Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Bækur Skíðblaðnir er rafrit með smásögum, fjór-um til fimm hverju sinni. Það kemur útfjórum sinnum á ári undir fullu tungli. Á tólf tungla fresti verður sögunum svo safn- að saman og þær prentaðar í 69 eintökum í hörðu bandi,“ segir Sverrir þegar blaðamaður biður hann að lýsa fyrir sér verkefninu. „Upp- runalega var þetta hugmynd Ragnars Helga, sem er með Degi Hjartarsyni í Tunglinu. Þeir fengu nýræktarstyrk til þess að setja þetta á laggirnar. Áður en fyrsta tölublaðið kom út hóuðu þeir í mig og spurðu hvort ég væri til í að ritstýra því. Við fórum yfir innsendar sögur og ég um- skrifaði þær náttúrlega allar orð fyrir orð,“ segir Sverrir kankvís og hlær, en er snöggur að draga fullyrðinguna til baka. „Smásagna- formið er svo skemmtilegt en forlögin eru svo- lítið rög við að gefa smásögur út af því þær seljast kannski minna. En við erum hrifnir af þessu.“ Í hverju felst þitt hlutverk sem ritstjóri? „Bara að finna skemmtilegar sögur og reyna kannski að betrumbæta þær. Við- komandi getur svo ákveðið hvort það er eitt- hvert vit í athugasemdunum mínum eða ekki. Við erum að bjóða höfundum, yngri jafnt sem eldri, möguleika á birtingu á nýjum vett- vangi.“ Eruð þið að hasla ykkur völl í rafrænni sögu íslenskra bókmennta? „Þetta er náttúrlega bara tilraun, við sjáum hvað gerist. Ég er hins vegar þannig að ég hef áhuga á bókmenntum, eða bara sögum, óháð birtingarformi þeirra. Ég verð samt að viðurkenna að ég er sjálfsagt ólíklegri til þess að lesa smásögu af skjá en af bók, því það kallar á allt aðra stemningu. Kannski mun það breytast. Ég held að við séum á svolítið skrítnum stað í sögunni. Eftir tuttugu ár verður þessi skjámenning, snjallsímar, spjaldtölvur, öll þessi yndislegu tæki, bara einhver sjálfsögð hjálpartól eins og brauðristar og klósett, og kalla þar með kannski ekki jafn mikið eftir stöðugri athygli okkar. Akkúrat núna er svo mikið nýjabrum á þeim, við erum svoldið að reyna að finna jafnvægið, rytmann. Eða kannski mun þetta bara aukast? En bókin mun standa allt af sér, held ég, jafnvel sólar- knúin teleport-tæki og landvinninga á öðrum plánetum.“ Úr kvíðanum yfir í klámið Nú gafst þú út Kvíðasnillingana í fyrra, ertu að vinna að einhverju í augnablikinu? „Alltaf. Þetta er það sem ég geri. Ég vinn þó auðvitað samhliða í margs konar lausa- mennsku bara til þess að geta framfleytt mér, þýði og hjálpa öðrum með textagerð. Nýjasta skáldsagan er samtímasaga sem ég vil ekki fara of mikið út í þemað á, en hún fjallar að stórum þræði um fólk af minni kynslóð, fyrstu klámkynslóðina, kynslóðina sem getur séð allt á netinu, víðsýna og fordómalitla fólkið, og vandamál okkar og daglegt líf. Ég hef verið heppinn með þau hjá Forlag- inu. Þau eru skilningsfús og með mér í liði en það getur tekið fjandi langan tíma fyrir ungt fólk að komast á þann stað, held ég. Það er dýrmætt því skáldsögur verða ekki til í tóma- rúmi. Það þarf einhver að vera með manni í liði og það þarf að vera einhver stemning í kringum þetta og áhugi. Svo er annað. Ég lærði í London og þar sögðu kennararnir mínir: „Hvað eru eiginlega margir rithöfundar á Íslandi? Tveir? Þú held- ur bara áfram að skrifa á ensku, færð þér um- boðsmann fyrir Bretlandseyjar og annan fyrir Bandaríkin.“ En ég vildi skrifa á íslensku. Þegar út í það er farið er ekkert fráleitt fyrir ungt fólk í dag að skrifa á öðru tungu- máli – oftast ensku – sérstaklega fyrir yngri höfunda sem eiga erfitt með að komast að hér heima eða fá ritlaun. Heimur ungs fólks hefur breyst svo mikið, held ég, og stækkað.“ (D)eyða í íslensku bókmenntalífi Er þetta spurning um að svelta eða flýja land? „Ég held að rithöfundur flýi aldrei heima- slóðirnar, honum þykir of vænt um þær, hvort sem hann viðurkennir það eða ekki. En manni finnst skjóta skökku við að alltaf sé gert ráð fyrir að aðrar kynslóðir geti talað fyrir okkur yngra fólkið. Það segir sig sjálft að einungis mín kynslóð getur fjallað um mína kynslóð af sjónarhóli hennar og lýst því hvernig við sjáum heiminn. En það er að myndast skrítin eyða í íslensku bókmenntalífi því það skapast ekki pláss fyrir nýjar raddir í kerfinu eins og það er – með örfáum undantekningum þó. Ég þekki fullt af hæfileikaríku ungu fólki sem ég myndi vilja sjá fylla þessu eyðu. Það sýndi sig líka