Jökull - 01.12.1952, Page 24
1. mynd.
Svigður á Morsárjökli.
Chevrons on Morsár-
jökull.
Ljósm. Ing. ísólfsson
14—VII 1937.
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON:
Svigður á Morsárjökli
Þeir, sem litið hafa Morsárjökul í Öræfum of-
an frá, annað hvort úr lofti eða úr norðvestur-
hlíðum Skaftafellsfjalla, hafa efalítið veitt því
eftirtekt, að yfirborð þessa jökuls er með nokk-
uð sérkennilegum hætti og ólíkt yfirborði flestra
skriðjökla hérlendis.
Eftir jöklinum endilöngum liggur rönd
(medial moraine) spunnin úr jökulskeri því
(nunatak), er jökulfossinn (ice fall) í botni
Morsárdalsins klofnar um. En beggja vegna
randarinnar er yfirborð jökulsins bárótt, likt og
þvottabretti (Sjá 1. mynd.), og eru bárurnar með
tiltölulega jöfnu millibili á stórum svæðurn.
Uppi undir jökulfossunum liggja bárurnar
næstum þvert á hreyfingarstefnu jökulsins, en er
neðar dregur taka þessar bárur að sveigjast í
boga, er verða æ krappari eftir því, sem neðar
dregur á jökulinn, þar til þær fá næstum odd-
bogalögun, og stefnir oddurinn niður jökulinn.
Orsökin til þessarar sveigingar er auðsæ, sem sé
sú, að hraði jökulstraumsins er minni með
jökuljöðrunum og röndinni en þar á milli og
mestur nær miðja vegu milli randarinnar og
jaðra.
Mynd 2 er tekin síðastliðið sumar af jökul-
fossunum í botni Morsárdals.
22
Sú var tíð, að fossar þessir voru þrír. Sá suð-
austasti gekk þar niður, sem heitir Birkidalur,
en hinir tveir sitt hvorum megin skers þess, er
röndin spinnst úr. Síðustu áratugina hefur jök-
ullinn þynnzt svo mjög, að jökulfossinn í Birki-
dal er horfinn, en fossinn næsti við hann slitinn
í sundur á hamrabrúninni (Hefur verið slitinn
a. m. k. síðan 1942, en var enn ekki slitinn nema
að hálfu 1937. Sbr. 1. mynd.), en nyrzti fossinn
hefur mjókkað mjög. Haldi þynningin áfram
með sama hraða, verður þess ekki mjög langt að
bíða, að skriðjökullinn slitni með öllu frá
ákomusvæði (accumulation area) sínu. Þótt syðri
fossinn sé sundurslitinn, hrynur þar þó enn
mikið af ís fram af hamrinum og rennur saman
í skriðjökul fyrir neðan.
Bárur af því tagi, sem einkenna Morsárjökul,
eru ekki óalgengar á skriðjöklum Alpafjalla og
annarra háfjalla. Sérstaklega fallegar og reglu-
legar eru þær á jöklum þeim, er ganga niður
frá Mont Blanc, og þó einkum á Glacier du
Géant og framhaldi hans, daljöklinum Mer de
Glace. Þessara bára mun fyrst getið af svissneska
jarðfræðingnum L. Agazzis 1840. Kallaði hann
þær chevrons, en chevron er á franskri tungu
þaksperra í húsi eða V-laga borðar utan á ermum
á hermannatreyjum. Brezku jöklafræðingarnir
J. D. Forbes og J. Tyndall, sem fyrstir rannsök-
uðu þessar bárur nokkru nánar, kölluðu þær
„Dirt bands“ vegna þess að sandur og leir safn-
ast oft í bárudalina. Þær kallast og oft, ásamt
öðrum bjúglínum, er korna frarn á yfirborði
jökla, t. d. þar sem skriðfletir skera yfirborðið,