Jökull


Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 45

Jökull - 01.12.1957, Blaðsíða 45
bjart til jökulsins. Mæld var úrkoma í safn- mæli norðan skálans, og virtist hún vera ná- lægt 2000 mm eftir veturinn. Á hámarks-lág- marksmæli á NA-horni sýndist frost hafa orðið mest —23° C, en hiti + 13.5° C, síðan í sept. haustið áður. Um miðaftansbil var farið frá Jökulheimum yfir að jökli, farangri raðað í bílana og á sleða og lagt á jökul kl. 20. Gekk ferðin vel upp brekkuna. Krap var ekki til trafala. Þegar komið var upp á brún, var stefna tekin 114° misv. á 400° áttavita. Þoku dreif yfir með köflum og var dumbungslegt til suðurs, en norðurloftið bjart. 1. júní. Var nú haldið áfram hægt og síg- andi alla nóttina. Færi var allgott. Vísillinn, Hreindýr 13, liitaði sig og olli nokkrum töf- um. Enn fremur truflaðist áttaviti í Gusa vegna miðstöðvar og töldu Krakamenn, að Gusa bæri afleiðis til hægri. Ok Gusi því um 3 km norður á bóginn til Ivraka, og var þá beðið í 2 klst. eftir Jökli I og Hrein 13. Var komið fram um hádegi, er lestin gat haldið áfram. Þá var svartaþoka með snjómuggu og vægu frosti. Gerðist þung færðin og sóttist seint leiðin. Kl. 16 tók að halla undan fæti, og þóttumst við sjá af vegmæli og hæðarmæli, að við værurn komnir fast að Grímsvötnum. Þótti ekki ráð- legt að halda lengra í þokunni, og bjggumst um til næturinnar. Síðar um kvöldið rofaði lítið eitt til og grillti í brún rétt fram undan okkur. Var það Vatnshamarinn í vesturbarmi Grímsvatna. 2. júní. Sunnudag. Heiðríkt veður og fagurt, færðin ágæt. Var nú ekið skemmstu leið á Svía- hnúk eystri, nyrzt á Grímsfjalli, þar sem skál- inn skyldi standa. Komum þangað nálægt há- degi. Sýndi vegmælir þá 62.5 km (39 mílur) frá jökuljaðri með króknum norður á bóginn. Svíahnúkur var að þessu sinni liulinn nýleg- um snjó. Var þegar skipt liði og tekið til starfa. Sumir fóru að rnoka af klöppinni og velja skálastæðið, en aðrir að hlaða eldhús og borðstofu — úr snjó — og þekja yfir með borð- viði og seglum. Gekk hvort tveggja verkið vel. Gunnar Guðmundsson hafði þrýstiloftsbor meðferðis og spændi ofan af klöppinni til þess að jafna hana. Síðan voru reknar niður 2" pípur 40—60 cm, skrúfaðar ofan á þær klær úr smíðajárni og sterkir skrúfnaglar settir gegn- um þær og vegglægjurnar. Hafði Hörður Haf- liðason vélsmiður smíðað klærnar. Á austur- Tjaldbúðir á Grímsfjalli í júní 1957. Skálinn til vinstri. — Ljósm. Árni Kjartansson. gafli er vart 7 cm bil undir vegglægju, en að vestan um 30 cm. Settar voru 2" pípur undir öll horn, auk þess ein á miðjan hvorn gafl og tvær undir hliðar. Enn fremur voru settar á milli þeirra 10 styttur úr 1" pípum. Tveir langbitar eru líka í undirstöðum gólf- bita, og er þeim fest með járnkröppum við gaflbita, en hvíla auk þess á stoðurn úr 1" pípum og trékubbum. Bergið er þarna úr gljúpum sanclsteini, svo að pípurnar rákust niður, án þess að borað væri fyrir þeim. Síðan var rennt brennisteini utan með þeim, og mun erfitt að búa tryggi- legar um undirstöður á þessum stað en gert var. Veður var svo gott um daginn, að matur var soðinn í Kraka, en borðað úti. Eldhús var tilbúið fyrir kvöldið og boðið þar til kvöldverðar um 22-leytið. Var vinnu þá hætt. Matseljur dagsins voru Hulda og Steina „með rausn og prýði“. Urn miðnætti var frostið 13 stig. Gerði þá feiknlega sviptibylji á tjaldborgina. En skjól- garðar höfðu verið hlaðnir, og sakaði ekki, nema hvað Magnús og Gunnar urðu að draga niður toppinn á tjaldi sínu, sem er með upp- blásnum gúmsúlum. Auk þess lagði Guðmund- ur hreppstjóri vænan snjóhnaus ofan á tjaldið til þess að halda því niðri, og lenti köggull- inn á maganum á Árna Edwins, en honum þótti bitinn slæmur. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.