Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 43
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 leyfilegt, nei nei nei,“ segir hann og bætir við að kynin hafi verið aðskilin. „Rétt fyr- ir unglingsárin var þetta sorterað eða tals- vert fyrr. Ég ólst upp við þetta. Þá var ég svo upptekinn í gulldellunum mínum sem ég svo kalla og ég var mjög upptek- inn og var ekkert að spá í reglurnar,“ segir hann. Síðar fór hann þó að hafa áhuga á hinu kyninu eins og aðrir ungir menn. Reynir Pétur er í sambúð með Hanný Maríu en þau hafa þekkst frá bernsku. Reynir Pétur segir að reglunum varðandi samskipti kynjanna á Sólheimum hafi verið breytt um 1980 og máttu þau þá hittast. En Reynir Pétur þurfti að bíða í fjögur ár eftir æskuástinni sinni því hún átti fyrst annan kærasta. „Þá var annar búinn að grípa kærustuna mína og varði það í fjögur ár en svo þegar hún var á lausu 1984 þá greip ég hana, þá greip ég bolt- ann! Og ég hef verið með henni síðan,“ segir hann en þau eru trúlofuð. Að upplifa það sama og aðrir Hann segir að þessi mál hafi verið erfið á þessum tíma vegna reglnanna. „Ég vildi fá að eiga sömu reynslu og þú. Hvernig það er að búa með kvenmanni. Allt sem gerist á bak við tjöldin fékk ég að upplifa, sama og þú, sama og Pétur og Páll,“ segir hann. Hann segir sambúðina ganga nokkuð vel. „Þetta gengur. Auðvitað komum við stundum að hrjúfum jarðvegi en samt er ég mjög ánægður að fá að upplifa það sama og þú og aðrir. Mér fannst ég ekki sannur karlmaður fyrr en ég hafði upp- lifað þetta, þetta er bara gaman,“ segir hann „Aðalatriðið er að hafa upplifað það hvernig er að sofa hjá kvenmanni. Það er mikið frelsi, en áður fyrr var þetta bann. Minnir mig á þegar beljum er hleypt út á vorin,“ segir hann og skellihlær. Borðar líka arfann Reynir Pétur vinnur fulla vinnu í Gróðrar- stöðinni Sunnu og líkar það vel. Þar vinn- ur hann ýmis störf eins og að tína tóm- ata, reyta arfa og vökva svo eitthvað sé nefnt. Þar eru ræktaðir tómatar, gúrkur, paprika og ýmsar salattegundir. Hann seg- ist borða þetta allt saman. „Já, hvað held- ur þú! Heldur þú að maður verði ekki að borða það sem maður ræktar? Ég hefði nú haldið það,“ segir hann og bætir við: „Ég smakka líka stundum arfann, mér finnst hann bara ágætur, hann er ekki sem verstur. Ef ég sé grænan arfa í brúsk, þá finnst mér svo gott að borða hann.“ „Ertu brjáluð?“ Reynir Pétur segist ekki ætla að leggjast í kör þegar hann nær 67 ára aldri en hann er í fantaformi. Hann notar frítím- ann í hjólreiðar og göngutúra, ásamt að grúska í dellunum. „Heldurðu að ég ætli að hætta að hjóla þegar ég er 67? Ertu brjáluð? Þakka þér fyrir. Ég bara læt boltann rúlla og spila þetta eftir hendinni. Auðvitað getur komið fyrir að maður geti orðið slappur tímabundið,“ segir hann, en hann hjólar eða labbar daglega. „Ég elska að hjóla. Þá fer ég í sumarbústaði að selja diskinn með myndinni minni og svo er ég að selja fyrir aðra. Og ef ég sel fyrir aðra fæ ég bita af kökunni. Ég tek mína sneið,“ segir hann og skellir upp úr. Reynir Pétur úr pappa Við höldum úr gróðurhúsinu í smábíltúr um Sólheima og Reynir Pétur sýnir mér skilti þar sem hann er í fullri stærð úr pappa við aðkeyrsluna að Sólheimum. Nú stendur yfir sýning í tilefni af þrjátíu ára gönguafmæli Reynis Péturs. Við stöldrum við á kantinum til að taka myndir af þeim saman, alvöru og pappa Reyni Pétri. Við klöngrumst yfir lúpínur til að komast að pappa Reyni Pésa. „Ertu með bílinn í gangi, ertu alveg galin?