Jökull


Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 12

Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 12
4.1. Jökulár „]“. jöklarnir leggja til smágert dust í vatnið, sem ískristallar myndast utan um. Þeir hafa gert meira, greypt svipmót jökulvatna á farveg Þjórsár. Það er eitt höfuðeinkenni jökulvatna, að þau hlaða undir sig og byltast sitt á hvað í farvegi sínum, þar sem flatlent er. Má í jressu sambandi benda á auravötnin sunnan Hofs- jökuls, hinn mikla farveg Tungnaár allt frá jökli og niður fyrir Svartakrók, farveg Þjórsár niður með Fitjaskógum og niður Skeið og loks glæðurnar suður við sjó. Efnið í þessum víð- áttumiklu sandsléttum er ekki einvörðungu frá jöklum, heldur sambland jökulaurs og móbergs- mylsnu af foksvæðunum, og skal það ekki rakið nánar hér. Að því er ísinn varðar, er það aðal- atriðið, hve lofthitinn á auðvelt með að hafa áhrif á vatnshitann, þar sem áin rennur dreift, og í öðru lagi binzt ógrynni af vatni i ís á þessum víðáttumiklu sandflákum. Rennsli frá jöklum er háð skörpum sveiflum. Þar sem belj- andi forað brýzt fram undan jökli á heitum sumardegi, er aðeins sytra eða jafnvel þurrt með öllu að áliðnum vetri. 4.2. Dragár „D“. Dragárnar, sem falla i Þjórsá, setur sniigglega niður, þegar frystir, og eru þær kornlitlar í frostum; Jrað er einkenni dragáa. En svo sprengja Jrær af sér íshelluna með gauragangi í hlákum. Vatn þeirra á sinn þátt í, að farvegur Þjórsár er víða sorfinn af ísi. 4.3. Linclár „L“. A hæðarbilinu frá 550 m til 300 m yíir sjó fellur töluvert lindavatn í Tungnaá og Köldu- kvísl og nokkurt, en óverulegt þó, til Þjórsár sjálfrar. Þetta er svo nefnt kaldavermsl. Vatnið er komið langan veg neðanjarðar. Það er nær jafnheitt árið um kring og ónæmt fyrir duttl- ungum veðurfarsins frá degi til dags. Eitt af einkennum lindáa er, að þær frjósa ekki nálægt upptökum, hversu miklar hörkur sem ganga. Þegar ís leggur á árnar neðar í farveginum, helzt hann aðeins skamma stund. Um leið og dregur úr frosti, taka þær að „éta af sér“, sem kallað er, og eru þá venjulega orðnar alauðar, áður en lofthitinn kemst upp fyrir 0° C. Varmi lindavatnsins ásamt varma frá fallorku heldur Köldukvísl, Tungnaá og Þjórsá (neðan ármót- anna) auðum á stórum köflum og heyr stiiðugt strið við frostið og kælinguna. ísskörin færist til, eftir því hvoru veitir betur, varma vatnsins eða kælingu loftsins. 5. ÍSALAGNIR ÞJÓRSÁR 5.1. Frá upptökum við jökla aö linda- og fall- svceðinu. 5.11. Tungnaá að Hófsvaði. 5.12. Kaldakvisl að Sauðafelli. 5.13. Þjórsá að Eyvafeni. Með þá fróðleiksmola að vegarnesti, sem tíndir eru saman hér að framan, er rétt að fylgjast með ísalögnum Þjórsár og þveráa henn- ar. Er þá bezt að vera inni á hálendinu að haustinu, því að þar gengúr vetur fyrst í garð. Við jökuljaðar er vatnshitinn nálægt 0° C allt árið, enda leikur vatnið þar í ísgöngum. Frost einnar nætur, heiðskír norðanátt síðla sumars, setur svifísmyndun í gang í auravötnunum. Hvítar, frauðkenndar hrannanefnur og ísskæni sjást meðfram ánum, en þegar líður fram á daginn, er ísinn horfinn. í hreinviðri er slík ísmyndun endurtekin nótt eftir nótt. Þegar haustar að fyrir alvöru, norðanátt með snjóslitringi gengur í garð, venjulegast um mán- aðamótin september—október, kemur krapaför eða skrið i árnar, fyrst í jökulárnar og nær samtímis í dragárkvíslarnar, sem hæst liggja. Víkur og vogar fara ekki varhluta af skriðinu, Jrað spyrnist þangað inn og staðnar. Þar mynd- ast lagnaðarís, gráís. Á þá staði í vogum, sem ltvorki skrið né skafrenningur nær til, leggst glærís. Höfuðísar (skarir) vaxa frá bökkum, svo að eftir ánni miðri eða því sem næst verður áll, sem aðalliluti rennslisins fer um. Állinn er þakinn skriði, sem stciðugt rekst á höfuðísana og bryddir Jrá. Höfuðísarnir fá vaxtafellingar líkt og hornahlaup af áhrifum skriðsins. Þegar veðurofsi er mikill, hlaðast upp sullgarðar und- an vindi. Grunnstingullinn (botnísinn) gegnir veiga- miklu hlutverki í sambandi við isalagnir. Hann hálfstíflar árnar, svo að vatnsdýpið vex, oft mjög skyndilega, getur tvöfaklazt eða jafnvel Jrrefaldazt á einni nóttu, enda leggst hann aðal- lega í árnar á brotum og grynningum, eins og nafnið bendir til. Hann er því hinn mikli böl- valdur ferðamanna. Grunnstingullinn vex upp í vatnsborðið, og þar rekst skriðið á hann og staðnar og myndar íshatta úr gráís, sem nefna má grunnstingulseyjar. Á milli eyjanna liðast hlykkjóttir álar, einnig ber mikið á kyrrstæðum 10 JÖKULL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.