Jökull


Jökull - 01.12.1957, Síða 58

Jökull - 01.12.1957, Síða 58
JökulkJíningur í vesturbrún Torfufells, 1939. Rests of a small glacier on the western edge of Torfufell. Ljósm. Jón Eyþórsson. 8. ÚLFÁRJÖKULL. Miðvikudaginn 2. ágúst 1939 hélt ég frá Akureyri með injólkurbíl inn að Torfufellsá í Eyjafirði, en það er allmikil bergvatnsá, sem kemur af Torfufellsdal. Frá ánni er stutt bæj- arleið að Hólsgerði, innsta bæ í Eyjafirði að vestan, gegnt Tjörnum að austan. Rétt sunnan v;ð Hólsgerði er eyðibýlið Úlfá. Standa bæirnir Torfufell, Hólsgerði og Úlfá austan undir Torfufelli (1241 m). I fjallinu upp af Úlfá er klettaskál allmikil, Úlfárskál, og í henni talsverður jökull. Er hann klofinn í tvennt af klettakambi, sem ber nafnið Krummi. Sést misjafnlega mikið á klett þennan eftir árferði. Undan jöklinum kemur Úlfárjökull og Krummi, 1939. The Ulfár glacier split by the rocky ridge Krummi, 1939. Ljósm. Jón Eyþórsson. áin Úlfá, sem fellur í djúpu klettagili niður hlíðina og rétt norðan við túnið á Úlfá í Eyja- fjarðará. I Hólsgerði búa bræður tveir, Björgvin og Bjartmar Júlíussynir. Sögðu þeir mér, að fyrir 15 árum (um 1924) hefði vart sézt á Krumma. Síðan hefði jökullinn smáeyðzt og orðið minnst- ur fyrir 2—3 árurn, en mundi heldur hafa vaxið síðan. Það er gömul trú, að vetur verði því harðari sem Krummi verður stærri i Úlfárjökli. Þá var og talið, að vegurinn um Vatnahjalla væri fær orðinn að vorinu, þegar sást á Krumrna í Úlfár- jökli (Sbr. íslenzka þjóðhætti, bls. 69 og 139.). Sagnir eru um, að jökulhlaup hafi komið í Úlfá fyrir h. u. b. 200 árum. Hafi bærinn Úlfá þá staðið utar og neðar, en farið af í hlaupinu. Kvað sjást til tótta á þessum stað enn. Bærinn var þá færður ofar, þar sem hann stóð síðan. Hinn 18. marz árið 1925 kom jökulhlaup fram úr Úlfárgili, tók peningshús eða færði í kaf og drap flest féð. Fór Úlfá í eyði upp úr því. Hún þótti góð sauðjörð, og hafa Hóls- gerðisbændur þar fjárhús. Af hlaupinu segir svo í bréfi frá siðasta bónd- anum á Úlfá, Jóhanni Jósepssyni: 22. marz 1940. Á útmánuðum 1925 fór ég vanalega á fætur um kl. 4 til að hleypa fénu út og reka það til beitar. En einn morgun, aldrei þessu vant, svaf ég sem fastast, en varð þess var seinni lrluta næturinnar, að engu var líkara en land- skjálfti væri að koma, og heyrðist mikill hvinur um leið. Eg gaf því engan gaum og sofnaði og vaknaði ekki, fyrr en Gunnar á Tjörnum kom upp á glugga og vildi finna mig, — og þegar út kom, sagði hann, að jökulhlaup væri fallið á fjárhúsin. Sagði hann, að þeim hefði ekki orðið um sel, þegar heimafólk hefði komið á fætur. Þeim hefði sýnzt jökulhlaupið hafa fallið á Úlfárbæinn. Það bar þannig við frá Tjörn- um, vegna þess að Tjarnir eru allmikið í norð- austur frá Úlfá. [Þetta var 18. marz.] Áður en langur tími leið, voru margir menn komnir og þar á meðal voru nokkrir útlend- ingar, sem verið höfðu á Tjörnum um nóttina og voru í þann veginn að fara suður Kjalveg. En þrátt fyrir það, þótt bæði ég og nágrannar mínir værum kunnugir og vissum, hvar httsin stóðu, var langur vegur frá því, að við værum vissir um, hvar grafa skyldi til þess að koma því 56

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.