Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 40
N ú skaltu passa þig!“ segir Reynir Pétur stríðnislega og hlær sínum einlæga og smitandi hlátri þegar hann tekur á móti blaðamanni í spjall í gróðrarstöðinni þar sem hann vinn- ur. Sólheimar bera sannarlega nafn með rentu þennan júlídag því úti skín íslenska sólin en inni í gróðurhúsinu er hitabelt- isloftslag. Reynir Pétur er á stuttbuxum einum fata. Hann er kvikur og léttur í hreyfingum og stikar rösklega inn á kaffi- stofu og býður mér til sætis. Hann er strákslegur, brúnn og stæltur og ekki að sjá að þar fari maður kominn af léttasta skeiði. Þegar blaðamaður spyr um aldur svarar hann sposkur: „HALLÓ HALLÓ, bíddu nú við, ég er fæddur 1948, 25. októ- ber, og lengra fer ég ekki með þig yfir brúna! Þú bara ferð restina,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „En ég var 36 ára þegar ég gekk hringinn fyrir þrjátíu árum þannig ég ætla ekkert að hjálpa þér, þú getur bara labbað sjálf,“ segir hann og við skellihlæjum bæði tvö. Fyrstur að ganga þjóðveg eitt Við hefjum samtalið á göngunni miklu, en í ár eru þrjátíu ár síðan Reynir Pétur gekk fyrstur Íslendinga í kringum landið. Flestir Íslendingar sem komnir voru af bleiu árið 1985 muna vel eftir þessu, en Reynir Pétur varð á svipstundu „heims- frægur á Íslandi.“ Gangan vakti gífurlega athygli og þjóðin fylgdist grannt með og elskaði þennan sérstaka og glaðlynda göngugarp. Gangan hjálpaði mikið að rjúfa fordóma í þjóðfélaginu gagnvart fólki með þroskaskerðingu eða aðra fötlun. „Gangan gaf mér mikið. Hún hefur verið mér mik- ils virði og gefið mér sjálfstraust líka, ég er sterkari. Ég var fyrsti maður að labba þjóðveg eitt. Það var ekki bara til að safna peningum, þú verður líka að athuga að ég var að vekja athygli á málstað þessa fólks. Og hvaða fólk er þetta? Þetta er bara fólk eins og þú og ég, Pétur og Páll,“ segir hann og á þá við íbúa Sól- heima og annarra stofnana. Að hoppa út í djúpu laugina Hugmyndin kviknaði í heitum potti á Sól- heimum í desember 1984. „Ég var spurður hvort ég gæti næsta vor labbað í kringum landið en það var framkvæmdastjórinn á Sólheimum, Halldór Júlíusson, og bygging- armeistarinn Árni Leósson sem spurðu. Ég held að þetta hafi verið á föstudegi, einhvern tímann í desember. Ég vildi fá tíma til að hugsa hvort ég ætti að gera þetta. Þú hoppar ekki út í djúpu laugina nema þú vitir hvort hún sé djúp,“ segir Reynir Pétur. Hann segist hafa þurft að hugsa um hvort hann teldi sig ráða við þetta. „Að labba í kringum landið! Þó að maður labbi hér um helgar í Sólheimum hringinn sem er 24 kílómetrar þá er hringurinn í kringum landið 1.370 kíló- metrar. Ég hugsaði mig vel um og ákvað að gera þetta. Ég fór eiginlega blákalt út í þetta en fór svo að æfa mig. Og svo þegar dagurinn rann upp þá réð ég við þetta,“ segir hann. Of upptekinn til að vera þreyttur Á göngunni naut Reynir Pétur þess að skoða Ísland. „Ég sá alltaf nýtt og nýtt landslag þannig ég var upptekinn af því og mátti ekki vera að því að vera þreytt- ur. Ég var spurður um daginn hvort aldrei hefði komið sá dagur að ég hefði hugsað: Æi, ég er alveg að gefast upp. NEI, það kom aldrei til tals. Það var aldrei svo erfitt,“ segir hann. „Ég var mjög feginn að koma í mark en þú sérð það á mynd sem var tekin þar sem ég sit á malbiki að það eru ekki þreytumerki á andlitinu, heldur gleði að hafa gert þetta. Það var ekkert „guði sé lof“ heldur bara gleði. Ég hugsaði frekar: ÉG GAT ÞETTA, ég trúi þessu ekki,“ segir hann. Blaðamaður spyr út í frægðina sem fylgdi og Reynir Pétur verður hálffeiminn. „Já, seg þú mér það. Einhver spurði mig, varstu ekki smámontinn? Verði manni að góðu ef svo er. Ég fékk, eins og margir krakkar fá, stríðni í bernskunni. Gangan * Gangan sjálf hefurgefið mér alvegfeikilega mikið. Ég þjáð- ist af minnimáttarkennd áður og hún er nátt- úrlega alltaf til staðar, en ég er miklu sterkari. Lífið er lyginni líkast ÞRJÁTÍU ÁR ERU SÍÐAN REYNIR PÉTUR STEINUNNARSON GEKK HRINGVEGINN FYRSTUR ÍSLENDINGA. GÖNGUGARPURINN VAKTI VERÐSKULDAÐA ATHYGLI OG VARÐ AÐ ÞJÓÐHETJU. HANN MINNIST GÖNGUNNAR SEM BREYTTI LÍFI HANS OG TALAR UM LÍFIÐ Á SÓLHEIMUM, DELLURNAR SÍNAR OG ÁSTINA. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á sýningunni má finna stórt landakort þar sem búið er að merkja gönguleiðina með grænu punktastriki. Reynir Pétur segist varla trúa því að hann hafi gengið þetta á sínum tíma. Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.