Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2015 Fyrr í þessum mánuði hófst sýning í hönnunarsafninu Vandalorum í Värnamo í Svíþjóð á húsgögnum eftir Sig- urð Gústafsson og verkum Arkitektastofunnar OG. Sýn- ingin stendur til 1. nóvember nk. Þar getur að líta fjöl- breytt úrval af húsgögnum eftir Sigurð Gústafsson sem spanna allan feril hans en Sigurður hefur hlotið tvenn af helstu hönnunarverðlaunum Norðurlanda, Bruno Mahts- son-verðlaunin og Torsten og Wanja Söderberg- verðlaunin. Af verkum Arkitektastofunnar OG sem eru á sýningunni má nefna Búðarhálsvirkjun sem tekin var í notkun á síðasta ári og Klettaskóla sem er nú í byggingu, Víkurskóla frá 2003, auk ýmissa samkeppnistillagna. Á sýningunni eru einnig verk eftir Bruno Mahtsson, þekkt- asta húsgagnahönnuð Svía, og Ditte Hammerström frá Danmörku. Vandalorum var opnað árið 2011 og hefur á skömmum tíma orðið eitt af helstu hönnunarsöfnum í Svíþjóð. Húsið hannaði ítalski arkitektinn Renzo Piano, en innréttingar í það voru hannaðar af Arkitektastofunni OG. Arkitektastofan OG hefur starfað óslitið frá árinu 1967. Núverandi eigendur eru Garðar Guðnason og Sigurður Gústafsson. Starfsmenn stofunnar sinna verkefnum af öllu tagi, en meðal nýlegra verkefna eru orkumannvirki, skólar og íbúðarhús, auk innréttinga og húsgagna. Frá sýningunni í Vandalorum. SIGURÐUR GÚSTAFSSON OG ARKITEKTASTOFAN OG Sýna í hönnunarsafninu Vandalorum í Svíþjóð Fyrir réttum áttatíu árum var rætt við Kristján Jónasson, lög- reglumann í Reykjavík, undir liðn- um „Úr daglega lífinu“ í Morg- unblaðinu. Í spjalli blaðamanns við Kristján bar margt á góma en Kristján hafði gegnt starfinu í meira en 20 ár. – Hvaða kröfur eru gerðar, þeg- ar velja á nýjan lögregluþjón? Það er sett að skilyrði, að mað- urinn sje 180 cm á hæð, svari sjer vel, hafi engin áberandi líkamslýti, sje vel að manni og engin kveif. – Hverjir eiginleikar eru svo nauðsynlegastir góðum lög- regluþjóni? Að hann sje vakandi í starfi sínu og altaf „með á bransanum“, eins og það er kallað hjer, á slæmu máli. – Hann verður að vera vel lyntur, lipur, skjótráður, en þó ekki of fljótfær. Honum er nauð- synlegt að vera kunnugur stað- háttum, þarf að vera fljótur til svars og áreiðanlegur í svörum – því hann er spurður um allt milli himins og jarðar. Fólki finnst að lögreglan hljóti allt að vita og koma allt við. – Gætið þið ekki að umferðinni, þegar mannmargt er á götunum? Jú, þegar þess þykir þörf – og svo eru það blessuð börnin. Þau eru okkur oft til mikils erfiðisauka, og þau eru svo óþjál og óstýrilát, að ekkert fæst við þau ráðið. For- eldrar hugsa miklu minna um börn sín nú en áður. Þessi grey eru látin eiga sig og þvælast á götunni. […] Nokkrir þessir aumingjar hlaupa út í eld og vatn ef þau sjá lög- regluþjón – að minnsta kosti ef hann ætlar að gefa sig á tal við þau. Þetta kemur til af því, að það eru ekki allfáar mæður, sem nota lögregluna fyrir grýlu á börnin sín. GAMLA FRÉTTIN Nota lögregluna fyrir grýlu Kristján Jónasson lögregluþjónn. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Eva Longoria leikkona Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi Sofia Vergara leikkona Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Glæsileg lína frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og handverk fara saman Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Við erum stolt af hverju smáatriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.