Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 41
Frá félaginu
Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi (niðri)
fimmtudaginn 25. jan. 1962 kl. 20.30, og sóttu
hann 75 manns. Fundarstjóri var Einar Sæ-
mundsson forstjóri og fundarritari Sigurður
Þórarinsson. Þetta gerðist helzt:
1. Formaður flutti skýrslu um störf félgsns á
liðnu starfsári. Beindi hann sérstöku þakk-
læti til nefnda þeirra, er félagsstjórn hefur
kosið sér til aðstoðar við framkvæmdir fé-
lagsins. Þær eru þessar:
Ferðanefnd: Magnús Jóhannsson formaður,
Guðmundur Jónasson, Ffalldór Olafsson,
Ingibjiirg Sigurðardóttir, Stefán Bjarnason.
Skálanefnd: Stefán Bjarnason formaður,
Fförður Flafliðason, Magnús Eyjólfsson,
Magnús Karlsson, Sigurður Waage.
Skemmtinefnd: Flalldóra Thoroddsen for-
maður, Arni Edwins, Magnús Jóhannsson,
Sigurður Waage, Sigurður Þórarinsson.
Bílanefnd: Gunnar Guðmundsson formað-
ur, Árni Stefánsson, Haukur Hallgrímsson,
Hörður Hafliðason, Sigurgeir Geirsson.
2. Rannsóknastörf. Haustið 1961 voru mældar
breytingar skriðjökla á um 70 mælinga-
stöðum. Höfðu allir hopað nerna Svínafells-
jökull hafði skriðið frarn um 10 m við
suðurjaðar.
Vorferð var farin á Vatnajökul undir for-
ustu Sigurðar Þórarinssonar og Magnúsar
Jóhannssonar. Samflota þeim var mælinga-
flokkur 5 manna undir forustu Steingríms
Pálssonar. Þeir hallamældu snið frá Gríms-
ágúst, og var í minnsta lagi, enda þurrviðri
um þær mundir.
Hoffellsjökull. „Vestan við Geitafell er æði-
stór ísspilda, sem er laus frá aðaljöklinum, en
bilið er svo mjótt, að vel getur verið, að það
verði ekkert síðar í vetur, ef jökullinn gengur
fram, eins og hann mun oftast gera á veturna.
-----Ég mældi (nú) að röndinni á ísspildunni,
en árið 1960 mun ég hafa mælt nokkru lengra.
Þá var hærra í lóninu, og því hélt ég, að þarna
væru sundurlausir jakar, en þeir reyndust vera
ein samfelld íshella, þegar fjaraði úr lóninu,“
segir Leifur í Hoffelli í bréfi.
fjalli í Kverkfjöll eystri. Enn fremur gerði
Örn Garðarsson verkfræðingur þyngdar-
mælingar á þeirri leið.
Hauslferð var farin í fyrri hluta septem-
bermánaðar. Fararstjóri Sigurður Þórarins-
son. AIls voru átta menn í ferðinni þ. á m.
V. Schytt jöklafræðingur frá Stokkhólmi.
Kynnisför á Mýrdalsjökul var farin um
páskahelgina. Þrír snjóbílar og 20 manns
voru í förinni. Einnig fór hópur manna
til Esjufjalla sumarið 1961 undir stjórn
Magnúsar Jóhannssonar. Voru þar með í
för Eyþór Einarsson grasafræðingur og Þor-
leifur Einarsson jarðfræðingur.
Arshátið var haldin í marz 1961 og tókst
með ágætum. Þ. 19. sept. flutti Valter Schytt
erindi og sýndi litmyndir af jöklum víðs
vegar um heim, og 7. nóv. var sagt frá
páskaferð á Mýrdalsjökul og vorleiðangri
á Vatnajökul. Allar þessar samkomur hafa
verið vel sóttar, frá 80—130 manns.
Bilar. Félagið á þrjá bíla, snjóbílana
Jökul 1 og Jökul 2 og óyfirbyggðan Dodge-
Weapon, sem gengur undir nafninu Stóri-
Rauður. Byggt hefur verið sæmilega yfir
Jökul 1 og ágætlega yfir Jökul 2.
3. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikn-
inga félagsins og útskýrði þá. Niðurstöður
rekstrarreiknings voru kr. 175 070,59. Tekju-
afgangur kr. 27 621,59 og skuldlaus eign í
árslok kr. 261 612,74. Árgjöld höfðu greitt
330 félagar. — Voru reikningarnir samþ. í
einu liljóði.
4. Stjórnarkosning. Stjórn félagsins var end-
urkjörin, og skipa hana:
Jón Eyþórsson formaður,
Árni Stefánsson,
Sigurður Þórarinsson,
Sigurjón Rist,
Trausti Einarsson
Varastjórn: Guðmundur Jónasson, Magnús
Jóhannsson, Stefán Bjarnason.
Endurskoðendur: Páll Sigurðsson, Rögnvald-
ur Þorláksson og Gunnar Böðvarsson.
Að loknum aðalfundarstörfum fluttu þeir
Magnús Jóhannsson, Eyþór Einarsson og
Þorleifur Einarsson frásagnir úr Esjufjöll-
um og sýndu litskuggamyndir þaðan. Voru
erindi þeirra hin fróðlegustu og myndirnar
með ágætum.
Skv. gerðabók félagsins.
JÖKULL 39