Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Efnt verður til ljóðadagskrár með nýjum skáldahópi og kanadískum gesti á Loft hosteli í dag, laugardag, á milli klukkan 14 og 16. Hópur kvenna sem tóku þátt í fjölmála rit- smiðju Bókmenntaborgarinnar fyrr á þessu ári hefur stofnað nýtt samfélag rithöfunda í Reykjavík, Ós. Markmið þessa grasrót- arfélags er að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld á Íslandi með ólíkan bakgrunn hvað varðar upprunaland og tungumál. Ós stefnir að því að koma þessum höfundum á fram- færi, bæði á prenti og með viðburðum. Í dag munu tvær skáldkonur úr hópnum lesa upp, þær Ewa Marcinek og Randi Stebbins. Þær koma fram með kanadíska skáldinu Gregory Betts sem á nú leið um Reykjavík. NÝR SKÁLDAHÓPUR LJÓÐ Á LOFT HOSTELI Kanadíska skáldið Gregory Betts er staddur hér á landi og verður hluti af dagskránni. Mammút, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Frið- rik Dór eru meðal þeirra sem koma fram í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Druslugangan verður haldin í fimmta sinn í dag, laugardag, en lagt verður af stað frá Hall- grímskirkju klukkan 14. Gangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi og er höfuðáherslan á að færa ábyrgð kynferð- isglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju, niður Skóla- vörðustíg, Bankastræti og mun enda á Aust- urvelli þar sem við taka fundarhöld og tón- leikar. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir og Guðrún Katrín Jóhann- esdóttir munu meðal annars halda ræður og á tónleikum munu síðan Mammút, Úlfur Úlf- ur, Boogie Trouble og Friðrik Dór koma fram. LAGT AF STAÐ KLUKKAN 14 DRUSLUR GANGA Bræðslutónleikarnir á Borgarfirði eystra fara fram í dag, laugardag. Þetta árið býður Bræðslan upp á fjölbreytta dagskrá, margverðlaunaði Aust- firðingurinn Prins Póló kemur fram, Ensími snýr aftur í sviðsljósið, Lára Rúnars kemur með sitt fríða föruneyti, gullbark- inn Valdimar kemur með samnefnda hljóm- sveit, rokkararnir í Dimmu mæta og síðast en ekki síst kemur kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, í fyrsta skiptið í Bræðsluna. Ým- islegt fleira skemmtilegt verður í boði fyrir gesti, s.s. ljósmyndasýning og ljósmynda- samkeppni í boði Canon. Síðustu ár hefur fjölbreytt dagskrá, skipulögð af ýmsum að- ilum, staðið í heila viku áður en sjálfir Bræðslutónleikarnir fara fram. BRÆÐSLAN Á BORGARFIRÐI TÓNLISTARVEISLA Prins Póló spilar á Bræðslunni. Menning Guitarama er gítarhátíð þar semBjörn Thoroddsen fær úrvalsgít-arleikara hvaðanæva úr heiminum til þess að leika með sér kúnstir sínar fyrir tónlistarunnendur. Hún verður haldin á Ís- landi í fyrsta sinn í október. Björn, sem hefur verið einn umsvifamesti djasstónlist- armaður landsins í ein þrjátíu ár, hefur gefið út ógrynni platna undir eigin nafni og í samstarfsverkefnum og hlotið fjölda við- urkenninga í gegnum tíðina. Síðastliðin fimmtán ár hefur það færst í aukana að Björn starfi utan landsteinanna og fyrir fáeinum árum flutti hann út hug- mynd sína að Gítarveislu Björns Thor undir nafninu Guitarama, sem hann sér um skipulagningu á og stjórnar. Hátíðin hefur verið haldin í Winnipeg og Edmonton í Kanada, Denver í Bandaríkjunum og Berg- en í Noregi. Gestir Björns á