Jökull


Jökull - 01.12.1952, Side 28

Jökull - 01.12.1952, Side 28
ísaldarjökla var mest á Norðurlöndum og í Kanada, sé landið enn að rétta sig úr kútnum, 15—20 þúsund árum eftir að jökulfarginu var létt af þessum svæðum. Yfirleitt hafa þó löndin lyfzt miklu hraðar en þessu nemur í lok ísaldar, og Nansen gizkaði einhvern tíma á, að jafnvægi befði komizt á eftir svo sem 1000 ár. Um þetta ríkir mikil óvissa, en þó verð ég að halda, að undan jökulfargi, senr lagzt hefði á landið í kuldanum á járnöld á Norðurlöndum eða fyrir um 2000 árum væri landið nú verulega sigið, ef ekki fullsigið. En hitt virðist fráleitt, að veð- ur'farssveiflur síðari alda geti hafa komið fram í sigi eða risi á víxl á svæðinu kringum Vatna- jökul. Með þessa heildarmynd í huga af hugsanlegu landsigi, er Vatnajökull hefði valdið, væri mikils- vert að rannsaka ströndina á þeim slóðum og allt út í 100—200 km frá nriðsvæðinu. Slík rann- sókn gæti haft margvíslega vísindalega þýðingu, verið liður í rannsókn á forsögu Vatnajökuls og jafnframt gefið upplýsingar um styrkleika jarð- skorpunnar hér og um seigju þeirra jarðlaga, er hún hvílir á. A seinni árum hafa verið uppi raddir um landsig við Hornafjörð, er jafnvel hafi staðið yfir síðustu aldirnar. I því sambandi verð ég að taka fram, að ég get ekki fallizt á þau rök sem fram hafa verið færð þessu til stuðnings. Ef sýna á fram á, að land hafi sigið við Hornafjörð og á víðu svæði þar út frá á síðustu 2000 árum, verð- ur að taka málið upp á nýjum grundvelli. DEPRESSION OF LAND IN RELATION TO GLACIER THICKNESS Summary. If Vatnajökull is much thicker noio than during the post-glacial climatic optimum a corresponding depression of the surrounding country might have resulted. lt is pointed out that the depression would have a diameter of up to 500 kilometer and, — if the glacier thick- ness increased by 300 m, — a centrical depth of 10—20 m. However, because of the high vis- cosity of subcrustal matter, it would take a long time (of the order of 1000 years) for such a depression to form, but probably it would have formed by now. The problem of late postglacial niveau changes in a wide area around Vatnajökull is considered to be of high interest both from the point of view of the history of Vatnajökull and from a geophysical point of view: thickness of ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON: KristalgerS íssins Minnstu agnir vatnsins, vatnsmólekúlin eða sameindirnar, liafa hver um sig að geyma eitt súrefnisatóm og tvö vetnisatóm. I vatni geta mólekúlin hreyft sig nokkurn veginn óhindrað, þó þannig að meðalfjarlægðin á milli þeirra helzt óbreytt. Þau eru hér á stöðugri hreyfingu, sem verður eftir því hraðari sem hitastigið er hærra. Mólekúl íssins eru hin sömu og vatnsins, en þar eru þau bundin innbyrðis, þannig að afstaða þeirra breytist ekki, og hreyfingar þeirra eru aðeins smásveiflur um jafnvægisstöðuna. Sveifl- ur þessar verða því stærri sem hitastig íssins er hærra, og við bræðslumarkið eru þær orðnar svo öflugar, að mólekúlin losna úr tengslum hvort við annað og færast varanlega úr stað. Isinn breytist úr föstu ástandi í fljótandi vatn. Af útliti ísmola er yfirleitt erfitt að geta sér til um niðurröðun mólekúlanna. Þó verða ákveðin fornr áberandi, þar sem ísinn myndast ótrufl- aður, svo sem þegar yfirborð á lygnu vatni tekur að frjósa eða frostrósir myndast á glugga. í báðum tilfellum ber mikið á línum, sem mynda 60° horn sín á milli. Greinilegast kemur þetta fram í litlum snjókornum eins og þeim, senr sýnd eru á 1. mynd. Snjókornin eru flöt og myndin tekin hornrétt á flötinn. Sexhyrnda lagið er hér mjög áberandi og gefur til kynna, að ískristallinn heyri til sexhyrnda eða hexagónala kristalflokksins, en kristallar kallast öll föst efni, þar sem um ákveðna niðurröðun atóm- anna er að ræða. Kristalbygging íssins hefur verið rannsökuð nákvæmlega með röntgengeislum. Niðurstaða rannsókna þessara er sýnd á 2. mynd, þar sem staða súrefnisatómanna er táknuð með hring- um. I kringum livert súrefnisatóm liggja fjögur önnur súrefnisatóm í fjarlægðinni 2.76 Á (1 Á the crust and viscosity of subcrustal matter in Iceland. In late years ideas about sinking of the area near Hornafjörður have been put forward, but with inconclusive arguments. The question needs a thorough reconsideration. 26

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.