Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 61

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 61
Safnmælir í Jökulheimum og vetrarsnjór á Vatnajökli 20. sept. 1956 — 16. sept. 1957 The totalisator at Jökulheimar and the winter snow on Vatnajökull Haustið 1956 var settur upp safnmælir fyrir úrkomu (totalisator) af svissneskri gerð um 50 m norður af skálanum Jökulheimum í Tungna- Arbotnum. Stendur mælirinn á sléttri hraun- klöpp um 660 m yfir sjávarmál, en mælisopið er um 4 m yfir jörð. Um leið og mælirinn var reistur voru sett í hann 12 kg af kalksalti (CaCl0) og 10 1 vatns. Þolir slík blanda yfir 20 st. frost án þess að frjósa, og snjór, sem safnast í mælinn, verður einnig að vatni í pæklinum og tekur þá miklu minna rúm en ella mundi. Eftir því sem meiri úrkoma, regn og snjór safnast i mælinn, verður pækillinn daufari og þolir minna frost. Mælisopið er 200 cm2, en vídd mælisins sjálfs er 2800 cm2 eða 14 sinnum meiri en á opinu. Fyrir hvern lítra, sem bætist í mælinn, á að hækka i honum um 0.357 cm. Hinn 16. sept. 1957 var tekið sýnishorn úr mælinum og efnagreint í Atvinnudeild háskól- ans. Samkvæmt því reyndust vera 223 gr af lireinu CaCl2 í lítra. Nú er þess að gæta, að í þeim 12 kg CaCl2, sem upphaflega var sett í mælinn, er nokkurt vatn, að minnsta kosti 20%, en gæti verið allt að 23%. Sé lægri talan notuð, hafa í raun og veru 9.6 kg af hreinu calsíumsalti og 12.4 1 vatns verið sett í mælinn upphafega — eða nærri 800 gr af salti í lítra. Eftir árið (360 daga) eru 223 gr/1, og svarar það til 43.10 lítra af vatni. Þar frá eiga að dragast 12.4 1 og hafa þá bætzt við 30.7 lítrar. Það svarar til 1535 mm úrkomu yfir árið, 20. sept. 1956 til 16. sept. 1957. Þess ber þó að gæta, að samkvæmt mælingu frá mælisopi að vatnsborði hafði lækkað í mæl- inum um 2.2 cm á tímabilinu 31. maí—16. sept. 1957, og svarar það til rúmlega 300 mm uppgufunar yfir sumarið, en láðst hafði að setja olíubrák á yfirborð pækilsins til jress að hindra uppgufun. Sumarið 1957 var þurrviðrasamt, en vart má þó gera ráð fyrir að úrkoma í Tungnaárbotn- um hafi verið undir 65 mm frá 1. júní til 16. cept. I venjulegum árum er hún efalaust meiri. Samkvæmt ofanrituðu virðist ársúrkoman í Jökulheimum frá sept. 1956 til sept. 1957 hafa numið 1535 + 300-|-65 = 1900 mm og uppguf- un 365 mm. Hinn 16. sept. 1957 var bætt 10 kg CaCl2, H.,0 í mælinn án þess að tæma nokkuð úr honum. Daginn eftir mældust 112.8 cm að yfir- borði og hafði hækkað um 1.7 cm. Hlýtur sú hækkun að stafa af H,0 (vatni) í calcíumsalt- inu. Mun H,O innihald þess rannsakað hér eftir, áður en það er notað. Um miðjan marz 1958 mældi Sigurjón Rist hæð að yfirborði í mæli = 105,5 cm. Hafði hækkað um 7.3 cm á sex mánuðum. Svarar sú hækkun til 1020 mm úrkomu. 6. júní 1957 var gerð snjógryfja í skarðinu austan Grímsvatna h. u. b. 1535 m yfir sjó. Vetrarsnjór, niður á grófgert, hart íslag með ryki, reyndist 652 cm. Vatnsgildi var 48% í 100 cm dýpi, 50% í 300 cm og 52.8% í 600 cm dýpi. Hrein íslög voru til samans 8.5 cm, hið þykkasta 3.5 cm í 245—248.5 cm dýpi. Saman- lagt er vatnsgildi vetrarúrkomu þarna 3400 millimetrar, rúmlega 80% meiri en í Jökul- heimum. Hinn 9. júní var grafin gryfja á Tungnaár- jökli í 1150 m hæð. í 455 cm dýpi var greini- legt haustlag með grófum snjó og ryklagi. Vatnsgildi var 53% í 75 cm dýpi, 59% í 200 cm clýpi, 60% í 300 cm dýpi. íslög voru fá, liið þykkasta 5 cm, í 160 cm dýpi. Vatnsgildi vetrarlagsins var 2640 mm. Þetta er aðeins ofan við snælínu haustið 1956. I einu lagi hefur vetrarúrkoman þá mælzt þannig: Jökulheimar 660 m 1835 mm Tungnaárjökull 1150 — 2640 — Grímsvatnaskarð 1535 — 3400 — Jón Eyþórsson. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.