Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 17
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 löndum sé keppt í ólympískum lyft- ingum alveg niður í tíu ára aldur en þar sé ekki keppt um mestu þyngdirnar heldur um að fram- kvæmdin á lyftunum sé sem best. „Á Íslandi eru mjög fáir ungling- ar eingöngu að lyfta. Þeir sem lyfta eru almennt einnig í öðrum íþróttum á borð við frjálsar íþróttir eða krakka-crossfit. Þar læra þau ákveðin undirstöðuatriði í lyfting- um og eru ekki að stefna á lyft- ingakeppni.“ Vissulega séu undantekningar frá þessu, ein þeirra er Guð- mundur Högni Hilmarsson sem er af þriðju kynslóð afrekslyftinga- manna. Hann byrjaði að æfa ólympískar lyftingar 13 ára en hann snaraði 80 kílóum og jafn- henti 101 kíló 15 ára gamall. Aðferðafræðin skiptir öllu „Börn fá jafnmikið út úr lyftingum og fullorðnir, þetta er bara spurning um aðferðafræðina við þjálfunina,“ segir Ingimundur Björgvinsson, kraftlyftingaþjálf- ari í Gróttu. Hann hefur gríðarlega reynslu af lyftingaþjálfun barna og unglinga en hann þjálfar m.a. Fanneyju Hauksdóttur, heims- meistara unglinga í bekkpressu, og þjálfaði börn í Danmörku þar sem hann bjó áður. „Þó svo að börn megi ekki byrja að keppa í kraftlyftingum fyrr en þau verða 14 ára, geta yngri iðk- endur samt lært greinina en þá eru æfingarnar mjög almenns eðlis og snúast alfarið um að læra tækni og auka hreyfifærni. Þá taka þau mun fleiri endurtekningar, kannski 10-15 sinnum, og minni þyngdir en full- orðnir einstaklingar,“ segir hann og bætir við að rétt tækni sé fyrir öllu en þyngdin skipti ekki máli. „Það á ekki að vera nein sérhæf- ing heldur eiga æfingarnar að vera mjög fjölbreyttar. Markmiðið er að tryggja gott vöðvajafnvægi, byggja upp góðan grunn og einbeita sér að góðri tækni. Álagið verður aldr- ei sambærilegt hjá þessum ein- staklingum og hjá þeim sem hafa náð fullum þroska.“ Þegar Ingimundur bjó í Dan- mörku þjálfaði hann börn frá fimm ára aldri en yngstu iðkendurnar sem hann hefur þjálfað á Íslandi eru í kringum níu ára aldurinn. Hann bendir á að í nágrannalönd- um okkar tíðkist að börn frá fimm ára aldri læri grunnhreyfingar í kraftlyftingum en á allt öðrum for- sendum en fullorðnir. Markmiðið sé ekki að lyfta sem mestum þyngdum heldur að sýna góðar og réttar hreyfingar. Að mati Ingimundar er umræða um áhrif lyftinga á vöxt barna ein ástæða efasemda sumra foreldra. „Rannsóknir í dag afsanna þá full- yrðingu, en auðvitað skiptir máli hvernig farið er að. Ef ungur ein- staklingur er undir sama álagi og fullorðinn einstaklingur eru yfir- gnæfandi líkur á að viðkomandi verði fyrir meiðslum, ferill hans verði ekki langur og að hann njóti ekki góðs af jákvæðum áhrifum styrktarþjálfunar.“ Leikur og náttúrulegar hreyfingar Crossfit Reykja- vík býður upp á krakka-crossfit fyrir aldurshóp- ana 3-5 ára, 6-9 ára og 10-16 ára. Sólveig Gísladótt- ir, sem einnig er leikskólakennari að mennt, kennir á námskeiðunum. Að hennar sögn er kennsla yngstu barnanna aðeins í gegnum leik en þau læri í sjálfu sér ekki neinar sérstakar æfingar. „Þegar þau eru sex til tíu ára læra þau einfaldar æfingar með eigin líkamsþyngd, náttúrulegar hreyfingar sem okkur er ætlað að geta gert á unga aldri eins og hnébeygjur og að reisa sig upp.“ Eftir tíu ára aldurinn séu hreyf- ingar á námskeiðunum framsettar sem sérstakar æfingar. Börnin læri þá grunnhreyfingarnar bakvið rétt- stöðulyftu, hnébeygju, jafnhendingu og snörun. Hins vegar fari kennsl- an fram með 300 gramma priki. „Þegar þau eru á grunn- námskeiði hjá okkur eru þau bara með prik og þá skiptir engu hvort þau eru tíu eða sextán ára. Börn- unum finnst þau löngu tilbúin til að takast á við meiri þyngdir en við erum mjög passasöm. Þegar þau ná valdi á hreyfingunum fá þau að nota fimm kílóa tæknistangir.“ Hún segir getu barnanna afar einstaklingsbundna og því sé ekki hægt að ráðleggja öllum það sama hvað þyngdir varðar. „Himinn og haf getur verið þarna á milli. Þess vegna segi ég ekki öllum 12-13 ára að gera það sama heldur miða þyngdina við getu hvers og eins. Þegar þau koma inn í fullorðinstíma er fylgst vel með unglingunum, rétt eins og gildir um fullorðna. Við leggjum ofuráherslu á, hvort sem um unglinga eða fullorðna er að ræða, að þyngdin skiptir ekki máli, heldur rétt tækni.