Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 53

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 53
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Kaldalón. Haustið 1956 var kominn snjór við jökulsporðinn, þegar mælt var. Telur mælinga- maður, að hann muni ]:>á hafa ofmetið fjarlægð- ina, því að ella hefði jökullinn átt að skríða fram um 2 m árið 1956/57, en útlit jökulsins bendir til hins gagnstæða. Hefur þetta því verið leiðrétt og styttingin, -í- 75 m, jöfnuð milli ár- anna 1956 og 1957. Klettakollurinn, sem getið var í síðustu skýrslu, er nú „alveg kominn fram úr jöklinum, en jökull liggur fast að honum að ofanverðu. — Jökullinn er mjög sléttur og ósprunginn, aðeins nokkrar sprungur uppi á efsta hjallanum, þar sem Lónið hlýtur að lokast undir. Allur skriðjökullinn hefur þynnzt mikið, alltaf 4—6 m, að því er mér virðist. Um 150 m frá jökulsporði lá hulda frá norðurholtunum inn undir jökul. Fór ég þar fyrst liðuga 20 m þvert yfir í jökulinn, svo beint upp í móti aðra eins vegalengd. Þar var gat upp úr jöklinum, og var þykkt íssins sem næst 7 m. I þessum göngum var jafn halli, þurrar og tiltölulega sléttar klampir (svo), ísinn ósprunginn með öllu og hvelfingin regluleg. Virðist því -sem engin hreyfing sé þarna í jöklinum og hafi ekki verið síðastliðið ár.-----Svo er Skjaldfönnin. Hana þraut að þessu sinni 8. okt., og voru þá hvergi skaflar eftir í norðurhlíðum dalsins nema á tveim stöðum, undir Höggunum og lítill díll í Seljárgljúfri." (Aðalsteinn Jóhannsson, Skjald- fönn.) Skeiðará. Um hana segir Ragnar Stefánsson, Skaftafelli, í bréfi 10. des. 1957: „Skeiðará kemur öll undan jökli við Jökulfell og rennur síðan spölkorn fram með jöklinum. Síðastlið- inn vetur náði hún sér aftur undir jökulskör- ina og síðan vestur með jökli og fram sandinn í vestasta farvegi hlaupsins frá 1954. Þegar leið á sumar tók hún að falla austur með Jökul- felli og heim að Skaftafellsbrekkum, en vest- asta vatnið hvarf að mestu. — Nú virðist það færast í aukana aftur. Gaman er að sjá, þar sem þetta vatn sogast af lieljarafli inn í jökul- göngin rétt framan við útfall Skeiðarár.“ Fjallsá hljóp í júllmánuði. Mun hlaupið BREtÐÁRMERKURFJALL hafa byrjað þ. 15., náði hámarki síðdegis þ. 17. og var fjarað morguninn eftir. Talsvert vatns- magn, en raskaði þó farveginum fremur lítið annað en dýpka botninn. (Flosi Björnsson). Breiðamerkurjökull. Myndin hér að neðan er gerð eftir teikningu Þorsteins Guðmunds- sonar á Reynivöllum haustið 1957. Það er gömul sögn í Skaftafellssýslu, að fyrrum hafi reykurinn frá Kvískerjum sézt frá Reynivöll- um. Svo gekk Breiðamerkurjökull fram á 17. öld og byrgði alla útsýn vestur yfir sand. Jafn- vel Breiðamerkurfjall hvarf á bak við jökul- bunkann. Mun svo hafa staðið til ársins 1932. Þá tók að ydda á kollinn á Rákartindi (774 m), hæstu gnípu fjallsins, og árið 1936 var allur háröðullinn sýnilegur frá Reynivöllum (Sbr. Arbók Ferðafélags íslands 1937.). Miðaftans- tindur (618 m) var þá ekki kominn í Ijósmál. — Nú mænir hann orðið hátt yfir jökulbunk- ann, eins og teikningin sýnir. Um teikninguna segir Þorsteinn enn fremur: „Eg hef merkt bæjarrústirnar á Felli með x. Þegar þar tók af í hlaupinu 1869, var byggt upp lengra austur með fjallinu, og hef ég merkt það. Bakki var hjáleiga frá Felli, farin í eyði fyrir 1709, en þar sem ég hef merkt til á blaðinu eru gamlar bæjarrústir með heygarði o. fl. Það er á bakkanum austan við Fellsá. Vil ég fyrir mitt leyti slá því föstu, að þar hafi Bakki verið. En Borgarhóll er algerlega týnd- ur, og var hann þó lengst í byggð af hjá- leigum Fells. Örnefnið Brennhólakvisl bendir nokkuð til hvar Brennhólar hafa verið, þó ■kvíslin sé nú horfin, þá þekkja menn enn far- veginn, sem hún var í.“ x Fell byggt fi/Þ 1868-72 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.