Jökull


Jökull - 01.12.1957, Side 53

Jökull - 01.12.1957, Side 53
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Kaldalón. Haustið 1956 var kominn snjór við jökulsporðinn, þegar mælt var. Telur mælinga- maður, að hann muni ]:>á hafa ofmetið fjarlægð- ina, því að ella hefði jökullinn átt að skríða fram um 2 m árið 1956/57, en útlit jökulsins bendir til hins gagnstæða. Hefur þetta því verið leiðrétt og styttingin, -í- 75 m, jöfnuð milli ár- anna 1956 og 1957. Klettakollurinn, sem getið var í síðustu skýrslu, er nú „alveg kominn fram úr jöklinum, en jökull liggur fast að honum að ofanverðu. — Jökullinn er mjög sléttur og ósprunginn, aðeins nokkrar sprungur uppi á efsta hjallanum, þar sem Lónið hlýtur að lokast undir. Allur skriðjökullinn hefur þynnzt mikið, alltaf 4—6 m, að því er mér virðist. Um 150 m frá jökulsporði lá hulda frá norðurholtunum inn undir jökul. Fór ég þar fyrst liðuga 20 m þvert yfir í jökulinn, svo beint upp í móti aðra eins vegalengd. Þar var gat upp úr jöklinum, og var þykkt íssins sem næst 7 m. I þessum göngum var jafn halli, þurrar og tiltölulega sléttar klampir (svo), ísinn ósprunginn með öllu og hvelfingin regluleg. Virðist því -sem engin hreyfing sé þarna í jöklinum og hafi ekki verið síðastliðið ár.-----Svo er Skjaldfönnin. Hana þraut að þessu sinni 8. okt., og voru þá hvergi skaflar eftir í norðurhlíðum dalsins nema á tveim stöðum, undir Höggunum og lítill díll í Seljárgljúfri." (Aðalsteinn Jóhannsson, Skjald- fönn.) Skeiðará. Um hana segir Ragnar Stefánsson, Skaftafelli, í bréfi 10. des. 1957: „Skeiðará kemur öll undan jökli við Jökulfell og rennur síðan spölkorn fram með jöklinum. Síðastlið- inn vetur náði hún sér aftur undir jökulskör- ina og síðan vestur með jökli og fram sandinn í vestasta farvegi hlaupsins frá 1954. Þegar leið á sumar tók hún að falla austur með Jökul- felli og heim að Skaftafellsbrekkum, en vest- asta vatnið hvarf að mestu. — Nú virðist það færast í aukana aftur. Gaman er að sjá, þar sem þetta vatn sogast af lieljarafli inn í jökul- göngin rétt framan við útfall Skeiðarár.“ Fjallsá hljóp í júllmánuði. Mun hlaupið BREtÐÁRMERKURFJALL hafa byrjað þ. 15., náði hámarki síðdegis þ. 17. og var fjarað morguninn eftir. Talsvert vatns- magn, en raskaði þó farveginum fremur lítið annað en dýpka botninn. (Flosi Björnsson). Breiðamerkurjökull. Myndin hér að neðan er gerð eftir teikningu Þorsteins Guðmunds- sonar á Reynivöllum haustið 1957. Það er gömul sögn í Skaftafellssýslu, að fyrrum hafi reykurinn frá Kvískerjum sézt frá Reynivöll- um. Svo gekk Breiðamerkurjökull fram á 17. öld og byrgði alla útsýn vestur yfir sand. Jafn- vel Breiðamerkurfjall hvarf á bak við jökul- bunkann. Mun svo hafa staðið til ársins 1932. Þá tók að ydda á kollinn á Rákartindi (774 m), hæstu gnípu fjallsins, og árið 1936 var allur háröðullinn sýnilegur frá Reynivöllum (Sbr. Arbók Ferðafélags íslands 1937.). Miðaftans- tindur (618 m) var þá ekki kominn í Ijósmál. — Nú mænir hann orðið hátt yfir jökulbunk- ann, eins og teikningin sýnir. Um teikninguna segir Þorsteinn enn fremur: „Eg hef merkt bæjarrústirnar á Felli með x. Þegar þar tók af í hlaupinu 1869, var byggt upp lengra austur með fjallinu, og hef ég merkt það. Bakki var hjáleiga frá Felli, farin í eyði fyrir 1709, en þar sem ég hef merkt til á blaðinu eru gamlar bæjarrústir með heygarði o. fl. Það er á bakkanum austan við Fellsá. Vil ég fyrir mitt leyti slá því föstu, að þar hafi Bakki verið. En Borgarhóll er algerlega týnd- ur, og var hann þó lengst í byggð af hjá- leigum Fells. Örnefnið Brennhólakvisl bendir nokkuð til hvar Brennhólar hafa verið, þó ■kvíslin sé nú horfin, þá þekkja menn enn far- veginn, sem hún var í.“ x Fell byggt fi/Þ 1868-72 51

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.