“ Sólveig segir ábyrgð þjálfara mikla, sérstaklega þegar börn séu annars vegar. Honum beri að sjá til þess að iðkendur noti ekki meiri þyngdir en geta þeirra gefi tilefni til. „Unglingar geta verið nær þindarlausir og rosalega góðir í hlaupum og líkamsþyngdaræfing- um en um leið og þeir fá stangir og lóð í hendurnar pössum við þá einstaklega vel. Ég er afar stolt af okkar starfi og orðspor starfsem- innar skiptir mig miklu máli, sem þjálfara, mömmu og kennara.“ Krakkarnir í Skólahreysti þurfa að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri í keppninni, svo sem dýfur, armbeygjur, hreystigreip, upphífingar og hraðabraut. Morgunblaðið/Kristinn Kría Cycles, Grandagarði 7 í Reykjavík, ætlar að safna saman öfl- ugum hópi kvenna til að hjóla saman 100 kílómetra, sunnudaginn 26. júlí. Þetta er alþjóðlegur viðburður sem þúsundir kvenna taka þátt í. Myllumerki hans er #womens100. Konur hjóla 100 kílómetra saman *Þegar ég áttaði mig á því hversudýrar jarðarfarir væru, fór ég aðhreyfa mig og gæta að mataræðinu. Thomas Sowell, hagfræðingur. Grillvertíðin stendur nú sem hæst og landinn nýtur þess að grilla úti á palli og í bústaðnum í hvert skipti sem sú gula lætur sjá sig. Hér er uppskrift að „hollustuhammara“ Röggu Nagla. HOLLUR HAMMARI 4% hakk (fæst í Kjöthöllinni) Season All, sjávarsalt, pipar … 5% ostur Iceberg-kál Sykurlaus tómatsósa (t.d. Sollu)/salsa/sinnep/sykurlaus BBQ 5% sýrður rjómi Sneiddir tómatar Heilhveiti-hamborgarabrauð 1. Móta litlar bollur úr 100g af hakki. Krydda vel og fletja út. 2. Steikja borgara í George For- eman-grilli í 5-6 mín. á pönnu eða útigrilli í 2-3 mín. á hvorri hlið. Skella svo 1-2 sneiðum af horuðum osti og leyfa að bráðna. 3. Hita hamborgarabrauð í ofni eða ofan á brauðrist. 4. Smyrja brauð með tómatsósu/ salsa/sinnepi/sýrðum/bbq. 5. Raða á brauðið káli, gúrku, tóm- ötum, rauðlauk eða hverju því grænmeti sem gleður sjálfið. Hollustuhammari Röggu Hamborgarinn er sérstaklega góður með kartöflubátum. https://ragganagli.files.wordpress.com Á heimasíðu Sóla jógastúdíós, á Fiskislóð 53-55 í Reykjavík, má finna góð ráð til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í jóga. 1. Jógadýna Á langflestum jóga- stöðum er boðið upp á lánsdýnur og á meðan þú sérð hvað hentar þér er ágætt að nýta sér það. 2. Handklæði Í heitu jóga er handklæði ómissandi. Best að það sé ekki úr of grófu efni, vegna nún- ingsálags. 3. Fatnaður Algengt er að karl- menn séu á stuttbuxum einum klæða og konur í stuttbuxum og topp. Með léttum klæðnaði nærðu að njóta þín betur í hita en mikil klæði og óþarfa hiti vegna þeirra dregur úr getu þinni. 4. Aukahlutir Stundum eru not- aðar svokallaðar blokkir til að draga úr álagi á t.d. bak og hné. Allir geta stundað jóga með smá æf- ingu og haft gaman af, ungir sem aldnir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Góð ráð fyrir jóga Í kraftlyftingum (e. powerlifting) er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt í sérstökum búnaði eða án búnaðar. Keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurveg- ari er sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum. Stundum er keppt í einstökum greinum, þá helst í bekkpressu. Ólympískar lyftingar (e. weightlifting) skiptast í jafnhendingu og snörun. Í jafnhendingu (e. clean and jerk) er stöng lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending og síðari hreyf- ingin er jafnhöttun. Í frívendingu (e. clean) er stöng lyft frá gólfi upp að öxlum í einni samfelldri hreyfingu þar sem viðkomandi beygir sig undir stöngina á réttu augnabliki og stendur upp. Í jafnhöttun (e. jerk) er stöng lyft í einni samfelldri hreyfingu frá öxlum/brjóstkassa með arma upp fyrir höfuð, með því að beygja sig í hnjánum og rétta ásamt því að rétta úr örmum og ljúka lyftunni í jafnvægi með útrétta arma og stöngina fyrir ofan höf- uð. Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana. Kraftlyftingar eða ólympískar? Ingimundur Björgvinsson Sólveig Gísladóttir Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.