Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Menning F yrr í sumar var tilkynnt að nor- ræna heiðursviðurkenningu Lett- erstedtska félagsins fyrir þýðingar hlyti í ár Hjörtur Pálsson, þýð- andi, skáld og prestur. Viðurkenn- ingin hefur þrisvar verið veitt áður og er veitt fyrir þýðingar á fagurbókmenntum milli Norðurlandamála eða fyrir ævistarf við nor- rænar þýðingar. Viðurkenningarupphæðin nemur fimmtíu þúsundum sænskra króna og er Hjörtur fyrstur Íslendinga til að hljóta viðurkenninguna. Hjörtur er mörgum Íslend- ingum líklega kunnur en hann hefur haft yrkingar og þýðingar að aðalstarfi frá árinu 1985. Er hann vel að viðurkenningunni kom- inn enda hefur hann þá sérstöðu að hafa þýtt texta úr öllum Norðurlandamálunum á ís- lensku, að undanskilinni grænlensku og sam- ísku. Bíður afhendingar „Ég hef þýtt úr ensku líka og eina litla bók á þýsku en þessi viðurkenning tekur sér- staklega tillit til norrænna þýðinga, þ.e. hún er veitt fyrir það að vinna að menningar- samskiptum Norðurlanda með þýðingum,“ segir Hjörtur. „Letterstedtska föreningen er gamalt og virðulegt sænskt félag. Jacob Letterstedt, fæddur 1796, var sænskur við- skiptamaður sem flutti til Suður-Afríku og auðgaðist þar á kornviðskiptum. Hann var mikill áhugamaður um samskipti og sam- vinnu Norðurlanda og varð einn af frum- kvöðlum norræns samstarfs, þegar á 19. öld. Félagið var stofnað og rekið fyrir fé sem hann gaf og er menningarfélag sem hefur hugsjón Letterstedts um norrænt samstarf að leiðarljósi. Það fylgir síðan sögunni að maður nokkur að nafni Nihlen, dósent í þýsku við Stokkhólmsháskóla, gaf fé til Lett- erstedtska félagsins sem hann mælti svo fyr- ir um að yrði notað til að veita viðurkenn- ingu þeim þýðendum sem þýða milli Norðurlandamála. Viðurkenningin verður hins vegar einungis veitt yfir ákveðið tímabil, því hann ákvað að ekki ætti að leggja höf- uðstólinn inn á banka og láta hann standa óskertan og úthluta einungis vöxtunum, líkt og oft er gert, heldur skyldi úthluta úr sjóðnum þar til hann verður uppurinn. Þann- ig að þetta tekur einhvern enda,“ segir Hjörtur og bætir við að réttara sé að tala um viðurkenningu en verðlaun í þessu sambandi. „Þessi viðurkenning er veitt fyrir ævistarf og ekki er sótt um hana.“ Hirti var tilkynnt í byrjun júní að hann hlyti viðurkenninguna en hún hefur ekki verið afhent honum enn. „Mér var sagt að afhendingin færi fram síðar í sumar og nú bíð ég frekari fregna.“ Hjörtur dregur fram þrjár bækur úr stafla á skrifborðinu. „Hér eru þrjár sem ég þýddi úr Norðurlandatungumálum,“ segir hann, bendir síðan á þá efstu, sem geymir ljóð Henriks Nordbrandt. „Ég varð afskaplega hrifinn þegar ég rakst á ljóðin hans í fyrsta sinn. Mér fannst eitthvað svo nýtt og ferskt vera í þeim, skemmtileg blanda af nútíma- viðhorfi til ljóðlistar og menningarsögu og klassík. Hann er nefnilega Dani sem sagðist ekki þola norrænt skammdegi og fór því ungur til Tyrklands og fleiri suðrænna landa. Þessi bók er dæmi um verk sem ég valdi mér sjálfur til þýðingar, með það fyrir aug- um að kynna hann fyrir Íslendingum, því engin bók hafði verið þýdd eftir hann fram að því og engin eftir þessa, að því er ég held.“ Þýðingar besti skóli rithöfunda Hjörtur segir samspil skálds eða texta skáldsins og þýðanda vera misjafnt. „Textar eiga misvel við mann. Ég hafði mikla unun af því að þýða bækur Singers en við Doris Lessing, sem ég þýddi líka, áttum hins veg- ar ekki samleið, þótt hún hafi verið merkileg kona og bækur hennar einnig. Skemmtileg- ast er náttúrlega að hugðarefni þýðanda og útgefanda fari saman, svo ekki sé verið að segja manni að þýða eitthvað sem maður hefur minni áhuga á,“ segir hann en dæmi um þýðingar sem Hjörtur naut mjög eru ell- efu bækur eftir Isaac Bashevis Singer, sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1978. Hjörtur tal- ar hlýlega um þá þýðingarvinnu. „Ég hitti enn fólk, ókunnugt fólk, sem þakkar mér fyrir þessar þýðingar og spyr hvort ekki komi meira. Mér þykir auðvitað afskaplega vænt um að heyra það, þetta eru einhver bestu laun sem þýðandi getur hlot- ið,“ segir Hjörtur. Þýðingarnar fóru jafnan fram á vorin og sumrin, því handritið þurfti að vera tilbúið þegar starfsmenn Odda komu úr sumarfríi eftir verslunarmannahelgi. „Hér sat ég og þýddi og þýddi,“ segir þýð- andinn og grípur í skrifborðsstólinn sem hann situr á. „Mér leið alltaf vel þegar ég var sestur með óþýdda bók eftir Singer. Mér fannst ég vera í essinu mínu þegar ég var að þýða hann og naut vinnunnar á margan hátt því mér þótti hann svo frábær- lega skemmtilegur og góður frásagn- armaður.