Reykjavík Gu- itarama verða Al Di Meola, sem er einn virtasti gítarleikari heims í dag, Robben Ford, Peo Alfonsi og Brynhildur Odds- dóttir. Byrjaði sem Gítarveisla Bjössa Thor „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var bú- inn að bauka við gítarinn í nokkuð mörg ár fór ég að halda svona litlar uppákomur sem ég kallaði Gítarveislu Bjössa Thor, sem voru alltaf mjög skemmtilegar. Ég hef ver- ið mikið að spila í útlöndum og það hefur bara færst í aukana frá árinu 2000. Ég var þá öðru hvoru að skjóta þessari hugmynd að fólki úti hvort ekki væri gaman að setja upp svona gítarhátíð. Ég fór að minnast á að ég hef verið með svona litlar uppákomur hérna á Íslandi og hvort það væri ekki upplagt að gera þetta þarna í Kanada. Ein- hver sem var bæði réttur maður og þekkti til mín heyrði af þessu og þannig fór þetta af stað. Þeir voru reiðubúnir að prófa þetta og það seldist upp einn, tveir og þrír. Það var árið 2000 sem ég fór út til Kan- ada að spila í sambandi við einhvern Ís- lendingahitting. Ég held ég hafi verið í fríðu föruneyti, með forsætisráðherra. Þar kynntist ég fjölda fólks sem ég hef haldið sambandi við. Ég fer að fara þangað út og bý mér til eins konar hreiður þarna í Winnipeg og vinn töluvert mikið út frá þessum stað. Ætli ég sé ekki búinn að gefa út um tíu plötur með mér þarna í Kanada.“ Björn segir málin hafa æxlast á þann veg að hann spili raunar mun meira í Kan- ada en á Íslandi. Markaðurinn þar sé stærri, sem hentar honum ágætlega. „Þetta er ekki beint topp tíu tónlist sem ég hef staðið fyrir. Bakgrunnur minn er í djass- inum. Það er kannski ekki stór markaður fyrir þetta, svona tónlist án söngs, á Ís- landi. Það segir sig sjálft að það er stærri markaður í stóru landi. Þetta eru ekki vís- indi – eða kannski er þetta það? Svona virkar þetta! Hins vegar hefur heilmikið breyst frá því ég byrjaði með þessar uppákomur í Winni- peg. Það er allt lagt í þetta. Hátíðin er haldin í stóru leikhúsi og það er alltaf upp- selt. Þetta er líka orðið að árlegri uppá- komu. Það er alltaf erfitt að tala stórt um sjálfan sig“, segir Björn, hógværðin upp- máluð og tregur til að botna setninguna „en þetta er komið á „katalóg“ borg- arinnar.“ „Þetta byrjar í Kanada, svo fer ég til Denver og held þetta einu sinni þar, sem gekk mjög vel. Svo hef ég haldið þetta í Bergen, á listahátíðinni þar, sem heppnaðist líka vel. Nú síðast var Edmonton að koma inn í vor og þeir vilja gera þetta að árleg- um hlut þar. England var svo að koma inn núna og það eru um 95% líkur á að það verði að veruleika. Þá byrjar það í Tenby, litlum bæ nálægt Bristol. Þangað fór ég að spila um daginn og skaut fram hugmyndinni. Ég fékk ferlega flotta blaðaumfjöllun þar og í framhaldinu var haft samband við mig og ég spurður hvort ég vildi ekki gera þetta í Tenby.“ Nú ertu áreiðanlega umfram allt þekktur sem djassgeggjari. Er dagskráin djass- miðuð? „Í upphafi hóaði ég saman djassgítarleik- urum af því mín rót lá þar. Nú hefur þetta hins vegar breyst gríðarlega. Nú er djass- inn í minnihluta og nú eru rokkgítarleik- arar, blúsgítarleikarar, söngva- og lagaskáld fyrirferðarmeiri. Fyrst þegar ég byrjaði með þetta var ekki einu sinni sungið en nú er það fastur liður.