Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 40

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 40
Varða á hnaus (785 m) upp af Hnútu. Rótarfjallshnúkur (1026 m) til vinstri. Þetta er sennilega varðan, sem Sveinn Pálsson hlóö 11. ágúst 1794. A cairn probably built al the first. ascent of Örrrfajökull, llth August 1794, by the naturalist and physician Sveinn Pálsson. Photo Flosi Björnsson. klettanibbu lítilli, h. u. b. 1840 m, er gefið hef- ur verið nafnið Hrafnaklettur. Nú fer að opnast útsýni til yztu jaðra Vatna- jökuls í norðri og austri. Þegar komið er í rúmlega 1400 m hæð, kemur Snæfell í ljós og Kverkfjöll úr rúmlega 1600 m hæð, en þangað sáum við ekki í þetta sinn. Er við komum að fyrrnefndum jiikulhrygg, var sprunga nokkur þvert fyrir, og fórum því vestur með henni utan í brekkunni, þangað sem jökullinn var nokkru lægri og hægt að krækja fyrir gjárnar. En nokkrar þeirra höfðu orðið á leið okkar neðar í jöklinum, og voru þær opnari nú en áður, en hægt að krækja fyrir þær flest- ar. Þær urðu þó allmjög til tafar, en venjulega tekur jökulgangan sjálf upp á brúnina h. u. b. 3 klst., en til baka um 2 klst. eða minna. Eftir skamma stund nálguðumst við brúnina, og kom þá í ljós hver hnúkurinn af öðrum hinum megin sléttunnar á kolli Öræfajökuls. Snerum við svo norður á dálítinn jökulhrygg eða hnúk, 1927 m. Þarna uppi staðnæmdumst við og nut- um útsýnisins, er sannarlega var vítt og til- komumikið og litirnir undursamlega tærir í slíkri hæð í björtu veðri, eins og nú var. Útsýninu verður vart betur lýst en með hinni stuttorðu frásögn Sveins Pálssonar: „Sást yfir alla norðausturjöklana og Horna- fjarðarjöklana ásamt afstöðu Mávabyggðafjalls- ins [= Esjufjalla] í jöklinum.... Liggja frá þeim tvær aurrákir, er brátt renna saman í eina, og nær hún suðaustur þangað, sem Jökulsá kem- ur undan Breiðamerkurjökli. Norður af Horna- fjarðarjöklum sást kollurinn á Snæfelli. I vestri sást yfir allan Eyjafjallajökul. ... Til norðurs gátum við ekkert séð vegna hnúkanna, sem áður getur. ... Eg veitti einkum athygli falljöklin- um, sem skriðið hefur niður rétt austan við Kvísker. Yfirborð hans virtist allt vera alsett bogadregnum rákum, er lágu þvert yfir jökul- inn . . . alveg eins og falljökull þessi hefði runn- ið fram hálfbráðinn eða sem þykkt, seigfljótandi efni. ..." (Jöklarit, bls. 495). En nú virtust rákirnar í jökli þessum ekki áberandi, þótt sjáanlegar væru sums staðar, — enda var það nú ekki hið glögga auga náttúru- fræðingsins, sem héðan leit jökulinn í þetta sinn. Hér skal því svo aðeins bætt við, að nú var Mýrdalsjökull hulinn skýjabólstrum hið efra, er teygðu sig langt norður eftir, en héðan sást það- an frá og nokkuð norður fyrir Lómagnúp eða norður um Bjarnarsker (999 m), en þá skyggir Hvannadalshnúkur á. Austur frá munu sjást Öskulög milli berglaga í kletti upp af Rótar- fjallshnúk (1026 m), 85 cm þykk, þar sem myndin er tekin. About 85 cm thíck ash layers between ledges of basalt north of Rótarfjallshnúkur. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.