með höfunda eins og Andra Snæ og Guðrúnu Evu, að ef þú styrkir unga höfunda svo þeir geti einbeitt sér að því sem þeir eru að gera, fara þeir frá því að vera áhugamenn yfir í að vera þjálfaðir atvinnu- menn. Það þarf að rækta þetta hægt og bít- andi. Þess vegna er svo sárt að sjá þetta rof verða. Það eru svo margir eldri höfundar komnir inn í þessa vél og það er eins og það sé þögult samkomulag í gangi um að halda þeim þar, sem þeir eiga kannski skilið, að mörgu leyti, auðvitað, en á sama tíma er erfitt að hliðra til því þau stóla á þetta. Höfundarnir sem fá ritlaun til þess að skrifa bækur í dag eru ekki endilega í tengslum við unga fólkið lengur. Svo er það lokahnykkurinn – sem ég þori varla að láta úr úr mér – að fyrir vikið fær maður á tilfinninguna að íslenskar bókmenntir séu einhvers konar leyniklúbbur fyrir fólk sem er fætt um miðja síðustu öld eða fyrr. Af því unga fólkið fær ekki að vera memm. Við eigum svo marga fína höfunda í dag og mig langar svo að það verði enn þannig eftir, segj- um, tuttugu, þrjátíu ár. Ég óska öllum góðs gengis, ungum, öldnum, ófæddum, að skrifa er samvinnustarf en ekki keppni og það má bara ekki bola yngra fólki frá.“ RITSTJÓRI NÝS RAFRITS Ekki pláss fyrir nýjar raddir í kerfinu Sverrir Norland rithöfundur býr bróðurpart árs úti í New York ásamt konu sinni, þar sem hann vinnur að næstu skáldsögu sinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári SVERRIR NORLAND ER RITSTJÓRI RAFRITSINS SKÍÐBLAÐNIR. HANN SENDI FRÁ SÉR SKÁLDSÖGUNA KVÍÐASNILLINGARNIR Á SÍÐASTA ÁRI. SVERRIR ER UNGUR, EFNILEGUR OG VILL EKKI SKRIFA Á ENSKU. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is * Einungis mín kynslóð getur fjallaðum mína kynslóð af sjónarhóli hennar. Mig langar til að nefna tvær bækur sem ég held mikið upp á, aðra ís- lenska og hina erlenda. Íslenska bókin er Veðurfræði Eyfellings – greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum eftir Þórð Tómasson í Skógum. Þessi stórskemmtilega bók hefur verið ófá- anleg í yfir 20 ár en var nýlega endurútgefin og ætti að vera til á hverju heimili. Eða í hverjum bíl því ég mæli líka eindregið með henni í ferðalagið. Þótt bókin fjalli um veður og veðurhugtök í ein- um tilteknum hreppi á landinu – sem er út af fyrir sig magnað – þá er Veðurfræði Þórðar framar öllu tilvistarleg bók, því þegar Íslendingar tala um veðrið eru þeir eins og allir vita að tala um tilfinningar sínar og langanir og duldar þrár og drauma. Aðalpersóna bókarinnar er þó íslensk tunga, orðgnótt hennar, músíkalitet og dýpt. Börn hafa mjög gaman af skemmtilegum orðum og það er gráupplagt að nota bókina til að auka orðaforða barna og tilfinningu fyrir nátt- úrunni. Dæmi: Mjaldur sem þýðir hæg snjókoma, sbr. Það mjaldar úr honum. Eða þurrablaður sem þýðir þurr vindur. Svo ekki sé minnst á ýmsar tegundir af blíðu svo sem æskilega blíðu og ununarblíðu. Hin bókin er skáldsagan Fuglarnir eftir norska höfundinn Tarei Vesaas sem var fæddur í lok 19. aldar. Bókin kom út á frummálinu árið 1957 og í frábærri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar rúmum 50 árum síðar, þannig að það er lengi von á bókmenntaglaðningi! Þótt þessi frumlega, fallega og meistaralega stílaða bók sé ekki ýkja þykk, þá telst hún ein mikilvægasta skáldsaga Norðurlanda á 20. öld. Heiminum er miðlað í gegnum vitund söguhetjunnar Mattis, sem skilur fuglamál og býr með systur sinni sem er haldreipi hans í lífinu. Mattis er ómögulegur til allra líkamlegra verka og kann ekki að hugsa praktískt sem er næsta vonlaus staða í bændasamfélaginu sem hann er fæddur inn í. Á flokkunarskala samtímans myndi hann teljast þroska- hamlaður en djúp, ljóðræn innsýn Vesaas inn í hugarheim þess sem er frábrugðinn, gerir Mattis ekki síður að táknmynd skáldsins. Þar sem í bókinni er undirliggjandi ógn mætti líklega kalla hana spennusögu. Ég hef þann háttinn á þegar ég byrja á nýrri bók að lesa alltaf fyrst byrjunina og endinn – í þessari röð. Fyrsta setningin í Fuglunum hljóð- ar svo: „Mattis gáði hvort himinninn væri hreinn og heiður í kvöld og hann var það.“ Og síðasta setningin er eftirfarandi: „Hve stór eða lítill sá fugl gæti verið, heyrðist ekki.“ BÆKUR Í UPPÁHALDI AUÐUR AVA ÓLAFSDÓTTIR Auður segir bók Þórðar í grunninn tilvistarlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.