Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 49
Vatnajökull hlaupinn
Frásögn Þorvarðar læknis Kjerúlfs 1890
Veturinn eða vorið 1890 hljóp Brúarjökull
fram yfir örœfin á öllu svœðinu milli Jök-
ulsánna í Fljótsdal og Jökuldal (vestustu
kvísl). Þorvarður læknir Kjerúlf fór með
fleirum til að athuga hlaupið. Sögðu svo
kunnugir menn, að eftir hlaupið mundi
jökullinn vera á mjög likum mörkum og
80 áirum fyrr (1810). Er það glöggt vitni.
þess, hvað jöklarnir hafa verið misjafnlega
umfangsmiklir á ýmsum tírnum og legið
misþungt á grunni sinum.
Jökullinn hljóþ langt fram yfir Fitjakofa
á Vesturörafum og nær út að Sauðárkofa.
(Hefur tekið af nær dagsgöngu fyrir gangna-
menn.) Halldór Stefánsson.
I vetur, er leið, þóttust menn vita, að ein-
hver óvanaleg umbrot mundu vera í Vatna-
jökli inn af Jökuldals- og Fljótsdalsöræfum,
einkum á því sviði jökulsins, er Jökulsá í Fljóts-
dal, Jökulsá á Dal og Kreppa hafa aðdrög sín;
Jíví að undir eins snemma vetrarins, þegar
annars htill sem enginn jökullitur er á ám
þessum, fór að bera á miklum jökulleir í þeim,
sem fór svo vaxandi, að um hátíðir var leir-
burðurinn orðinn svo mikill, að er sökkt var
upp í skjólu og látið setjast, var nærfellt helm-
ingur jiikulleðja. Auk [ress sá sauðamaður á
Króksstöðum í Hjaltastaðaþinghá um nýársleytið
úr fjallinu upp frá bænum eitt kvöld eld mik-
inn hlaupa upp í jöklinum inn til Snæfells að
sjá, og um sama leyti eða litlu síðar urðu menn
varir við nokkra jarðkippi; dunur og dynkir
heyrðust líka, er á leið veturinn og vorið, og
um helgi í 14. viku sumars gjörði jakaferð mikla
og vatnsvöxt í Jökulsá á Dal, er hélzt nokkra
daga.
Skömmu síðar fóru tveir menn, Elías bóndi
á Vaðbrekku og Jón Þorsteinsson á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal, í hreindýraslag inn á svonefnd
Vesturöræfi, — það er á milli Jökulsár á Dal
og Snæfells, — og var þá jökullinn lilaupinn
út að Sauðá á Vesturöræfum, og er það á að
geta li/9 míla vegar frá fastajöklinum, sem áður
var. Sauðá þessi fellur úr Snæfelli til suðvest-
urs í Jökulsá á Dal, en eigi úr Vatnajökli, eins
og haft er í „Geologische Karte der Insel Island,
Berlin“.
Vestan megin Jökulsár á Dal var skriðjökull-
inn genginn út á svonefnda Hraungarða á
Kringilsárrana; það eru gamlar jökulýtur og
jökull undir, en var nú allt vaxið töðugresi
og talið bezta haglendið á Brúaröræfum; hafði
jökulsbrúnin farið undir garðana og flett þeim
upp, svo [reir lágu nú ofan á jökulröndinni,
sem var á að geta 30 faðma há. Þessar jökul-
ýtur voru um 80 ára gamlar, og mundi Einar
heitinn, er lengi bjó á Brú og fæddist um alda-
mót, er jökullinn hljóp.
A þessu árabili hefur þá jökullinn þiðnað
og haglendi myndazt ofan á malar- og grjót-
laginu, sem eftir liefur orðið ofan á jöklinum,
er undir liggur.
Þegar ég frétti þetta, fór ég inn á svonefnd
Hvannstóðsfjöll á Brúaröræfum, því að þaðan
var mér sagt bezt útsýni yfir jökulinn og öræfin.
Innsti hnjúkurinn i fjöllum þessum er á lín-
unni milli Snæfells og Herðubreiðar, vestan við
innstu drög Laugarvalladals. Hnjúkur þessi er
á að geta (eftir loftmæli) 2700 feta hár frá sjó
að telja. Utsýni er þaðan ágætt yfir öll öræfin
fyrir innan, milli Kverkfjalla og Snæfells. Eg
var líka svo lieppinn, að veður var þann dag
(24. ágúst) bjart og skírt og livergi þoka á
íjöllum.
Heljarlegri og þó fegurri sjón hef ég aldrei
séð; jökullinn brotinn og bramlaður niður í
gegn á 6 mílna sviði frá Kverkfjöllum að vest-
an og austur á móts við mið Vesturöræfi og
svo langt inrt í fastajökulinn, sem ég sá, og er
það líklega eigi skemmra en 3 til 4 mílur; verð-
ur þannig skriðjökull þessi að yfirmáli frá 25
til 30 mílur.
Jökullinn er líkastur yfir að líta og liamra-
fjöll, sem hausthrím, hálftekið upp, liggur yfir,
svo víða sér í svart bergið og gljúfrin — eða
öllu heldur eins og menn gætu ímyndað sér
frosið haf í brimróti. Ofan á hverjum jaka ligg-
ur grjót og möl, en á milli glittir í bláar og
JÖKULL 47