“ spyr hann og blaðamaður skammast sín niður í tær. Reynir Pétur stillti sér upp í myndatöku og svo héldum við að næsta pappa Reyni Pétri og nú passaði ég mig á að drepa á vélinni. Hann býður mér næst heim til sín í afar huggulegt timburhús og sýnir mér heimilið og við spjöllum um dellurnar, fán- ana og fleira. Gengum hringinn á mínútu Næst lá leiðin á sýninguna. Stórar ljós- myndir fylla veggina. Myndir sem sýna Reyni Pétur 36 ára ungan göngugarp. Manninn sem varð að þjóðhetju á svip- stundu. Maður sem með sínum sérstöku persónutöfrum heillaði alla, jafnt börn sem fullorðna og sýndi okkur að fötlun eða þroskaskerðing þarf ekki að standa í vegi fyrir að sigrast á erfiðleikum og sigra sjálfan sig. Þar á gólf er búið að leggja risastórt Íslandskort þar sem gönguleiðin er merkt með grænu punktastriki. Reynir Pétur gengur sem leið liggur hringinn. Hann býður mér að ganga hringinn sem ég geri og leiðbeinir hann mér rétta leið. „Hugsa sér að ég hafi labbað þetta. Nú tók þetta bara mínútu en þá tók þetta 32 daga. Stundum trúi ég ekki að þetta hafi gerst. Þetta er lyginni líkast.“ Reynir Pétur unir sér vel við vinnuna í gróðrarstöð- inni. Þennan júlídag er þar hitabeltisloftslag innandyra og nægir þá að vera á stuttbuxum einum fata. * Þá var annar búinn að grípakærustuna mína og varði það í fjögur ár en svo þegar hún var á lausu 1984 þá greip ég hana, þá greip ég boltann! Og ég hef verið með henni síðan. Árni Alexandersson er vinur Reynis Péturs en hann flutti til Sólheima árið 1949, þá tæplega átta ára gamall. Hvað ertu búinn að þekkja Reyni Pétur lengi? Síðan 1949. Hvernig var hann sem barn? Góður vinur minn og við höfðum sömu áhugamál. Var hann stilltur? Hann var góður og alltaf brosandi. Uppátækjasamur? Já, þegar sveitasíminn var hér og þurfti að snúa, tengdum við heyrnartól við loftlínuna þar sem hún kom niður svona um meter. Ein snúran fór í lín- una og hin í jörðina og við gátum hlustað á Huldu Hermanns og Jón á Svínavatni rífast, við hlógum mikið þá. Hvaða mannkosti telur þú hann hafa? Jákvæður og segir ekki nei. Duglegur að vinna, að ganga og hjóla og klár! Hann veit allt. Hvernig er hann í vinnu? Í fé- lagsskap annarra? Duglegur og gott að vinna með hon- um og það er skemmtilegt í kaffitím- anum. Hvað finnst þér gangan hafi gert fyrir hann persónulega? Hann varð frægur og með meira sjálfstraust. Kanntu einhverja góða sögu af honum? Ég, Kristján Már og Reynir Pétur klifruðum yfir hurðina á búrinu og stálumst í kökuboxið og sælgæti sem þar var og fylltum vasana okkar og Sesselja sá súkkulaði leka niður vasana hjá einum okkar og þá komst það upp. Sesselja skammaði okkur samt ekki mikið! Hvernig tengist þú honum? Vinur. Hver er þín staða á Sólheimum? Ég er Legómeistari Íslands og starfa í Kertagerð Sólheima, hlusta á tónlist og hef áhuga á tölvum og tækni. VINUR SEGIR FRÁ „Hann var góður og alltaf brosandi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.