Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 49
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Í dag, laugardag, klukkan 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, sýn- ingin NOT – norðlensk vöruhönnun. Um er að ræða sam- sýningu fimm hönnuða sem búsettir eru á Norðurlandi. 2 Á áttundu tónleikum sumarjazztónleikaraðar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu kemur fram Chet kvartett – kvartett í anda trompetleikarans og söngvarans Chet Baker. Þeir hefjast kl. 15 í dag, laugardag, og standa til kl. 17. Að- gangur er ókeypis. 4 Hljómsveitirnar Börn, Kælan Mikla og Antimony munu í kvöld, laugardag, efna til pönktónlistarveislu á Dillon í kjölfar druslugöngunnar. Húsið verð- ur opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. 5 Hinn 19. júlí var opnuð ljóða- og smásögusýningin The Meta Level í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu. Verkin á sýn- ingunni eru eftir 16 til 18 ára gamla þátttakendur vinnusmiðjunnar 10x10Reykjavík sem gekk út á það að skrifa sögur og ljóð með innblæstri frá list, náttúru, fólki og hugtökum sem finna má í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. 3 Listakonan Hlíf Ásgrímsdóttir setti upp sýningu í Grafík- salnum í Tryggvagötu á fimmtudaginn og stendur hún til 27. júlí. Verk Hlífar eru undir áhrif- um af umhverfislist og málverkum sem máluð eru í einum lit. MÆLT MEÐ 1 Tekurðu alltaf sjálfur þátt? „Já“, svarar Björn snöggur. „Þetta geng- ur út á það að þetta er kvöldið mitt. Ég er gestgjafinn og þetta er fólkið sem kemur að spila með mér. Í rauninni erum við ennþá að tala um Gítarveislu Bjössa Thor. Ég byrja yfirleitt alltaf kvöldin og kynni svo næsta atriði, t.d. Al Di Meola. En þeg- ar menn eru svona stórir þá eru þeir með sitt eigið fyrirkomulag. Annars spila menn yfirleitt með mér. Þetta er annars vegar samspil og hins vegar einleikur.“ Fyrst Björn minnist á Al Di Meola komumst við ekki hjá því að ræða hann lítillega. „Það er greinilegt, af þessum hátíðum sem ég hef spilað á, að hann er þekktasta gítarnúmerið í heiminum í dag,“ segir Björn. „Hann er búinn að vera lengi að og er alger goðsögn. Hann var til dæmis að vinna til Miles Davis-verðlaunanna núna í ár, sem eru mjög flott verðlaun.“ Þessir menn, t.d. Robben Ford og Meola, hafa ekki komið hingað áður, er það? „Nei. Þeir hafa aldrei stigið fæti á ís- lenska grund. Það er annað sem ég hef reynt að gera, að koma með eitthvað nýtt. Þótt Ísland sé eitthvert mesta hippstera- land í heiminum reyni ég að finna einn og einn sem hefur ekki spilað hér eða komið.“ Gullnöglin í fjórða sinn Þetta er ekki fyrr en í október. Eru ennþá til miðar? „Það er mjög mikið farið veit ég þótt ég hafi ekki nákvæmar tölur. Það eru þúsund sæti í boði. Háskólabíó er bakhjarl í þessu með mér. Það er svolítið fyrirtæki kringum þessa gaura og það stendur aðeins til að gera þetta einu sinni. Listamennirnir vilja bara taka eitt kvöld því svo eru þeir farnir eitthvað annað.“ Aðspurður hvernig undirbúningurinn gangi svarar Björn því til að enn sé heil- mikið eftir. „Þessu fylgja líka aðrir við- burðir. Við höfum til dæmis tekið upp á því gegnum tíðina að heiðra einn gítarleikara sem hefur haft töluverð áhrif á íslenska tónlist, raunar rytmíska tónlist yfirhöfuð. Við heiðruðum t.d. Ólaf Gauk, Jón Pál og Björgvin Gíslason, þegar þetta hét Gít- arveisla Bjössa Thor. Þá afhentum við þessum einstaklingum Gullnöglina. Nú ætl- um við að gera þetta aftur, og gera það svolítið veglega. Línan lá fyrst svolítið í djassinum en svo fórum við að rokkast svo- lítið upp þegar Björgvin Gísla fékk nöglina. Það verður sem sagt ýmislegt í kringum komu þessara manna. Þetta er í fyrsta skipti sem Guitarama verður á Íslandi og vonandi verður þetta árlegt. Ég er raunar sannfærður um það.“ Burtséð frá Guitarama, hvað stendur til hjá þér í sumar? „Ég fór á smá túr um landið, Vestfirðina til dæmis. Ég hef verið að spila tónleika sem ég hef verið að þvælast með um allan heim. Þá er ég bara einn á sviðinu í einn og hálfan tíma. Í augnablikinu sinni ég því. Ég verð eitthvað úti á landi með þessa tón- leika í sumar en mun hafa tiltölulega hægt um mig þar til Guitarama brestur á. Eftir það fer ég m.a. til New York og verð að þvælast í Bandaríkjunum og víðar. Það er nóg að gera.“ Svo heldur sýningin áfram á nýju ári? „Guitarama er árlegur viðburður í tveimur borgum í Kanada, Winnipeg og Edmonton. Þetta er ekki orðið árlegt í Bandaríkjunum, en það er verið að skoða ýmsa möguleika. Þetta verður vonandi árlegt á Íslandi og svo er mjög spennandi að sjá hvað gerist í Eng- landi. Ég hef mikinn áhuga á að koma þessu til Evrópu þótt það væru ekki nema einn eða tveir staðir. Því ef það bætast einn eða tveir staðir við, þá er þetta orðið svo stórt að ég get ekki sinnt þessu. Þetta er eiginlega orðið gott. Ég verð ánægðastur ef England kemur inn. Þótt það verði lítill staður veit maður aldrei hvernig það æxlast. Þetta er skemmtileg hugmynd, hún er einföld. Allt sem ég geri er mjög ein- falt. Ég er einfaldur maður. Öllum tón- leikahöldurum sem ég hef verið að vinna með finnst þetta flott viðskipta- hugmynd. Ef „sjóvið“ er gott og hug- myndin góð þá er þetta skemmtilegt.“ Að lokum spurði blaðamaður hvort einhvern tíma kæmi sá dagur að Guit- arama yrði haldið án hans og það stóð ekki á svari: „Ég ætla bara að vona það,“ sagði Björn. „Þetta er skemmtileg hugmynd, hún er einföld. Allt sem ég geri er mjög einfalt. Ég er einfaldur maður,“ segir Björn Thoroddsen um Guitarama. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.