta um 350 til 450 þúsund krónur stykkið. „Ég hugsa að fyrsti blástursmælirinn gefi einfaldlega upp „já“ eða „nei“ um hvort THC sé að finna. Upplýsingarnar verða ekki meiri en það,“ segir Barry Knott, fram- kvæmdastjóri Lifeloc. Í Washington-háskóla er unnið að því að yfirfæra tækni sem er til staðar á fíkniefna- próf. „Þetta er sama tækni og er notuð við sprengjuleit á flugvöllum. Sama tækni og er notuð um allan heim við leit að efnavopn- um,“ segir Herbert Hill prófessor í samtali við Reuters en þar er hin mögulega lausn enn á rannsóknarstigi. Ný kynslóð blástursmæla í þróun vestanhafs TVÖ FYRIRTÆKI VINNA AÐ GERÐ KANNABIS-BLÁSTURSMÆLA. ÁÆTL- AÐ ER AÐ HVER MÆLIR KOSTI FLEIRI HUNDRUÐ ÞÚSUNDA. Lögregluþjónn lætur ökumann blása í áfengismæli. Ný kynslóð blástursmæla gæti litið dagsins ljós fljótlega en frumgerð slíkra mæla er í prófunum á rannsóknarstofum í Kanada og Bandaríkjunum. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.