Jökull


Jökull - 01.12.1962, Page 22

Jökull - 01.12.1962, Page 22
16. mvnd. Urriðafoss- hrönn fyllir hið rösklega 15 metra djúpa gil hjá raflínunni neðan við Urr- iðafoss. Urriðnfoss ice jam has filled the gorge below Urriðafoss Falls; depth of gorge is a little over 15 metres. Photo: S. Rist. innar hefst venjulega í nóvenrber eða desember, og um hávetur er sem skriðjökulstunga flæði út úr gilkjaftinum við Hvassatanga, og jrokar hún til hraunbjörgum þar. I krikanum undir Búrfelli gegnt Hvassatanga er urðarkamburinn, sem hrönnin með skriðjökulseiginleikum hefur ýtt saman og nefndur er í upphafi greinarinn- ar. A útmánuðum er Jrarna ísgljúfur niðri í aðalgljúfrinu. Isbunkar huldir sandi og leir eiga það til að lifa af komandi sumar og verða þá settir á vetur. Rúmmál hrannarinnar er sýnt í tofíu 3. Urn leið og áin lokast við Kolviðarflatir, hverfur allt skrið af álnum undan Gaukshöfða og niður fyrir Haga. Slíkt ástand varir um nokkurn tíma, meðan hrönnin er að stækka. Vissa er fyrir jrví, að skriðið eða nokkur hluti þess haldi síðar áfram undir Búrfellshrönnina, a. m. k. berst verulegt magn af skriði niður um þversnið árinnar við Gaukshöfða, jrótt hún sé alþiljuð upp fyrir Búrfellshrönn og myndun skriðs fráleit á þeirri leið. Skriðið, sem kemur þarna undan ísþekjunni, hefur ekki tilhneigingu til að festast við neitt. Það er sem gróft salt og jrað hrynur utan af ískekkjunum, þegar Jreir rekast á eitthvað eða slegið er á þá. Rétt er að íhuga varmajöfnuð árvatnsins undir hrönninni. Hrönnin einangrar vatnið frá áhrifum lofts- ins, svo að eftir standa þættirnir: 1) Fallorka breytist í hitaorku. 2) Varmi frá árbotni. 3) Varmi linda + Fossár. 17. mynd. Búrfellshrönn séð niður eftir ánni. Undirhlíðar Búrfells til hægri, en Hvassitangi til vinstri. Flriinnin hefur „dottið". Ljósleita rákin er geil, sem ís hefur hrannazt í að nýju. Athugið, nýja hrönnin í geilinni er lægri en sú gamla. Búrfell ice jam, looking down- stream. Hvassitangi promontory to the left. The jam has fallen down, leaving a channel in the middle which has subsequently been fillecl by a new ice jam. Note that the level of the new ja?n is lower than thal of the original one. Photo: s. Ríst. 20 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.