Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 26
Matur og drykkir AFP *Engiferrótin er hitabeltisjurt ættuð frá Suð-ur-Kína en er nú ræktuð víða í Asíu. Hún ernotuð í matargerð og í lækningaskyni. Á Ind-landi er hún oft uppistaðan í mörgum rétt-um, en mest er ræktað af henni þar. Húnþykir góð í mat, sósur, te, nammi, vín og semþurrkað krydd. Sumir segja að hún sé góð við kvefi, gigt, ógleði, lystarleysi og mígreni en það er þó ekki staðfest með rannsóknum. Engiferrót er meinholl og bragðgóð Þ órir Bergsson, eigandi og mat- reiðslumeistari segir að áherslan sé á heiðarlegan og hollan mat úr íslenskum hráefnum með keim af Miðjarðarhafinu. „Við erum ekki að stíla upp á túristann, heldur frekar Íslendinga þó allir séu auðvitað velkomnir. Þetta á að vera svona lókal staður fyrir vinnandi fólk sem getur komið hingað í hádeginu og fengið hollan og góðan mat,“ segir hann. Áhersla á sjávarrétti Matseðillinn er ekki flókinn því alltaf er einn réttur dagsins, einn fiskréttur dags- ins auk nokkurra fastra rétta eins og spí- natlasagna, súpu og salats. Einnig eru all- ar kökur bakaðar á staðnum. „Ég vil hafa þetta frekar einfalt og þá getur maður haldið verðinu frekar niðri og hér færðu hollan og góðan mat fyrir peninginn. Hér munum við keyra meira á sjávarréttum en á hinum staðnum,“ segir Þórir en Bergsson mathús er í Templarasundi. Þórir rekur einnig veisluþjónustu og leigir út salinn á kvöldin en veitingastaðurinn er opinn til sex alla virka daga. Á nýja staðnum hyggst hann vera með nýja rétti eins og krabbaborgara, saltfiskbollur, humar og djúpsteiktan smokkfisk. Súr- deigsbrauðið hjá Bergsson er alltaf á mat- seðli og er afar ljúffengt. „Ef nýr kokkur kemur í eldhúsið klúðrar hann undantekn- ingarlaust brauðinu í fyrsta sinn,“ segir hann og brosir. Blaðamaður fékk smakk og getur mælt með réttunum með mjög góðri samvisku. Þórir Bergsson leggur áherslu á sjávarrétti á nýja veit- ingastaðnum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Með útsýni yfir höfnina NÚ ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ SKIPAFERÐUM OG Í LEIÐINNI GÆÐA SÉR Á HOLLUM HÁDEGISMAT HJÁ BERGSSON RE SEM VAR OPNAÐUR NÝLEGA VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN. STAÐURINN MUN LEGGJA ÁHERSLU Á SJÁVARRÉTTI EN ÞAR VERÐA Á BOÐSTÓLUM KRABBABORGARAR, HUMAR, SALTFISKBOLLUR OG SMOKKFISKUR. ALLIR ERU VELKOMNIR EN STAÐURINN ER STÍLAÐUR UPP Á VENJULEGA SVANGA ÍSLENDINGA Í HÁDEGISMAT OG KAFFI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is BERGSSON RE 1 dós kjúklingabaunir (fínt að nota soðnar í dós) 2-3 msk. tahini (sesam- mauk í flösku) 1 hvítlauksrif smá chili 1 tsk. sítrónusafi ½-1 tsk. salt ½ dl ólífuolía Sigtið kjúklingabaunirnar og geymið vökvann, setjið allt í matvinnsluvél og maukið þar til allt er orðið að mjúkri kæfu. Notið vökvann til að stjórna þykktinni. Hellið ólífuolíunni rólega út í og smakkið til með sítrónu og salti. Hummus 1,4 kg bleikja 1 hakkaður laukur ólífuolía dill salt pipar sítróna smjör Skerið fiskflökin í bita og leggið á bökunarpappír með hökk- uðum lauk, ólífuolíu, salti, pipar og dilli og látið liggja á fiskinum í klukkutíma (ekki nauðsynlegt). Skerið sítrónur í sneiðar og leggið ofan á. Bakið við háan hita (200°C) í ca. 5-10 mínútur. Berið fram með bræddu smjöri og sítrónu. Bleikja á ofur einfaldan máta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.