Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 46

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 46
Um kvöldið stóðu sjö tjöld, fjórir víslar og Gusi á Grímsfjalli auk eldhúss, sleða með bygg- ingarefni og loks borghlaðið skýli, sem oftast gengur undir nafninu „hvíta húsið“. Liklega hefur aldrei áður verið svo fjöl- mennt á Grímsfjalli sem þessa daga. Alls voru leiðangursmenn 21, þar af sjö konur. Hér eru nöfnin: Guðmundur Jónasson fararstjóri Jón Eyþórsson fararstjóri Arni Ivjartansson bryti Stefán Bjarnason yfirsmiður Magnús Eyjólfsson pípulagningam. Haukur Hafliðason afgreiðslum. Hörður Hafliðason vélsmiður Gunnar Guðmundsson framkvæmdastj. Trevor Walker (alias brother Grímur) Finnur Eyjólfsson verzlunarm. Hanna Brynjólfsdóttir ljósmyndari Jóhanna Sigurjónsdóttir ljósmyndari Guðrún Arnadóttir hjúkrunarkona Margrét Sigþórsdóttir húsfreyja Hulda Filippusdóttir húsfreyja Steinun Auðunsdóttir verzlunarst. Halldór Olafsson rennismiður Sigurður Waage framkvæmdastj. Magnús Jóhannsson útvarpsvirki Arni Edwins verzlunarmaður Ingibjörg Sigurðardóttir ljósmyndari. Mánud. 3. júní. Skafheiðríkt, logn og feg- urð. Risið úr rekkju um 8-leytið, en mörgum hafði orðið lítt svefnsamt fram eftir nóttu vegna veðurofsa. Var lokið við að renna brenni- steini niður með pípum og ganga frá milli- bitum í grunni. Síðan var skálinn reistur, og gekk það undrafljótt og vel. Af Svíahnúk að sjá, virðist liafa hækkað í Grímsvötnum. Ný hengja er að myndast á Hamrinum, en „svarti bunkinn" að norðan er hár og brattur með djúpum dalkvosum til norðurs vestan hans, en til norðausturs austan megin. Þriðjud. 4. júní. Eftir hádegi gerði stillt og fagurt veður. Var þá hafið að klæða skál- ann utan með krossviðarplötum. Um miðnætti var verkinu lokið. Voru allir á einu máli um það, að hann væri hið snotrasta hús. Miðvikud. 5. júní. Um nóttina voru snarp- ar vindrokur, og héldust þær fram eftir degi, en duttu niður undir kvöldið. Gerði þá hið fegursta veður. Skálinn var klæddur með tex- plötum að innan. Um kvöldið var farið á bíl- um ofan á Grímsvötn. Björn Pálsson flaug yfir og kastaði niður blöðum frá Ulfari Jacob- sen. Fimmtud. 6. júní. Veður dásamlega fagurt. Höfðu ýmsir verið á ferli lengi nætur til þess að njóta fegurðar og taka myndir. Hamarinn sést greinilega ca. 3° yfir vestur- barm Grímsvatna. Nokkru norðar er Hofsjök- ull og sjást í honum tveir dökkir tindar eða jökulsker, e. t. v. Arnarfell litla og Hásteinar, en erfitt er að greina vegna snjóbirtu yfir öllu Snemma morguns sást tindur sunnan Hamars, og hugði Guðm. Jónasson það vera Kerlingu. Mun það og rétt vera. Ráðgert var að fara til Kverkfjalla um kvöld- ið. Var lagt upp kl. 17 á Kraka og Hreini 13, en skálasmiðir skyldu koma nokkru síðar á Gusa. I lágskarðinu austan Grímsvatna, skammt suður af bækistöðinni 1955, var gerð snjógryfja, 660 cm djúp, til jtess að mæla ákomu vetrar- ins. Skarðið er 180 m lægra en Grímsfjall (1719 m) eða tæpir 1540 m. Undir vetrarákomunni, sem reyndist 652 cm þykk, var grófgert, hart íslag með ryki — frá haustinu áður. Vatnsgildi ákomunnar reyndist 3400 mm. Frá gryfjunni var mælt snið yfir Grímsvötn í beina stefnu á Depil (270° á áttavita) og því næst frá Depli í beina stefnu á Gríðarhorn. Var ekið í Kraka í beina stefnu og lesið á hæðarmæli við liverja hálfa mílu (800 m). Reyndist sléttan í 1410 m hæð, en vestast hallar henni niður í slakka (1384 m) undir Depli og Hamrinum. Depill er 1458 m eða 74 m yfir dældina. Árið 1955 var þessi hæðarmunur 114 m og í sept. 1957 var hann aðeins 62 m. Er því sýnileg hækkun á yfirborði jökulsins á Grímsvötnum. Frá Depli var mælt á sama hátt í segul- stefnu 224° að Gríðarhorni. Reyndist sléttan víð- ast 5—10 m lægri á þeirri leið, hallar til suðurs. Föstud. 7. júni. Um miðnætti var lagt upp frá snjógryfjunni í Grímsvatnaskarði áleiðis til Kverkfjalla. Tóku allir þátt í þeirri för nema Hörður Hafliðason, sem varð eftir í skálanum til þess að lakkbera gólf og leggja síðustu hönd á innréttingar. Veður var fagurt, þegar lagt var af stað, en á norðanverðum jökli var þoku- slæðingur. I sólarupprás nálguðumst við Brúð- arbungu. Var sólin eldrauð og geysistór að sjá gegnum þokumóðuna og virtist hvíla á sjálfu 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.