Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 51
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Crymogea sendi frá sér ljóm- andi fína ljósmyndabók á dögunum sem heitir: Ef ég hefði verið… Reykjavík 1950-1970. Í bókinni segir Nina Zurier ævisögu sína eins og hún hefði getað ver- ið, hefði Nina alist upp í Reykjavík en ekki Bandaríkj- unum og notar hún til þess efni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sigrún Alba Sigurðardóttir ritar inngang að bókinni en hún hefur um langt skeið rannsakað ljósmyndina sem miðil á mörkum listar og heimildar. Bókin er gefin út í tengslum við sýningu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur sem haldin verður í haust. Uppdiktuð ævi Í dag (laugardaginn 25. júlí) verða fleiri en hundrað gráskeggjaðir, þrekvaxnir karlmenn í kakíbuxum og sjóarapeysum fyrir sárum vonbrigðum þegar úrslitin í tvífarakeppni Er- nests Hemingway verða tilkynnt í Key West, Flórída. Í anda Hemingway getur aðeins einn staðið uppi sem sigurvegari þótt áherslan sé kannski á fjöldanum. Keppnin hefur verið haldin í 35 ár á eyj- unni þar sem höfundur bókarinnar um Gamla manninn og hafið bjó á fjórða áratug síðustu aldar. Undankeppnin er haldin í vínstúku Sóða- Jóa (e. Sloppy Joe’s Bar) þar sem nóbelshöf- undurinn átti til að drekka þurran martíni, eftir góða rispu við skriftir og fiskirí. Skemmtileg stemning hefur myndast kring- um keppnina sem 125 manns taka þátt í að þessu sinni, og hafa margir þeirra vanið kom- ur sínar í keppnina undanfarin 10-20 ár, án þess að hafa nokkru sinni unnið, að sögn eins mótshaldarans. BESTI PAPA Í HEIMI Árið 1911 svipti ungt ljóðskáld, Richard Middleton að nafni, sig lífi og átti þannig þátt í að einhver frægasti einkaspæjari bók- menntasögunnar rataði á blað. Philip Mar- low átti eftir að birtast í níu bókum, þar á meðal The Big Sleep, Farewell My Lovely og The Long Goodbye og var síðar gerður ódauðlegur á hvíta tjaldinu af mönnum á borð við Humphrey Bogart og Elliot Gould. Skáldið lífsleiða var félagi bandaríska rithöfundarins Raymond Chandler, sem átti 127 ára fæðingarafmæli 23. júlí síðastliðinn. Chandler er einn af frumherjum harðsoðna krimmans þar sem drykkfelldir og keðjureykjandi einkaspæjarar með Stetsonhatta í regnfrökkum berja frá sér tálkvendi og túkallakrimma jöfnum höndum samtímis því sem þeir leysa vand- meðfarin glæpamál. Sjálfsvíg Middleton hafði mikil áhrif á Raymond sem gafst upp á ljóðaforminu og færði sig yfir í skáldsöguskrif. „Mér fannst hann alltaf mun hæfileikaríkari en ég myndi nokkurn tíma verða; og fyrst hann gat ekki látið þetta virka, taldi ég ekki líklegt að ég gæti það frekar.“ Sannast þar með máltækið, í anda Philip Marlow, að eins manns dauði er annars brauð. HARÐSOÐIÐ AFMÆLI Ný bók er komin út þar sem ljósmyndagúrúið Páll Stef- ánsson sýnir myndir sem hann hefur tekið í ægifagurri og ankannalegri náttúru Ís- lands. Ákveðnir staðir á landinu hafa kynngikröftuga merkingu sem hafa varðað vissar stundir í lífi Páls og hefur hann brugðið á það ráð að láta ævisögulegar fúnderingar fylgja völdum ljósmyndum. Þar er lesanda bókarinnar gefið færi á að skyggnast inn í hugarheim ljósmyndarans á sama tíma og hann fær að líta heiminn með augum Páls. Titill bókarinnar er enskur: Iceland Exposed, sem myndi útleggjast á íslensku: Ísland afhjúpað, eða eitthvað í þá áttina. Sökum enskunnar er bókin vísast stíluð á erlendan markað en það kemur ekki að sök. Myndirnar eru ekki verri á ensku. Páll Stefáns- son afhjúpar Ísland Meira allskonar FJÖLBREYTNI FAGNAÐ MÆLANDI MÚMÍNÁLFAR OG MAGNAÐAR MYNDIR AF NÁTTÚRU LANDSINS ERU BÁSUÐ NIÐUR MEÐ FRAMÚRSKARANDI VINKONUM OG HLIÐARSJÁLFI FORTÍÐARINNAR ÞESSA VIKUNA. ÞAÐ ER NÁNAST ÓAFSAKANLEGT AÐ HENDAST EKKI Í NÆSTU BÓKABÚÐ OG NÆLA SÉR Í INN- BUNDINN GLAÐNING UM HELGINA. Huldukonan Elena Ferrante mun vera einhver vinsælasti höfundur Ítalíu þessa daga. Napólí-sögur hennar hafa slegið í gegn víða um heim og nú segir hún söguna af vin- konunum Elenu og Lilu sem alast upp í alþýðlegu hverfi í Napóli á 6. áratugnum. Brynja Cortes Andrés- dóttir þýðir úr ítölsku og það er Bjartur sem gefur út. Framúrskarandi vinkona Viðkunnanlegar skepnur finnsk-sænska rit- höfundarins Tove Jansson eru komnar út á bók enn á ný og nú á að kenna annaðhvort pelabörnum, eða þeim sem eru að feta sín fyrstu spor á götum íslenskrar tungu, litina og orðin. Um er að ræða tvær bækur sem taka hvor sitt efnið fyrir. Þær eru í litlu broti svo ungbörn detti ekki fram fyrir sig þegar þau handleika þær og eins eru þær úr slitþolnum harðpappa svo það er hvort tveggja hægt að missa þær margsinnis í gólf- ið og tyggja á þeim hornin án þess að þær hljóti skaða af. Myndirnar eru stór- skemmtilegar. Hins vegar er sögubyggingin ekki upp á marga fiska. Forlagið gefur út. Múmínálfar læra orð og liti BÓKSALA 15.-21. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 Secret GardenJohanna Basford 3 Sagas of the IcelandersÝmsir höfundar 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 Marotta’s Tropical WonderlandMillie Marotta 6 HamingjuvegurLiza Marklund 7 Njals sagaTranslated by Lee M. Hollander 8 NicelandKristján Ingi Einarsson 9 Iceland in a BagÝmsir höfundar 10 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 6 RótlausDorothy Koomson 7 Einn plús einnJojo Moyes 8 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 9 Ljós af hafiM.L.Stedman 10 DNA kiljaYrsa Sigurdardottir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.