Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 22

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 22
talið alla blágrýtismyndunina tertíera, og lands- lagið gati þá verið talsvert eldra. Niðurstöð- ur rannsókna þeirra Trausta Einarssonar og Þorbjörns Sigurgeirssonar á stefnu segulsviðs i bergi virðast styðja þá skoðun, að efstu lögin i blágrýtismynduninni séu tertier. Hér skal bent á nýja aðferð til þess að kanna aldur landslagsins. Byggist hún á þvi, að ört rof raskar hitaástandi bergsins, og hitamceling- ar í borholum geta þvi gefið bendingar um aldur landslagsmyndunar. Hiti vex með dýpt i jörðu. I œstœðu ástandi er hitastigullinn venjulega um 20° C til 50° C fyrir hvern kilómetra dýptar. Breytingar á yfir- borði raska þessu jafnvœgi og hitastigull verð- ur þá annar. Jökull sverfur ofan af heitu bergi og veldur þvi óvenjulega háum hitastigli efst i berggrunninum. Hitabreytingar i berggrunn- inum eru mjög hœgfara og ört jökulrof getur því valdið óvenjulega háum hitastigli um langt skeið, eftir að sjálfur jökullinn er horfinn. Hitabreytingar af þessu tagi má áætla reikn- ingslega, og gefur það möguleika til þess að kanna isaldarrofið, ef hinn óraskaði hitastigull er þekktur. Hitamœlingar i borholum hér á landi hafa sýnt, að hitastigull er hér óvenjulega hár eða 100° C til 200° C á kilómetra dýptar, og virð- ist ekki útilokað, að rof ísaldarjökla valdi þessu að einhverju leyti. Því miður hefur enn ekki tekizt að mæla hinn óraskaða stigul, og er því örðugt að kanna isaldarrofið tölulega. Hins vegar má finna lágmark rofsins, ef há- mark hins óraskaða stiguls er þekkt. Nú hafa jarðfræðirannsóknir þeirra G. P. L. Walker og Trausta Einarssonar á Austurlandi sýnt, að þar eru surtarbrandslög, sem væntanlega hafa legið á 8 km dýpt. Surtarbrandur er lægsta um- myndunarstig kola og tilvera hans bendir til þess, að á þessum slóðum hafi hiti á 8 km dýpi ekki farið yfir 500° C. Þessi tala virðist gefa nokkra bendingu um almennt hitaástand í blágrýtismynduninni og gefur þvi möguleika til þess að áætla hámark hins óraskaða stiguls. Kemur þá i Ijós, að hita- stigull mældur i borholum hér á landi er það hár, að hann verður vart skilinn á annan hátt en þann, að isaldarrof hafi verið mjög ört, og bendir það til þess, að núverandi landslag sé tiltölulega nýlegt. Líkur benda til þess, að það hafi mótazt á seinni hlutum ísaldar. Þetta mætti skilja þannig, að landið hafi hækkað verulega um miðja ísöld, og meginhluti rofs- ins hafi þvi farið fram á seinni hluta ísaldar. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.