Jökull


Jökull - 01.12.1952, Síða 21

Jökull - 01.12.1952, Síða 21
leingi og bróðir hans Jón Jónsson sem leingi bjó að Hofsnesi sögðu mér að landamerki væri haldinn i millum Kvýskerja og Breiðimerkur að grjótvarðann sem er vestarlega á Fjallsfit ætti að bera í Miðaptanstind ofann sem er á fjall- inu fyrir vestann Breiðumörk og væri þetta merki bæði til fjalls og fjöru, lægi so þaðann frá sem kölluð er Fjallsfjara rekinn undir Hof þar til malirnar fyrir vestann Breiðumörk bera í Krossagil fyrir vestann Breiðármörk og hafi þessi fjara verið haldinn 900 þó væri hér útí athugaverðt að Dejldará sem undir þessum möl- um rennur hafi brotið af þeim vestann so þar fyrir kann færst hafa upp á Breiðumerkurfjöru því hún tekur þá við á Austursíðu og nær að sögnum þar til miðröndinn svarta í Jöklinum fyrir norðan Breiðármörk hafi so þessi fjara verið sögð 1800 þaðann frá tekur við Fellsfjara, hef ég nú aldrei heirt hér tvímæli áleika því þettað hefur so haft og haldið verið í eignar- nafni mína tíð þessi fjörumörk í millum Fells og Breiðármerkur aðskilur eirninn landeign í millum sagðra jarða. Þessa mína meðkenningu handsala eg sanna vera í Erlegra manna nær- veru til merkis mitt nafn að Felli í Hornafyrði þann 8. Apríl Anno 1701 Sigmundur Pálsson.1) Þessa framanskrifuða meðkenning um fjöru- mörk og landamerki í millum Kvískerja og Breiðármerkur og Fells útgaf Sigmundur Páls- son okkur viðverandi einnig sagði og játaði Bjarni Guðmundsson sem nær 30 ár hafði á Kvýskerjum og Breiðármörk verið að so hefði haldið verið sína tíð sem meðkenning Sigmundar greinir um landamerki og fjörumörk millum tieðra og aldrei hefði hann vitað þar tvímæli á leika til sanninda merkis okkar nöfn í sama stað Dag og Ár Anno 1701 að Felli Hornafyrði þann 8. Apríl Eyrekur Arnason Erlendur Eyriksson Athugasemdir við landamerkajaslijal frá 1701. Fjallsfit. Þegar Sigurður Ingimundsson bjó á Kvískerjum (1864—1883), eða a. m. k. á fyrri 1) Sigmundur Pálsson er nefndur sem heim- ildarmaður í eyðijarðaskrá ísleifs Einarssonar, 1712, og sagður hafa nokkra um áttrætt. Hefur hann því verið fæddur um 1630. árum hans hér, var graslendi uppi undir jökul- öldum í Fjallslandi við landamörkin, sem hét Fjallsfit. Var hún því norðar og austar en Fitj- arnar eru nú. Hún mun ekki hafa verið stór né grasgefin, a. m. k. ekki slegin. Efst í Fjalls- fit voru grávíðirunnar (loðvíðir?) það háir, að góða aðgæzlu þurfti við, að lömb leyndust þar ekki, þegar farið var þar um með fjárrekstur. Skömmu áður en Fjallsfit eyddist, hjuggu Hofs- menn þessa runna upp um vortíma til að hafa handa kúm, sjálfsagt í liarðindum. Deildará. Um 1893 rann á með þessu nafni fram úr „Króknum". Rann hún gegnum skarð efst í öldunum og eftir dýpsta farveginum þar fram af og síðan í Breiðá fyrir ofan veginn. Núverandi fjörumörk milli Kvískerja og Fjallsfjöru: Miðaftanstind í Breiðamerkurfjalli ber í Eyðnatind. Fjörumörk milli Fjallsfjöru og Breiðamerkur- fjöru: Breiðamerkurmúla fremst og austast ber i Kaplaklif í Mávabyggðum. (Um miðjar Máva- byggðir — heldur vestanhallt.) Fjörumörk milli Breiðamerkurfjöru og Fells- fjöru: Stiku á fjörunni ber í Hálfdánaröldu og Ivaplaklif. Flosi Björnsson, Kvískerjum. Ef dregin eru fjörumörk þau, sem Flosi grein- ir frá, hefur mér reiknazt Fjallsfjara 2200 m — 1230 faðmar. Eru það um 10 hdr. tólfræð í stað 9, eins og fjaran var talin. Hins vegar verð- ur Breiðárfjara 3250 m eða réttir 1800 faðmar tólfræð. Eystri fjörumörk Breiðár eru vestan til á Nýgræðum, og landamerki eru talin þaðan sjónhending á Kaplaklif í Mávabyggðum. Dreg ég í efa að hin fornu landamerki hafi legið þannig. Hitt er litlum vafa bundið, að mestur hluti Jökulsár, sem nú er, hafi runnið í farvegi Ný- græðnakvísla fyrir rúmum 1000 árum, er Þórði illuga var gefið landið. Um Nýgræðurnar er sandurinn lægstur allt upp að jökli, og enn eru hreppaskilin þar, en ekki við stórfljótið Jökulsá, sem fellur til sjávar 4—5 km austar. Breiðá hefur sennilega runnið að fornu á svipuðum stað og nú. Þar er lægð við jökuljað- arinn og allstórt stöðuvatn. Fjall hefur aðallega átt graslendi á Fjallsfit, sem nú er að mestu eydd af jökli og vatni. Mér er nær að halda, að Fjallsá hafi ekki verið stórá að fornu, heldur hafi Hrútá verið aðalvatn vestan til á sandinum og átt upptök báðum 19

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.