Jökull


Jökull - 01.12.1962, Page 20

Jökull - 01.12.1962, Page 20
14. myncl. Ágangur. íshrönnin komin upp á tún á Urriðafossi. Hrönnin nálgast óðum 18 metra hámarkið. Urriðafoss ice jam. The ice has reaclied. cultivated larnl around Urriðafoss farm. Rise in ice level is approaching the historical maximum of 18 metres. Photo: S. Rist. ur hrönnin venjulega 13 metrar, en hefur a. m. k. þrisvar sinnum á s.l. þrjátíu árum risið 18 metra. Þá tróna frauðkenndir ísflekar úti á miðri á nálægt fjóra metra upp fyrir vatns- borðsstööuna, sem nefna mætti grunnvatnsborð hennar. Vatn lónar hátt upp í hlaðvarpabrekku Urriðafossbæjar. Við Þjórsárbrú hefur hrönnin mælzt mest 9 metrar, en aðeins einn metri efst í gilinu norðan Þjótanda; þar festir venjuleg- ast engan ís. Rúmmál hrannarinnar er sýnt í töflu nr. 3. Venjulegast er vöxtur hrannarinnar stöðvað- ur og slitinn sundur af þíðviðrisköflum. Áin lokast á glæðunum í október/nóvember. Hrann- armyndun kemst af stað undan Egilsstöðum, nær jafnvel hálfa leið upp að Urriðafossi, en er svo rofin af þíðviðriskafla. Áin sker þá löng gljúfur ofan að inn í hrönnina, e. t. v. allt nið- ur á flatlendið. Aðalísmagn hrannarinnar stend- ur þó eftir landfast. Þegar frystir að nýju, fyllir skriðið geilina, og hrönnin tekur að hækka, nær e. t. v. Urriðafosshylnum, er svo máske rofin á ný af þíðu. Hrannarmyndunin skríður upp Urriðafoss í desember, janúar eða febrúar, og tekur þá brátt að „detta". Um miðj- an marz er áin ávallt dottin. Þótt þar á eftir komi frostkaflar, nær áin sér ekki upp á nýjan leik. „Hrönnin hækkar ekki meira í vetur,“ skrif- ar ísgæzlumaður vatnamælinga, Haraldur Ein- arsson á Urriðafossi, í dagbók sína með fyllsta öryggi, þótt aðeins sé janúar og rnarga metra vanti á, að hrönnin hafi náð þeirri hæð, sem lnin gerir öðru hverju, en vissum skilyrðum þarf að vera fullnægt, hrönnin skriðin upp fyrir Urriðafoss og tekin að detta. Á bak við þetta er reynsla margra kvnslóða. Þegar þessari þróun hrannarinnar er náð, eru hvolfjtök ís- ganga, sem eftir standa, ekki lengur gljúp. Smá- ísjakar ná ekki lengur að gera rispur upp í þau og setjast síðan að, eins og átt liefur sér stað, þegar hrönnin var að hækka. Hrönnin öll hefur fengið aukinn styrk, einkum neðsti hlutinn, þar hefur hún étizt út og rennslismót- staðan minnkað. Þá er það mikilvægt atriði, að á hverjum tíma hefur hækkunin jaínt sem um- myndun og eyðing hrannarinnar verið háð ísa- lögum ofar við ána. Rétt er að atlniga þetta 18 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.