Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1952, Qupperneq 6

Jökull - 01.12.1952, Qupperneq 6
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Lagskipting í jökli í Reykjafjöllum Hinn 6. sept. síðastliðinn gekk ég — eða öllu heldur ók í einum af bílum GuSmundar Jónas- sonar — ásamt fleirum upp á Hrafntinnusker á Landmannaafrétt. Erindið upp á skerið var að athuga upptök hrafntinnuhrauns þess, sem þaðan er runnið, en þau upptök munu hafa verið jökli hulin að mestu, þegar Þorvaldur Thoroddsen var að rannsóknum á þessum slóð- um, enda þá talað um Hrafntinnusker í Torfa- jökli. Er kemur fram á brún Hrafntinnuskers, aust- ur af þríhyrningsmælistaðnum, blasir við jökul- kinn norðvestan í hæð þeirri, sem á herfor- ingjaráðskortinu ber hæðartöluna 1163. Mun láta nærri, að hæð jökuls þessa frá rótum upp að efsta hjarni sé um 100 m. Bág var afkoma þessa jökuls síðastliðið sumar, því að þ. 6. sept. var horfinn allur snjórinn frá síðastliðnum vetri. Það, sem einkum vakti athygli mína, var tvennt. I fyrsta lagi hin reglulega lagskipting jökulsins, sem greina mátti frá rótum hans upp undir efstu mörk; í öðru lagi hin skarpt af- mörkuðu skil milli efri og neðri hluta jökulsins (Sbr. meðfylgjandi mynd). Ekki vannst neinn tími til að fara að jöklinum og athuga hann nánar, og varð ég að láta mér nægja að kasta lauslega tölu á íslögin og taka mynd af jökl- inum. Ekki koma þó öll lagskiptin í efsta hluta jökulsins fram á myndinni, og þau, sem. greina mátti á henni ofan svarta beltisins, hef ég orðið að skerpa nokkuð með blýanti, svo að fram kæmi á prentmynd. Ofan við svörtu mörkin mátti greina yfir 20 lög, en neðan þeirra eru lögin nær 40. Vafa- laust má telja, að svörtu mörkin séu mynduð af ösku úr Kötlugosinu 1918. I því gosi lagði mikla ösku norður um þessar slóðir, og spillti hún m. a. mjög veiði í Veiðivötnum. Þá má einnig telja sannað, að lögin í jökli þessum séu árslög, þ. e. rnynduð af fyrningasnjó árs hvers á jöklinum. Hafa þarna orðið árlegar fyrningar fram um 1930, en síðan mun í sumum sumrum hafa bráðnað algjörlega það, sem á féll snævar veturinn áður, og vantar því nokkuð á, að laga- fjöldinn ofan svörtu markalínunnar sé jafn ára- fjöldanum, síðan Katla gaus. Þykkt jökulsins neðan svörtu markanna áætl- aði ég 30—40 m. Þar eð lögin neðan þessara marka munu nær 40 að tölu, samsvarar það því, að meðalfyrningar árs hvers jafngiltu 800— 900 mm úrkomu vatns, en skýrt skal tekið fram, að hér er um lauslega ágizkun að ræða. Aldur neðstu laganna ætti að vera um 75 ár, þ. e. sá ís, sem nú er neðst í jöklinum, hlóðst sem snjór á hjarnsvæði hans á árunum 1880—1890. Það væri vissulega fróðlegt að athuga þennan jökul nánar og mæla hann, einkum ef svo bæri til aftur, að hann yrði ísvana með öllu. til ritgerðar dr. Trausta Einarssonar síðar í þessu hefti. SUMMARY: THE LAND BELOW VATNAJÖKULL Based on the seismic soundings of the French- Icelandic Expedition to Vatnajökull 1951, the author has ventured to make a rough map of the sublglacial topography of the Vatnajökull area. The 700 m plateau N of the glacier seems to extend below the whole of Brúarjökull and the eastern portion of Dyngjujökull, rising slowly to only 800—900 m. a. s. in the central region of the ice cap. Similar features seem to exist under the lobeshaped SW-ern outletglac- iers. From the low land of the south coast. two big valleys are extending N-wards: The Breiða- mörk- and Skeiðard valleys. At Breiðamörk the low land seems to reach ab. 10 km. inland covered by 100—500 m thick ice. The Skeiðará valley is about 200 m. a. s. by Grœnalón, where it branches towards NE and NW. The western valley ends SE of Grímsvötn at some 500 m. a. s., while the Grímsvötn basin seems to form a hang- ing valley ab. 300 m higher than the bottom of the main valley. — Attention is drawn to the possible rising of the glacier bed in case the ice cap was removed. 4

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.