Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 26
Matur og drykkir AFP *Engiferrótin er hitabeltisjurt ættuð frá Suð-ur-Kína en er nú ræktuð víða í Asíu. Hún ernotuð í matargerð og í lækningaskyni. Á Ind-landi er hún oft uppistaðan í mörgum rétt-um, en mest er ræktað af henni þar. Húnþykir góð í mat, sósur, te, nammi, vín og semþurrkað krydd. Sumir segja að hún sé góð við kvefi, gigt, ógleði, lystarleysi og mígreni en það er þó ekki staðfest með rannsóknum. Engiferrót er meinholl og bragðgóð Þ órir Bergsson, eigandi og mat- reiðslumeistari segir að áherslan sé á heiðarlegan og hollan mat úr íslenskum hráefnum með keim af Miðjarðarhafinu. „Við erum ekki að stíla upp á túristann, heldur frekar Íslendinga þó allir séu auðvitað velkomnir. Þetta á að vera svona lókal staður fyrir vinnandi fólk sem getur komið hingað í hádeginu og fengið hollan og góðan mat,“ segir hann. Áhersla á sjávarrétti Matseðillinn er ekki flókinn því alltaf er einn réttur dagsins, einn fiskréttur dags- ins auk nokkurra fastra rétta eins og spí- natlasagna, súpu og salats. Einnig eru all- ar kökur bakaðar á staðnum. „Ég vil hafa þetta frekar einfalt og þá getur maður haldið verðinu frekar niðri og hér færðu hollan og góðan mat fyrir peninginn. Hér munum við keyra meira á sjávarréttum en á hinum staðnum,“ segir Þórir en Bergsson mathús er í Templarasundi. Þórir rekur einnig veisluþjónustu og leigir út salinn á kvöldin en veitingastaðurinn er opinn til sex alla virka daga. Á nýja staðnum hyggst hann vera með nýja rétti eins og krabbaborgara, saltfiskbollur, humar og djúpsteiktan smokkfisk. Súr- deigsbrauðið hjá Bergsson er alltaf á mat- seðli og er afar ljúffengt. „Ef nýr kokkur kemur í eldhúsið klúðrar hann undantekn- ingarlaust brauðinu í fyrsta sinn,“ segir hann og brosir. Blaðamaður fékk smakk og getur mælt með réttunum með mjög góðri samvisku. Þórir Bergsson leggur áherslu á sjávarrétti á nýja veit- ingastaðnum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Með útsýni yfir höfnina NÚ ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ SKIPAFERÐUM OG Í LEIÐINNI GÆÐA SÉR Á HOLLUM HÁDEGISMAT HJÁ BERGSSON RE SEM VAR OPNAÐUR NÝLEGA VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN. STAÐURINN MUN LEGGJA ÁHERSLU Á SJÁVARRÉTTI EN ÞAR VERÐA Á BOÐSTÓLUM KRABBABORGARAR, HUMAR, SALTFISKBOLLUR OG SMOKKFISKUR. ALLIR ERU VELKOMNIR EN STAÐURINN ER STÍLAÐUR UPP Á VENJULEGA SVANGA ÍSLENDINGA Í HÁDEGISMAT OG KAFFI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is BERGSSON RE 1 dós kjúklingabaunir (fínt að nota soðnar í dós) 2-3 msk. tahini (sesam- mauk í flösku) 1 hvítlauksrif smá chili 1 tsk. sítrónusafi ½-1 tsk. salt ½ dl ólífuolía Sigtið kjúklingabaunirnar og geymið vökvann, setjið allt í matvinnsluvél og maukið þar til allt er orðið að mjúkri kæfu. Notið vökvann til að stjórna þykktinni. Hellið ólífuolíunni rólega út í og smakkið til með sítrónu og salti. Hummus 1,4 kg bleikja 1 hakkaður laukur ólífuolía dill salt pipar sítróna smjör Skerið fiskflökin í bita og leggið á bökunarpappír með hökk- uðum lauk, ólífuolíu, salti, pipar og dilli og látið liggja á fiskinum í klukkutíma (ekki nauðsynlegt). Skerið sítrónur í sneiðar og leggið ofan á. Bakið við háan hita (200°C) í ca. 5-10 mínútur. Berið fram með bræddu smjöri og sítrónu. Bleikja á ofur einfaldan máta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.