Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 A f einhverjum ástæðum finna ergi- legir yfirborðsgutlarar stundum að því þegar skriffinnar eða við- mælendur vitna í ömmu sína. Lát- ið er eins og það sé einhvers konar vemmilegur kækur eða tilgerð. Amman frá Delfí Það var vissulega algengt, einkum áður fyrr, að mönn- um yrði fyrst hugsað til ömmu litu þeir yfir farinn veg. Þeim, sem ekki höfðu hafið sig upp í hæðir, þótti slíkar tilvitnanir heimilislegar. En hvers vegna var fremur horft til ömmunnar en afans? Þegar öldin var önnur var amman líklega tiltækari ungviðinu en afinn eða faðirinn. Foreldrarnir þurftu að hafa sig alla við til að tryggja viðurværi í þröngri til- veru. Og þegar hagur vænkaðist gerðu nýjar kröfur það enn hraðar. Ömmur tóku einnig til hendinni heimavið og ekki voru endilega gerðar sömu púlskröf- urnar til þeirra. Og oftast lifðu þær afana. Þeir, sem ergjast yfir því að stórskáld eða stjórn- málamenn vitni yfir sig í ömmur sínar, geta huggað sig við að brátt fer því að linna. Umgjörðin sem gerði ömmur að uppsprettu fróðleiks og vísdóms er að trosna. Framfarirnar hafa séð til þess. Kannski er það tímanna tákn um jöfnuð kynjanna að bilið í lífaldri karla og kvenna fer minnkandi. Börn geta ekki gengið að ömmunum vísum heima frekar en körlum nú orðið. En annað skiptir þó meira máli. Barnabörnin hafa tak- markaðan tíma fyrir ömmur og afa nema helst sín allra fyrstu ár. Þá eru þau ekki farin að leggja á minnið lífs- spekina sem síðar mætti vitna til. Þegar að börn þroskast fá þau pláss á prýðilega reknum leikskóla hjá velmenntuðum kennurum. Þau koma, eins og foreldrar þeirra, þreytt heim eftir lang- an dag. Saman eyða þessar tvær kynslóðir svo fáein- um klukkutímum í lokaannir í dagsins. Amma og afi koma lítt við sögu. Þau hafa einnig við margt að fást, þótt starfsdegi kunni að vera lokið. Golf, skíði, sýn- ingar, félagsstörf, fótbolti í sjónvarpi eða saumaklúbb- ur. Þegar ungviðið er vaxið upp úr leikskólaaldrinum tekur við tími sem er annar en var. Barnungt fólk hverfur á vit tækninnar. Það hefur sífellt minni þörf fyrir að umgangast fólk í sínu næsta nágrenni. Það fer á netið fremur en að fletta upp í fólki. Hver hefur ekki verið í ágætu fjölskylduboði þar sem systkinabörnin eða þremenningarnir sitja saman í sófanum og hver og einn er niðursokkinn í samtöl við einhvern, sem er ekki þar eða í leik af einhverju tagi, án þátttöku nokkurs á staðnum. Og enginn kynnist neinum nema að þeir rek- ist rafrænt á síðar. Því ekki þetta? Sennilega er ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur út af þessu. En þeir sem hafa það þó, halda því fram að hlutur foreldra og skóla í uppeldi barna fari hratt minnkandi (svo ekki sé minnst á ömmur og afa). Stækkandi hluti uppeldisins komi úr uppsprettum netsins, sem foreldrarnir hafi litla möguleika til að hafa áhrif á, enda vita þeir lítið um hvað fer fram á þeim óravíddum. Breytir engu þótt þeir séu vel að sér í tölvum. Þeir eru þar í annarri vídd en börnin. En þeir sem eru hittnastir á björtu hliðina gætu sagt sem svo: Varðandi stórspekina frá ömmunum sem ein- hverjir óttast að týnist, þá er það fjarri öllu lagi. Nú kemur hún til afkvæmanna með „sms“ eða „skype“ og það má allt festa samstundis til allrar