“ Singer var pólskur gyðingur og skrifaði lengst af á jiddísku. „Hann fluttist síðan til Bandaríkjanna um þrítugt og varð þar blaðamaður og ritstjóri fyrir blaðið Jewish Daily Forward í New York. Hann skrifaði á jiddísku í blaðið en þetta var auðvitað ekki þýtt, svo hann var óþekktur utan hóps gyð- inga. Hann komst ekki á blað fyrr en annar nóbelsverðlaunahöfundur, Saul Bellow, þýddi eftir hann eina smásögu sem birtist í stóru, amerísku tímariti sem hafði mikla út- breiðslu. Þá opnaðist nýr heimur lesenda fyrir Singer,“ segir Hjörtur en unun er að hlusta á hann tala um einn af sínum uppá- haldshöfundum af svo mikilli hlýju. „Hugur Singers stóð snemma til skrifta og hann var einmitt byrjaður að þýða í æsku, þegar hann var enn í Póllandi. Hann hafði síðar fögur orð um notagildi þýðinga, það er að þýð- ingar væru að hans dómi einhver besti skóli rithöfunda, jafnvel þótt þeir skrifi sjálfir á eigin tungu. Þýðingar krefjast þess af þýð- andanum að hann taki á öllu sem hann á, þannig að ég held að þetta sé hárrétt hjá Singer.“ Þýðandinn sjái sig í skáldinu Hvaða ferli ferðu í gegnum þegar þú færð bók í hendurnar til þýðingar, til dæmis ljóða- bók? Hjörtur andvarpar. „Ég hef verið ljóðavin- ur frá því ég var krakki. Eiginlega má segja að ljóð og lýrískir textar standi hjarta mínu næst og það er ekki nýtilkomið. Ég fór að fást við yrkingar í menntaskóla og raunar þýðingar líka og maður byrjar náttúrlega á því að lesa bókina. Ég tæki síðan þýðinguna ekki að mér, nema ljóðin hefðu sérstaka skír- skotun til mín. Þýðingin verður best ef þýð- andinn sér sjálfan sig að einhverju leyti í skáldinu og lætur sér líka við stemninguna sem hann finnur við lestur ljóðanna. Nú, ef ég finn eitthvað í því sem ég les sem mér þykir vera þess virði að reyna að koma yfir á mitt tungumál, þá er ég til í leikinn. Ljóða- bækur eru síðan þægilegar að því leyti, líka fyrir lesandann, að þú getur tekið fram ljóðabók, lesið eitt ljóð og sett bókina aftur inn í skáp. Síðan getur verið að eitt ljóð passi manni betur í dag og annað á morgun, eftir skapi og stemningu, þannig að ljóð í ljóðabók má þýða í þeirri röð sem hverjum þykir best. Skáldsögur og lengri texta þýði ég hins vegar vanalega frá byrjun til enda. Þetta er þolinmæðisvinna og maður situr nokkuð stíft við.“ En er yfirhöfuð hægt að þýða ljóð? „Oft er sagt – og mér þykir það orðið gömul tugga – að ljóð séu óþýðanleg. Frá vissu sjónarmiði, til dæmis út frá heimspek- inni, er hægt að segja að það sé rétt. Ljóð eru auðvitað alltaf ort á tiltekinni tungu og þeim eru ekki hægt að snara á annað tungu- mál án þess að eitthvað breytist. En þá vaknar spurningin af hverju alltaf er verið að þýða ljóð út um allan heim, fyrst ekki er hægt að þýða ljóð?“ segir Hjörtur og brosir. „Því fer fjarri að ljóðaþýðingar séu svo hættulegt og erfitt verkefni að það sé ekki þess virði að reyna að leyfa fleira fólki að njóta þess sem einhver gerir vel á sinni tungu. Maður verður að nota innsæið og skynjunina, beita huganum og tilfinningunum og reynslu sinni til að gera eins vel og maður framast getur á málinu sem þýtt er á og reyna um leið að gera frumtextanum eins fátt rangt til og hægt er að komast af með. Lengra kemst maður ekki en svo er það les- andans að segja til um hvernig hann skynjar textann. Að mínum dómi er full ástæða til að freista þess að færa ljóðlistina á milli landa og það gildir um aðrar þýðingar líka. Þýð- ingar eru af einhverjum ástæðum oft van- metnar, þær þykja ekki eins merkilegar og Hjörtur hóf ungur að yrkja og þýða enda eru ljóð þeir textar er standa hjarta hans næst. Ljóðið er sem strá í vindi HJÖRTUR PÁLSSON VERÐUR FYRSTI ÍSLENDINGURINN SEM HLÝTUR HEIÐ- URSVIÐURKENNINGU LETTERSTEDTSKA FÉLAGSINS Í SVÍÞJÓÐ FYRIR ÆVI- STARF VIÐ ÞÝÐINGAR MILLI NORÐURLANDAMÁLA. HJÖRTUR SAGÐI BLAÐAMANNI FRÁ DÁLÆTI SÍNU Á VERKUM NÓBELSSKÁLDSINS SINGERS, MARGBOTNA SKÁLDSKAP OG GALDRINUM SEM BÝR Í LJÓÐINU. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.