Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Fréttaskýring Reykjavíkurhöfn framtíðarinnar T il stendur að byggja 170 íbúðir, þar af 80 félagslegar, leikskóla og bílakjallara í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn, svæði sem nær frá Grandagarði til Suð- urbugtar. Þetta eru tillögur starfshóps sem vinn- ur nú að endurskoðun deiliskipulags á svæðinu en þær verða gerðar opinberar eftir miðjan ágúst og þá verður tillaga hópsins auglýst með lögbundnum hætti. Tillögurnar eru samhljóma núgildandi skipulagi, að því frátöldu að íbúðirnar verða minni og fleiri, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 128 íbúðum. Þá er einnig verið að endurskoða skipulag stigahúsa. Áætlað er að framkvæmdir vegna þessa hefjist árið 2016. Starfshópurinn sem vinnur að endur- skoðun skipulagsins er undir stjórn Ein- ars I. Halldórssonar frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Auk hans sitja fulltrúar frá borgarlög- manni og umhverfis- og skipulagssviði í starfshópnum. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagi á svæðinu sé skipt í tvo áfanga. Fyrri áfangi gerir ráð fyrir framkvæmdum á öllum reitum svæðisins að undanskildum þremur reitum, m.a. á svokölluðum slipp- reit. Uppbygging seinni áfangans er þó háð því að slippurinn hverfi á brott. Þetta kemur fram í greinargerð með deiliskipulaginu fyrir Vesturbugt. Í öðrum áfanga er einnig gert ráð fyrir skipa- skurði sem tengist út í sjó. Hann verður þannig úr garði gerður að sjávarfalla gæti ekki í honum en það er gert með lokaðri hringrás og yfirfalli. Að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýs- ingastjóra Reykjavíkurborgar, verða 80 af 170 íbúðum á svæðinu félagslegar. Áætl- að er að Félagsbústaðir eignist 40 þeirra en að samstarfsaðili, sem ekki hefur ver- ið ákveðinn ennþá, fái 40. Reykjavíkur- borg muni engu að síður eiga lóðirnar undir íbúðunum áfram. Íbúðirnar verði afhentar þessum tveimur aðilum upp- steyptar. Eftirstandandi 90 íbúðir verði hins vegar seldar á frjálsum markaði. Reykjavíkurborg lætur einnig byggja fyr- ir sig leikskóla og bílastæðakjallara á svæðinu en allt Vesturbugtarsvæðið er í eigu Reykjavíkurborgar. Faxaflóahafnir eiga hins vegar lóðina undir slippnum við Ægisgarð. Tíu vilja byggja íbúðirnar Auglýst var eftir samstarfsaðilum í vor til að byggja íbúðirnar. Nánar tiltekið var óskað eftir „samstarfi við bygging- arfélög, sjálfseignarstofnanir, húsnæðis- samvinnufélög og leigufélög, sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og hafa að markmiði byggingu íbúða fyrir félags- menn sína“. Þessi viðleitni er hluti af þróunarverkefni sem kallast „Nýju Reykjavíkurhúsin“ en það byggist á aðal- skipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýrri húsnæðisstefnu borgarinnar. Bjarni segir tíu áhugasama aðila hafa haft samband við Reykjavíkurborg eftir að auglýst var eftir samstarfsaðilum. Þeir séu Búseti hsf., Byggingarfélag náms- manna, Félagsstofnun stúdenta, Samtök aldraðra, Brynja – Hússjóður Öryrkja- bandalagsins, Félag eldri borgara, Hús- byggingasjóður Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Þingvangur og ónefnt leigufélag. Þau tvö síðastnefndu kveðast rekin án hagnaðarsjónarmiða. Þar sem deiliskipulag fyrir reitinn er ekki tilbúið hefur ekkert útboð vegna framkvæmdanna farið fram. Að sögn Bjarna er áformað að bjóða lóðirnar út í almennu útboði þegar fjöldi og samsetn- ing samstarfsaðila liggur fyrir. Árekstrar líklegir á svæðinu Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, seg- ir núgildandi deiliskipulag gera ráð fyrir að byggt verði á þremur lóðum á svæð- inu. Þá sé gert ráð fyrir að slippurinn verði þar sem hann er. „Það er róm- antísk hugmynd margra að slippurinn verði áfram á svæðinu en slíkt getur vissulega orsakað árekstra í framtíðinni. Hugmyndafræðin er engu að síður sú að hann geti verið áfram á sama stað þrátt fyrir tilkomu íbúðahverfisins. Fólk veit þá að hverju það gengur þegar það kaupir sér íbúð á svæðinu.“ Hann telur engu að síður raunhæft að slippurinn verði færður með tímanum. „Enda gerir skipulagið á svæðinu ráð fyrir að skipulögð byggð verði á svæðinu til framtíðar.“ Þess ber að geta að í inngangi að rammaskipulagi fyrir Vesturbugt stendur: „Og Slippurinn sjálfur verður fyrst um sinn áfram á sínum gamla stað.“ Er því ekki útséð að slippurinn verði á óbreytt- um stað um ófyrirsjáanlega framtíð. Hrólfur bendir á að spilhúsin við slipp- inn sem dragi skipin að landi séu komin til ára sinna. „Ég á ekki von á því að þau verði endurnýjuð þarna, heldur frek- ar að slippurinn muni smátt og smátt hverfa. Ég spái því að slippurinn verði færður þegar spilhúsin eru endanlega úr sér gengin enda ekki fjárhagslega hag- kvæmt að endurnýja þau,“ segir hann en bætir við að óvíst sé hvenær það geti gerst. „Ég veit að mjög margir vilja að slipp- urinn verði áfram á sama stað. Vissulega gæti það gerst enda heimild fyrir því. Það er draumur margra en ég tel raun- hæft að hann fari með tímanum.“ Hann bendir á, að annar áfangi svæðisins, sem er skilgreint sem blönduð byggð, verði ekki byggður fyrr en þegar og ef slipp- urinn verður færður til. Þrengt verulega að starfseminni Al Ark arkitektar unnu deiliskipulagið á svæðinu fyrir Reykjavíkurborg en það deiliskipulag var byggt á rammaskipulagi sem skoskir arkitektar, Graeme Massie Architects, unnu fyrir borgina. Al Ark hafa einnig unnið hringveruleikamyndir af því hvernig byggðin á svæðinu myndi líta út án slippsins, þannig að annar áfangi skipulagsins yrði að veruleika en upp- bygging annars áfanga er háð því að slippurinn verði færður til. Að sögn Kristjáns Ásgeirssonar, arki- tekts hjá Al Ark arkitektastofu, er gert ráð fyrir í gildandi skipulagi að slipp- Mynd af Vesturbugt þegar fyrsti áfangi deiliskipulagsins er tilbúinn. Slippurinn er enn á svæðinu. Mynd af Vesturbugt ef annar áfangi deiliskipulagsins kemur til framkvæmda, sem er háð brotthvarfi slippsins. Ljósmynd/Al Ark Arkitektar GAMLA REYKJAVÍKURHÖFN GÆTI TEKIÐ VERULEGUM BREYTINGUM Á NÆSTU ÁRUM OG ÁRATUGUM ÞAR SEM FYRIRHUGAÐ ER AÐ REISA ÞAR UMFANGSMIKLA ÍBÚÐABYGGÐ. GERT ER RÁÐ FYRIR FREKARI STÆKKUN HENNAR EF OG ÞEGAR SLIPPURINN FER AF SVÆÐINU. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.