framtíðar. Til- vitnunum í ömmu og jafnvel afa mun því fara fjölgandi svo varla verður þverfótað fyrir þeim. Það er nú svo. Großmutter En nýjasta tilvitnunin í ömmu sem fræg varð kom frá sjálfum fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, í viðtali við vikuritið Spiegel. Tímaritið vildi vita hvort ekki hefði mátt fara mildari höndum um Grikki. Schäuble svaraði því til að amma hans hefði sagt að ofdekur væri undanfari ábyrgðar- leysis og lausungar. Ráðherrann bætti því við að ákveðin tegund örlætis gæti undra fljótt haft allt önn- ur áhrif en að var stefnt. Ekki má þó kenna ömmu Schäuble fjármálaráðherra um meint fantabrögð við Grikki. Enda má skoða orð hennar sem áfellisdóm yfir helstu leiðtogum evruríkjanna fyrir að láta „kröfu- hafa“ halda í áratug að viðskipti við Grikki væru jafn örugg og viðskipti við Þýskaland, þar sem myntin væri söm og seðlabankinn einn og hinn sami. Því þótt látið sé nú eins og Grikkir hafi einir skákað í þessu skjóli, þá gerðu það fleiri. Nægir að nefna Írland, Spán, Portú- gal, Kýpur og eftir atvikum Ítalíu. Nú er deilt um það hvað Grikklandsfárið hafi sannað eða sýnt. Um eitt geta menn þó ekki deilt í því sambandi. Grikklands- málið sýndi hið rétta andlit evrunnar og ESB. Það andlit hafa nú allir séð nema þeir ESB-blindingjar sem verst eru staddir. Blikkandi ljós En kannski er tímabært að beina augum að öðrum og stærri hættumerkjum sem nú blikka á himni. Nokkuð er liðið frá því að Idi Amin, forseti Úganda, var eftirlæti fréttamanna, þótt því fylgdi hvorki að- dáun né virðing. Uppátæki hans og undarlegheit, í bland við dýrslega grimmd, tryggði honum kastljós um skeið. Hann hvarf að lokum í skjól í Saudi Arabíu og þurfti aldrei að gjalda verka sinna. Þar dó hann. Mannréttindabrot hans, kúgun, spilling og lausbeisl- aðar morðsveitir (100.000-300.000 drepnir) skyggðu á mörg minni mál, þótt sérkennileg væru. Úganda stríddi við háa verðbólgu. Forsetinn ákvað að bregðast snarlega við því. Sendi hann herinn á stúfana og undir byssukjöftum voru verslunareigendur og rekstrar- menn neyddir til að lækka verð á vörum og þjónustu um tugi prósenta þá þegar. Verðbólgan lækkaði mjög í næstu mælingu. En það gilti um þessa aðgerð eins og sagt var um sjúklinginn. Aðgerðin heppnaðist en sjúk- lingurinn dó. Fyrirtæki í Úganda fóru unnvörpum á höfuðið í kjölfar „efnahagsaðgerðar“ forsetans. Að- ferðir Amins í efnahagsmálum hafa ekki verið brúk- aðar í neinum mæli síðar, nema þá helst í Venesúela. En óneitanlega virðast ýmsir enn trúaðir á að beita megi handaflsaðgerðum þegar veikleikamerki birtast í viðskiptalífi. Dæmi eru kunn, bæði nær og fjær, um að öflugir að- ilar freistast til þess, að hafa jákvæð áhrif á verð hluta sinna þegar á móti blæs. Hver og ein aðgerð af því tagi er ekki endilega utan við mörk þess sem lög leyfa. En þegar hefur verið lagst í slíkan leiðangur, jafnvel í góðri trú, er ekki auðvelt að snúa aftur. Auðveldara er Það sem amma sagði þeim um sólar- lagsbil sátu Grikkir og Kínverjar uppi með í morgunsárið * En það sem gerast kann í Kínaverður ekki héðan af bundið viðþað mikla ríki eitt. Efnahagsáfall þar er dauðans alvara fyrir stöðuna um allan heim. Reykjavíkurbréf 24.07.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.