“ Var það meðvituð ákvörðun að auka breiddina í úrvalinu? „Þegar þú starfar í Ameríku og Kanada er ekki um annað að ræða. Þú eltir fólkið. Það koma menn sem eru að skipuleggja þetta með mér og segja: „Svona virkar þetta!“ Ég mótmæli ekki mönnum sem hafa unnið í þessum bransa í fjölda ára, og þyk- ist vita betur. Svona er þetta bara. En samsuðan af fólkinu er orðin ótrúlega skemmtileg. Mér finnst þetta raunar skemmtilegra svona.“ Talið berst að því hversu alþjóðlegt fyr- irbæri Guitarama er og Björn bendir á að þetta virki á báða bóga. Hann taki líka með sér Íslendinga á hátíðirnar úti. „Ein- mitt núna tók ég tvo með mér frá Íslandi á Edmonton-hátíðina og þeir stóðu sig al- veg glimrandi vel. Það var hún Brynhildur Oddsdóttir í Beebee and the bluebirds, sem verður á Reykjavík Guitarrama. Brynhildur er blúsari og syngur. Svo fór Jón Hilmar Kárason með okkur út. Hann er mjög flott- ur rokkgítarleikari frá Neskaupstað. Öllum stílum ægir saman á hátíðinni, bæði spilað á rafmagn og sambandslaust. Í Winnipeg var t.d. stelpa sem var söngva- og lagaskáld og á eftir kom metal-maður með þrjátíu Marshall-magnara. Þetta er kannski mesti styrkleiki hátíðarinnar. Þú getur átt von á öllu.“ Með óskalista Hvernig seturðu upp prógrammið, velurðu tónlistarmennina sjálfur? „Fljótlega eftir að ég er búinn að klára eina sýningu reyni ég að setja þá næstu saman í huganum. Ég reyni að hafa hana ólíka því sem fór á undan og set saman óskalista. Ég er kannski að leita að 3 eða 5 tónlistarmönnum og set þá saman svona tíu manna lista. Það eru alltaf einhverjir sem geta ekki komið. Ég þekki orðið mann og annan, þannig að ég er alltaf að tala við fólk úti og undirstinga hvort það sé til í hitt og þetta. Ég reyni stundum að hafa smá þema. Einu sinni var til dæmis Bítlaþema í Winnipeg. En þegar maður er með stór nöfn, menn sem eru þúsund sinnum fræg- ari en maður sjálfur, þá verður maður stundum að hafa sig hægan. Þá orða ég það kannski þannig að við séum að reyna að höfða til almennings, spila fyrir fólkið, að við séum ekki hérna til að nördast. Hafa þetta aðgengilegt.“ Er þema fyrir Reykjavík Guitarama í ár? „Það verður svolítið blúsþema. Robben Ford er mjög frægur blúsmaður og svo má ekki gleyma Beebee sem er svolítið fyrir blús. Frábært að geta haft konu með, það hefur hallað svolítið á þær. Kvengítarleik- arar hafa stundum gleymst, en ég hef verið að vinna að því að breyta því. Í Kanada til dæmis geri ég það að reglu að hafa alltaf einn kvengítarleikara. Vonandi verður hlut- fallið jafnt í framtíðinni.“ Blaðamaður spyr í framhaldinu hvort Gu- itarama sé búið að yfirtaka líf Björns, þetta sé svo mikið fyrirtæki, út um allt og allan ársins hring. Björn virðist í fyrstu óviss hvernig hann eigi að svara en segist alveg geta lifað eðlilegu lífi. Hann er þó alltaf með hugann við þetta. BJÖRN THORODDSEN Heldur gítarhátíðir um heim allan GÍTARVEISLA BJÖSSA THOR HEFUR NUMIÐ LAND Í KANADA, BANDARÍKJUNUM OG NOREGI VIÐ GÓÐAR UNDIR- TEKTIR UNDIR HEITINU GUITARAMA. BJÖRN HELDUR HÁTÍÐINA Á ÍSLANDI Í HAUST ÞAR SEM EINHVERJAR SKÆR- USTU GÍTARSTJÖRNUR HEIMS MUNU SPILA MEÐ HONUM Í HÁSKÓLABÍÓI. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Félagarnir að snarfingra á Guitarama í Denver á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.