Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1952, Qupperneq 4

Jökull - 01.12.1952, Qupperneq 4
ur sú breyting orðið, að Sauðá, sem áður rann í Jökulsá, rennur nú vestur með jökuljaðrinum í Kverká. Undir Dyngjujökli er allmikill dalur, er geng- ur suður með Kverkfjöllum vestanverðum. Við jökulsporðinn er landið nokkuð yfir 700 m y. s., en dalbotninn undir jökli virðist vera um eða undir 700 m. Þaðan hækkar landið smám sam- an til suðurs og vesturs — að Kistufelli og Bárð- arbungu. Að suðvestan er einnig 600—700 m hátt slétt- lendi undir Skaftár- og Síðujökli í beinu fram- hafdi af öræfunum, sem að þeim liggja. Hallar jökulstæðinu smám saman upp að Háubungu og Bárðarbungu. Árnar á þessu svæði hafa að likindum mjög grunna farvegi undir jöklinum, og mætti hugsa sér, að talsverðar breytingar yrðu á vatnsmagni þeirra, ef jökullinn styttist til muna. Að sunnan ganga tveir megindalir norður undir jökulinn, Breiðamörk undir Breiðamerk- urjökul og Skeiðarárdalur undir Skeiðarár- jökul. A Breiðamerkurjökli var gerð ein þykktar- mæling, um 10 km frá jökulsporði. Af henúi virðist mega ráða, að sléttlendi haldist þangað inn eftir. Þaðan smáhækkar megindalurinn til norðausturs, milli Esjufjalla og Suðursveitar- fjalla. Vesturhlíðum dalsins hallar upp að Máva- byggðum, en hliðardalur liggur vestur með Breiðamerkurmúla að norðan, eins og yfirborð jökulsins bendir til. Jökulsá á Breiðamerkursandi mun eiga upp- tök í Esjufjöllum og dalnum austan þeirra. Hins vegar fær Breiðá vatn undan Mávabyggð- um og úr vesturbotnum dalsins. Hitt er þó lík- ast, að landið undir framanverðum Breiðamerk- urjökli sé svo lágt, að það yrði að miklu leyti undir vatni, ef jökullinn hyrfi. Til þess benda hin 20—40 m djúpu lón, sem nú hafa myndazt við jökuljaðarinn. Eru botnar þeirra víða und- ir núverandi sjávarmáli. Á landnámsöld og lengi síðan mun Breiða- mörk hafa verið grösugt mýrlendi með tjörn- um og skógi vöxnum ásum á milli. Enn bera árnar fram stórar mótorfur og viðarlurka undan jöklinum. Og nú má sjá leifar af þykkum jarð- vegi upp undir Bæjarskeri í Breiðamerkurfjalli, þar sem landnámsjörðin Fjall stóð fyrrum. Jök- ullinn lagðist þar yfir um 1700, en hvarf þaðan 1945. Skeiðarárdalur er lengsti og mesti dalurinn í Vatnajökli, þótt hann sé fremur þröngur framan til. Jökulsporðurinn endar í h. u. b. 100 m hæð, en undir jöklinum er landið senni- lega lægra. Mjótt og langt lón er nú að mynd- ast við jökuljaðarinn, en um dýpi þess er eigi vitað. Skéiðará rann fyrrum fram miðjan Sand, en hefur nú um langt skeið komið undan aust- urhorni jökulsins, hjá Jökulfelli. Ef litið er á uppdráttinn, sýnist eðlilegast, að áin ætti far- veg S eða SSV frá Færinestindum. Nú leggst hún orðið í nýmyndað lón 1—2 km vestur með jökulsporðinum, áður en hún fellur fram sand- inn. Gæti svo farið, að hún breytti stórlega far- vegi á næstu árum. Áður spýttist Súla undan jökli við horn Eystrafjalls. Nú leggst hún suður með jökuljaðrinum í farveg Blautukvíslar, af því að jökulbunkinn, sem veitti henni aðhald við útfallið, hefur hörfað talsvert til baka. 1 Skeiðarárdal hafa verið mómýrar og kjarr- skógar — eins og á Breiðamörk, áður jökull lagð- ist yfir. I jökulhlaupum berast móhnausar og viðarlurkar fram á sandinn. Dalbotninn hækkar smám saman og er orðinn rúmlega 200 m y. s. á móts við Grænalón, um 20 km vegalengd frá jökulsporði. Þaðan liggur víður dalbotn til norð- austurs og endar i allmikilli, 700—800 m hárri flatneskju milli Kverkfjalla og Esjufjalla. Aðal- dalurinn beygir hins vegar til norðvesturs hjá Grænafjalli og síðan til norðurs í stefnu' á austanvert Grímsfjall. Þar endar aðaldalurinn í allvíðum botni, um 500 m y. s. Grímsvatna- kvosin er skammt norðvestur af dalbotninum. Eigi er vitað með vissu um „dýpt“ Grímsvatna, en mælingar, sem þar voru gerðar, virtust benda til þess, að botn þeirra væri um 800 m yfir sjó. Samkvæmt því væri Grímsvatnakvosin hengi- dalur norðvestur úr Skeiðarárdal og um 300 m hærri en botn aðaldalsins. Ef Skeiðarárjökull hyrfi, mundi Grænalón að sjálfsögðu tæmast. En líklegt má telja, að greinilegur árfarvegur liggi frá Grænalóni suður með Súlutindum og Eystrafjalli. Hins vegar munu farvegir og vatnaskil vera mjög óljós í lág- dalnum og landslag svipað og á Breiðamörk. Það virðist sameiginlegt fyrir meginskrið- jökla þá, sem hér hefur verið rætt um, að landið undir þeim sé öllu lægra en landið fram- an við jökulsporðana. En í þvi sambandi ber að hafa hugfast, að hjarnskjöldur Vatnajökuls gæti hafa þrýst landinu niður með þunga sínum. Ef jökullinn hyrfi að mestu, mætti ætla, að jökul- stæðið hækkaði greinilega, og vísast í því efni 2

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.