Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 59

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 59
sem næst niður á mið húsin. — Það voru tví- stæð 100-kinda hús með stóru þili að framan. Þá stakk ég upp á því að grafa skyldi á vissum stað, eftir afstöðu fossanna, sem voru beint uppi í gilinu fyrir ofan liúsin. Spottakorn í suðvest- ur frá fjárhúsunum neðan undir háum melhól var hesthrisið, og hafði lilaupið fallið norðan á hússtafninn og skekkt húsið, en síðan framan við húsið og fyrir dyrnar, svo að ekki var hægt að koma hestunum út, öðruvísi en að moka frá húshliðinni. Nú fóru allir að rnoka, og var byrjað þar, sem mér fannst mundi vera nálægt lagi, og komum við eftir langa mæðu niður á spil, sem var í miðjum húsunum. — Þar lágu ærnar á víð og dreif í húsunum að undanskildum 10 ám, sem lágu í kös hver ofan á annarri í norð- austurliorni htisanna, þar sem lítils háttar skot var, sem ekki hafði fallið inn, — en ein ærin komst út úr húsunum og féll jakaruðningurinn utan um hana, en liafði eigi sakað. Hún náðist sökum þess, að hún heyrðist jarma. — Nú var öllum skrokkunum safnað saman og hinar ærn- ar teknar, sem lifandi voru, og farið með þær heim, og voru sumar þjakaðar. Daginn eftir fór ég að athuga, hvernig hlaup- ið liefði hagað sér, og livort nokkurt vatn hefði verið með, — og fór ég upp að jökli. Sá ég þá hvar allmikil fylla hafði sprungið fram efst uppi í fjallsbrún og tekið allt niður í gegn á jöklinum og steypzt niður úr skálinni, rifið allt, sem nokkurt lát var á, og rutt þar niður í klettagil, sem fljótt tekur við neðan undir skál- inni, farið þar með leifturhraða ofan gilið og skilið víðast hvar eftir allmiklar rastir á gil- börmunum, þar til það kom niður að allháum fossum neðst í gilinu. Var auðsjáanlegt, að þar hafði það tekið loftkast og ekki komið við á allmiklum parti, dunkazt niður á eyrarnar fyrir ofan húsin og skellt þeim áfrarn, en klofnað neðan við þau og runnið það, sem eftir var, í tvennu lagi. Ytri röstin fór út og ofan eyrar, en hin lítið eitt suður og ofan á grasi vaxnar tóftir, en þar kvað bærinn hafa staðið til forna og hafa eyðilagzt af jökulhlaupil Hlaupið mun hafa fallið 500 metra eftir svo að segja hallalausu landi. — Breiddin á því á flatanum var 250 metrar, og frá nyrðra bæjar- horninu voru 50 metrar að hlaupinu. Það var 6 metra dýpi niður á húsin. Jóhann Jósepsson, Hömrum við Akureyri. Úlfárjökull 1939 (ofar) og 1957 (neðar). Skýr- ingar í lesmáli. — Ljósm. Jón Eyþórsson. The Úlfár glacier 1939 (top) as compared ivith 1957 (bottom). Ekki muna þeir Hólsárbræður eftir því, að Krummi hafi alveg horfið, en fyrrum hafði að- eins lítil nibba staðið upp úr. Úlfá er oft tals- vert gruggug af leir. Veturinn 1925 voru miklir sunnan-renningar, og myndaðist feikna hengja á jökulbrúninni. Hefur hún sennilega oltið fram af og spýtzt frarn úr gilinu. Barst gríðarmikil hrönn af snjó og jökum fram á sléttlendið. Árið 1919 féll flóð fram á skálarbrúnina neðri, en komst ekki fram af eða niður hlíð- ina. Var þá rnjög snjóþungt. Nyrzti hluti Torfufells er þunnur kambur, stórgrýttur og frostsprengdur. Vestan í fellinu er skál og nokkur jökulklíningur í börmunumj en ekki getur það jökull talizt, eins og nú er. Þarna hefur þó bersýnilega legið jökull niður 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.