Jökull - 01.12.1952, Page 25
2. mynd.
Innsti hluti Morsárjökuls.
The innermost part of
Morsárjökull.
Ljósm. J. Ives júlí 1952.
ogives, en ogive (franska) er oddbogi á byggingu
í gotneskum stíl. Ekki veit ég neitt íslenzkt nafn
á ogive, en sting upp á nýyrði, svigða (beygist
sem bugða), sbr. nýyrðið svig.
Það mun hafa verið Tyndall, sem fyrstur
sýndi fram á, að aðeins sá hluti af skriðjöklin-
um Mer de Glace, sem myndast af jökulfossi,
er svigðóttur á yfirborði. Virðist þetta vera al-
menn regla. Skýrastar verða svigðurnar, þar
sem jökulfossarnir mynda daljökla með fremur
litlum halla. Það er því eðlilegt, að Morsárjök-
ull hafi skýrastar svigður hérlendra jökla. Þar
má greina þær allt frá jökulfossunum fram und-
ir jökulsporð. Þess mætti og vænta, að svigður
mynduðust á skriðjöklum hæsta jökulsins, Or-
æfajökuls, enda er það svo, að á flugmyndum
má sjá fallegar svigður á sumum þessara jökla.
A Kvíárjökli eru mjög reglulegar, jafnbreiðar
svigður, þegar kemur neðarlega í kverkina milli
Staðarfjalls og Vatnafjalls. Einnig eru mjög
greinilegar svigður á Fjallsjökli (Hrútárjökli)
milli Ærfjalls og suðurhluta Breiðamerkurfjalls
(Sbr. 3. mynd.). Það voru svigðurnar á þessum
jökli, sem Sveinn Pálsson eygði frá Oræfajökli
11. ágúst 1794 og komu honum ú. þá skoðun,
að jöklarnir skriðu sem seigfljótandi massi.
Hann skrifar um Fjallsjökul: „Yfirborð hans
virtist allt vera alsett bogadregnum rákum, er
lágu þvert yfir jökulinn, einkum uppi við megin-
jökulinn, og vissu bogakúpurnar fram að lág-
lendinu, alveg eins og falljökull þessi hefði
runnið fram hálfbráðinn eða sem þykkt, seig-
fljótandi efni.“
Enn eru skiptar skoðanir um það, hvernig
svigður af áðurnefndri gerð myndast. Tyndall
taldi það hugsanlegt, að hér væri um einhverjar
árssveiflur í jökulfossunum að ræða. Ymsir
jöklafræðingar hafa haldið því fram, að þessar
svigður endurspegli sumar- og vetrarhvörf á
ákomusvæði jökulsins. Sýnt hefur verið fram á
það með frjógreiningu (pollenanalysis), að sumar
svigður á jöklum eru raunverulega árslög ákomu-
svæðanna, en sú staðreynd, að svigður myndast
neðan við sundurslitna jökulfossa, eins og t.
d. á Morsárjökli austan randarinnar, sannar,
að ekki getur verið um upprunalega lagskipt-
ingu ákomusvæðanna að ræða í svigðum af
Morsárjökulsgerð, enda greina nú sumir jökla-
fræðingar á milli slíkra svigða, sem þeir láta
halda nafninu chevrons, og þeirra, er myndast
af árshvörfum ákomusvæðanna, og þeir nefna
ogives. Hitt er svo annað mál, hvort svigður
þær, sem myndast neðan við jökulfossa, eru
ekki eins konar árssvigður, þ. e. að ein myndist
ár hvert. Mælingar, sem ég lief gert á breidd
svigða á áðurnefndum jöklum, virðast mér ein-
dregið benda til þess, að um sé að ræða ein-
hverjar reglulegar períódískar breytingar á ís-
magni því, er fellur niður jökulfossana, og að
períódan sé eitt ár, m. ö. o. að hér sé um árs-
sveiflur að ræða. En væri hér um árssveiflur að
ræða, ætti að vera hægt að reikna út nokkurn
veginn skriðhraða jöklanna á ýmsum stöðum
með því að mæla breidd svigðanna. Með hjálp
korta og flugmynda hef ég gert nokkrar slíkar
mælingar. A Morsárjökli austan randar mældi
ég breidd svigðanna á svæðinu 1.5—3.5 km frá
jökulsporði. Breiddin var mæld, þar sem svigð-
oa
i— -J